Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1994, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1994 13 9 Af mælisár lýðveldisins Tugir þúsunda íslendinga fognuðu 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins á Þingvöllum á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Því miður komust ekki allir til Þingvalia. Það ber að harma því að hátíðahöldin þar verða hveijum og einum sem þátt tóku í þeim ógleymanleg. Hátíðahöld sem þessi og á þessum tímamótum gegna mikilvægu hlutverki í þjóð- lífi okkar. Þau eru börnunum eftir- minniieg skemmtun og þeim full- orðnu tilefni til þess að hugsa um uppruna og sögu þjóðarinnar. Þjóð- hátíðardagurinn á Þingvöllum hef- ur örugglega vakið upp sterka og jákvæða þjóðemiskennd í brjóst- um margra. Lýðveldishlaupið 1994 Árið 1994, 50 ára afmælisár lýð- veldisins, er ekki bara einn dagur og ekki bara ein tilkomumikil há- tiðarstund í þjóðgarði okkar ís- lendinga á Þingvöllum sem skipu- lögð er af þjóðhátíðarnefnd. Það er heilt afmæhsár þar sem fjölmargir einstaklingar og félagasamtök eru sífellt að minna á að 50 ár séu hðin frá því að ísland varð lýðveldi. Af- mælisárið er hka ár fjölskyldunnar og það er ánægjuiegt að geta tengt þetta tvennt saman. Ungmennafélag íslands, ein íjöl- mennasta félagsmála- og ung- mennahreyfmg i iandinu, minnist þessara tímamóta með samstarfs- verkefni ungmennafélagshreyfing- arinnar og annarra samtaka sem vinna að heilbrigðu líferni og íþróttum fyrir aha, með þvi að efna til lýðveldishlaups í thefni ársins. Tilgangurinn er aö minnast lýð- veldisstofnunarinnar 1944, stuðla að hollri hreyfingu á meðal al- mennings og efla samheldni fjöl- skyldunnar því í lýðveldishlaupinu geta ahir verið með, háir og lágir, stórir og smáir. Eflum íslenskt Ungmennafélagshreyfingin hef- ur á undanfomum árum í æ ríkara mæli verið að einbeita sér að verk- efnum í þágu þjóðarinnar. Árið 1982 var ungmennafélagshreyfíng- in í samvinnu við Félag íslenskra Kjallarinn Finnur Ingólfsson alþingismaður Framsóknar- flokksins í Reykjavík iðnrekenda með stórt verkefni í gangi undir kjörorðinu Eflum ís- lenskt. Markmiðið með því var að fá íslendinga til að kaupa íslenskt í þeim thgangi að bæta stööu ís- lenskrar framleiðslu og skapa ný atvinnutækifæri fyrir komandi kynslóðir. Nú, rúmum áratug síð- ar, eru atvinnurekendur og verka- lýðshreyfing að vakna upp við að hægt er með skipulögðu átaki okk- ar sjálffa að efla íslenska fram- leiðslu og skapa þannig ný atvinnu- tækifæri. Ungmennafélagshreyf- ingin sýndi á sínum tíma mikla framsýni með þessu verkefni sínu Eflum íslenskt. Staðan væri nú jafnvel önnur ef fleiri hefðu tekið undir þá. Landsmót ungmenna- félaganna Dagana 14.-17. júU nk. verður landsmót Ungmennafélags íslands haldið á Laugarvatni. Landsmót ungmennafélaganna eru ólympíu- leikar íslensks íþróttafólks en um leið einhverjar stærstu og fjöl- mennustu útisamkomur sem haldnar eru. Það er ekki bara þjóðhátíðar- nefnd og ríkisstjórn sem halda upp á afmæU lýðveldisins. Þaö staðfesta öll þau verkefni sem einstaklingar og félagasamtök hafa ráðist í til að minnast afmælisins. Það er því þjóðin sem nú fagnar 50 ára af- mæU lýðveldisins. Finnur Ingólfsson „Ungmennafélagshreyfingin sýndi á sinum tíma mikla framsýni með þessu verkefni sinu „Eflum íslenskt", segir Finnur Ingólfsson meðal annars. - Frá fundi vinnuhópa á vegum ASÍ, BSRB o.fl. „Ariö 1994,50 ára afmælisár lýðveldis- ins, er ekki bara einn dagur og ekki bara tilkomumikil hátíöarstund í þjóð- garöi okkar Islendinga á Þingvöllum sem skipulögð er af þj óðhátíðarnefnd. “ Staðbundið framtak Mikill hluti viðleitni vestrænna þjóða til að efla atvinnulíf og draga úr atvinnuleysi á síðustu árum og áratugum hefur átt hugmyndaleg- ar rætur innan hagfræðinnar. Þannig hafa megináherslur verið á því að tryggja efnahagslegan stöð- ugleika og ýmislegt í þeim dúr. GalUnn við ríkjandi áherslur er bara að þær fela í sér of takmarkað- ar nálganir. Þær eru nauðsynlegar en ekki nægjanlegar. Ofuráhersla á beitingu fábreyttra stjómtækja hagfræðinnar einna saman hefur þannig blindað menn fyrir fjöl- mörgum öðrum leiðum til þess að efla atvinnulíf. Og sú óskráða hug- mynd margra að hagfræðingar séu sjálfkrafa sérfræðingar í atvinnu- málum er röng. Fræði þeirra íjallar um einn meginþátt atvinnumála en aUs ekki atvinnumál í heUd sinni. Þannig er til að mynda atvinnu- sköpun fjarrænn talnaleikur innan hagfræðinnar en ekki Ufandi og nærtækur veruleiki. Því er sjónar- hom hagfræðinnar á atvinnumál- um og tök hennar á viðfangsefninu takmörkuð og iðulega veik þrátt fyrir óumdeUt mikUvægi sitt. Enginn stendur einn Einn megindrifkraftur í allri efnahagsþróun er dugur, þekking og framtak þegna hvers lands. Al- kunna er hvernig tUteknir ein- stakUngar hafa drifið fyrirtæki og hópa áfram með atorku sinni. Kja]]ariiin Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Framtak kraftmikUla einstaklinga er ávaUt veigamikUl þáttur í fram- forum. /r En fleira kemur til. Enginn ein- stakUngur stendur einn. Frum- kvöðull sem býr í stöðnuðu um- hverfi sem einkennist af dugleysi og áhættufælni og andstööu við nýjungar komst iðulega ekki úr sporunum með hugmyndir sínar. Og gagnstætt þessu þá hefur já- kvætt félagsumhverfi þau áhrif að ótrúlegur fjöldi fmmkvöðla sprett- ur upp og nær því að virkja sjálfa sig og aðra tíl framsækinna at- hafna. Félagsumhverfið er því af- gerandi áhrifaþáttur í nýsköpun. Þetta er ástæðan fyrir því að á sum- um landsvæðum og í sumum þorp- um ríkir athafnasemi og gróska meðan nærUggjandi staðir eru hel- teknir af doða. Hér er það hið stað- bundna framtak og jákvætt félags- umhverfi sem ræður ferðinni en ekki vextir eða vísitölur. Jurtin eða moldin Samkvæmt þessu þá er hluti hinnar hugmyndalegu togstreitu um einstaklingsframtak eða félags- lega framfaraviðleitni deUa um keisarans skegg. Álíka gáfuleg og deUa um það hvort skiptir meiru jurtin eða moldin sem hún vex í. Hver heUvita maður sér í hendi sér aö hvorugt þrífst án hins. Enginn einstaklingur nýtur sín svo að vel sé án jákvæðs umhverfis og engin félagshyggja þrífst án frumkvöðla og leiðtoga. Þannig styður einstakl- ingurinn hópinn og hópurinn ein- staklinginn á mótsagnalausan hátt. Dæmi um öflugt staðbundið framtak má finna víða hér á landi. Flúðir eru eitt slíkt dæmi. Þar er mikU gróska meðan mörg nálæg sveitarfélög geta ekki státað af svipuðum árangri. Það sama er mér tjáð að segja megi um EgUs- staði. Svona mætti lengi telja. Virkjun og efling staðbundins framtaks um land aUt er því ein megináherslan sem koma þarf tíl á næstimni við eflingu atvinnulífs- ins. Fjölmargar leiðir eru færar í þessu efni. Skipuleg viðleitni í þessu efni er enn sem komið er ónóg. Öruggt má telja að ná megi stórbættum árangri með því að taka á þessu viðfangsefni af mynd- arskap. Jón Erlendsson „Enginn einstaklingur nýtur sín svo að vel sé án jákvæðs umhverfis og eng- in félagshyggja þrífst án frumkvöðla og leiðtoga. Þannig styður einstakling- urinn hópinn og hópurinn einstakling- inn á mótsagnalausan hátt. “ aðkjósa Jóhannes Geir Sig- urgeirsson alþing- ismaður. „Þaðerekki eftir neinu aö bíða með al- þingiskosn- ingar og haustkosn- :: ingar því al- veg sjálfsagð- ar. Það er ljóst að eng- inn trúnaöur er lengur á milli forystumanna stjómar- flokkanna. Það er hins vegar að minu mati alger forsenda fyrir því að stjórnmálaflokkar geti unnið saman aö landsmálum af heilindum. Það sjá allir að nú stefhir í mjög erfiða fjárlagagerð. Ég fæ ekki séð hvernig stjómar- flokkarnir ætla að komast í gegn- um það að koma ifá sér fjárlögum eins og ástandið er orðið á stjóm- arheimilinu. Þá vil ég minna á að við íslendingar stöndum frammi fyrir því, vegna inngöngu hinna EFTA-þjóðanna í ESB, að ná hagstæðari tollasamningum við ESB fyrir sjávarafurðir okk- ar. í því máli virðist því miður ekki vera unniö. Það virðist því vera nákvæmlega sama hvar maður ber niður, þessi ríkis- stjóm virðist vera hætt og þess vegna ber henni að fara frá. Þá má einnig minna á að verkalýðs- hreyfingin er með lausa samn- inga um áramót. Þar eru svo sannarlega ýmsar blikur á lofti enda skiljanlegt að þolinmæði manna í verkalýðshreyfingunni skuli vera á þrotum. í þeim kjara- samningum hlýtur að koma til kasta ríkisstjórnar, hver sem hún þá verður. Ríkisstjórnin sitji út kjör- tímabilið „Astæðan fyrir þvi að ég er andvígur haustkosn- ingum er sú að ég tel ekki tilefni til að rjúka upp til handa og fóta og ræða um nauðsyn haustkosn- Gudmundur Hall- varðsson alþingis- maður. inga vegna þess eins að einn ráð- herra Alþýðuflokksins óskar eftir því aö fara út úr ríkisstjóminni. Annað eins hefúr nú gerst og þaö að ráðherraskipti eigi sér stað. Jóhanna Siguifiardóttir hefur sagst vera aö íhuga sérframboð. Hún segist vilja hafa það að leið- arljósi sem gerðisti síðustu borg- arstjórnarkosningum og hún kallar athyglisverða samstöðu R-listafólks. Hvernig má þetta verða til þess að menn fari að tala um haustkosningar? Hvert er samhengiö þama á milli? Ég fæ ekki séð að nokkur minnsta ástæða sé til aö hlaupa upp til handa og fóta þess vegna. Þá vil ég líka minna á að þessi rikis- sljóm var mynduð og lagði upp með það að sitja út kjörtímabilið. Auövitað á hún að standa við það. Ríkisstjómum ber að gera það svo lengi sem þær hafa til þess þingstyrk og það hefur þessi ríkisstjóm. Vegna alls þessa og raunar af fleiri ástæðum sé ég enga ástæðu fyrir því að láta kjósa iil Alþingis í haust." -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.