Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1994, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 27. JÚNl 1994 7 Fréttir fáivinnuaðstöðu ámótiráðhúsinu Veriö er að kanna hvort hægt sé að koma upp vinnuaðstöðu fyrir borgarfulltrúa Reykjavík- urlista og Sjálfstæðisflokks i hús- naeði borgariimar að Tjamargötu 10, á móti ráöhúsinu. Ingibjörg Sólrún Gisladóitir borgarstjóri er að skoða málið og er vonast til að hægt verði að bjóða borgar- fúUtruunum upp á sameiginlega vinnuaðstöðu þegar starf borgar- stjómar hefst aftur i haust. „í kosningabaráttunni töluðum við um aö borgarfúlltrúar minni- hluta og meirihluta hefðu lág- marks starfsaöstöðu til að sinna sínu starfl í þágu borgarbúa rétt eins og við höfðum í Pósthús- strætinu á sínum tíma en þar voru tvær litlar skrifstofúr og biöstofa á milli. Eftir að flutt var í ráðhúsiö hafa borgarfúlltrúar ekki haft nokkra aðstöðu fyrir síma eða viðtöl eða þess háttar segir Guðrún Ágústsdóttir, for- seti borgarstjómar. AKVA: Likabúistvið tapiáþessuári .iætta útboð er hugsað til þess að koma á móti tapinu á síöásta ári og til þess ekki síöur að flár- magna framhaldiö," segir Þórar- inn E. Sveinsson, framkvæmda- stjóri vatnsútflutningsfyrirtæk- isins AKVA hf. á Akureyri. AKVA ér dótturfyrirtæki KEA, eins og AKVA USÁ sem er sölu- og dreif- ingarfymtækið i Bandaríkjun- um, en í þvi fyrirtæki hafa nú selst hlutabréf fyrir um 4 miiljón- ir dollara af þeim 5 mifljónum dollara sem steint er á aö selja hlutabréf fyrir. Tap AKVA á síðasta ári nam um 130 miHjónum króna og Þór- arinn segir að tap sé einnig fyrir- sjáanlegt á yfirstandandi ári. „Reksturinn gengur í sgálfú sér ágætlega en við erum aö íjárfesta og reiknum með bókhaldslegu tapi á árinu.“ Þórarinn segir að þeir eriendu aðilar sem keypt hafa hlutabréf í AKVA USA að undanföru séu um 40 talsins, en þeir hafa keypt hlutabréf fyrir um 3 milljónir dollara og KEA hefúr keypt hlutabréf fyrir um 1 mifljón doll- ara. „Þetta er samtals um 40% hlutdeild í fyrirtækinu og fjár- festamir meta fyrirtækið sam- kvæmt þessu á um 12 milljómr dollara," segir Þórarinn E. Sveinsson. Þrír einstaklingar í Fljótsdals- hreppi hafa kært sveitarsljómar- kosningar í hreppnum þar sem ekki hafi verið auglýst að einn sveitarsljómarmanna gæfi ekki kost á sér til endtu-lgörs í síöustu kosningum. Úrskurðamefnd skipuö af sýslumanninum á Seyðisfirði hefúr úrskurðaö kosninguna ógilda þar sem at- kvæði sveitarstjómarmannsins í kosningunum hafi getað breytt úrslitum. Sesselja Ámadóttir, lögfræð- ingur félagsmálaráöuneytisins, segir að ráðuneytiö hafi óskað eftir gögnum um málið frá sýslu- manni og megi búast við úrskurði ráðuneytisins í fyrsta lagi eftir mánuð. Tilnefning Byggðastofnunar í nefiid um Vestfiarðaaðstoð: Meirihluti er gegn tillögu forstjórans - Matthías Bjamason og Karvel Pálmason 1 hár saman Eg get aldrei fellt mig við að það sé tilnefndur maður án þess að ég sem stjómarformaður fái að vita af því og frétti af því úr sjónvarpi. Fyr- ir mér vakir ekkert annað en að fa góðan mann sem vinnur hlutlausL Það skiptir ekki máli hvar sá er í flokki," sagði Matthías Bjamason, alþingjsmaður og formaður stjómar Byggðastofnunar. Matthías segir þetta vegna þess að meirihluti stjómar Byggðastofnunar hafnar tillögu forstjóra stoftiunar- innar um mann til setu í Vestfjarða- neftidinni. í nefndinni skulu sitja 4 menn, skipaðir af forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, fjármálaráðu- neyti og byggðastofnun, einn fi*á hveiju. Sljómin hafði áðnr falið forstjóra stofiiunarinnar að gera tfllögu um mann í nefiidina sem á að gera tillög- ur um úthlutun þeirra 300 milljóna sem eiga að fara til vestfirskra sjáv- arútvegsfyrirtækja. Forstjórinn hef- ur þegar gert tillögu um tvo menn. Karvel Pálmason stjómarmaður er með tillögu um þann þriðja og sagði frá því í sjónvarpsviðtali fyrir skömmu. „Ég stend með minni tillögu og það er annarra að ákveða hvort þeir hafna henni eða ekki,“ sagði Karvel Pálmason, varaformaður stjómar Byggðastofnunar. Samkvæmt heimildum DV gerir Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, tillögu um Einar Mathiesen, fyrrverandi sveitarstjóra á Bildudal og núverandi bæjarstjóra í Hveragerði, sem nefndarmann. Karvel Pálmason gerir aftur á móti tillögu um Ægi Hafberg, sparisjóðs- stjóra á Flateyri. Það liggur 1 loftinu að meirihluti sé með tillögu Karvels innan stjómar. í samtali við DV vildi Guðmundur Malmquist hvorki játa né neita að hann gerði tillögu um Einar. „Ég verð var við að það er ekki eindreg- inn stuðningur við mína tillögu inn- an stjórnar. Það verður fundur eftir helgi og þar mun ég leggja hana fyr- ir stjómina og þar verður málið af- greitt," sagði Guðmundur. íslandsbanki býður ókeypis myndatöku vegna Debetkorta dagana 27. - 30. fúní /- Jón Slgur&saon Kennitala 1210694180 Tékkaabyrgflamúmar 0580-000274 Vegna mikillar eftir- spurnar hefur íslands- banki ákveöiö aö bjóöa viöskiptavinum sínum ókeypis myndatöku vegna Debetkorta í 4 daga. Debetkortiö er í senn staögreiöslukort, hraöbankakort, persónuskilríki og tékkaábyrgö- arkort. Þá er einnig ódýrara aö nota Debetkort en aö greiöa meö tékka. Notaöu tœkifœriö og sœktu um Debetkort núna á meöan þér býbst ókeypis myndataka. Þetta tilboö stendur aöeins til 30. júní. Ókeypis myndataka fer fram í eftirtöldum útibúum Islandsbanka á höfuöborgarsvœöinu: Lœkjargötu 12............. kl. 10:00 - 16:00 Laugavegi 105............. kl. 09:15 - 16:00 Háaleitisbraut 58......... kl. 12:00- 16:00 Kringlunni 7.............. kl. 13:00- 16:00 Suburlandsbraut 30........ kl. 12:00- 16:00 Þarabakka 3............... kl. 09:15 - 16:00 Dalbraut 3................ kl. 12:00 - 16:00 Strandgötu 1.............. kl. 13:00 - 16:00 ISLANDSBANKI a til kl. 21.00 Hólagarði • Grafarvogi • Seltjarnarnesi • Akureyri Líka á kvöldin / < )íbj2íi4 OOI i, - "w'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.