Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1994, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1994 5 ísraelsmennirnir í viðgerð á hreyflunum. DV-mynd Ægir Már Rússneska flugvélin á Keflavikurflugvefli: Flugvirkjar frá ísrael að gera við hreyflana Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjura; „Það þarf að skipta um einn hreyf- il alveg og gera við tvo. FJugvélin verður tilbúin í næstu viku,“ sagði Guðmundur Pálsson, framkvæmda- stjóri tæknisviðs Flugleiða á Kefla- víkurflugveUi, í samtab viö DV en viðgerð stendur nú yfir á Boeing 727 flugvélinni rússnesku sem skilin var eftir þar um miðjan febrúar sl. Flugstjóri vélarinnar neitaði að fá afísingu á vébna þegar hún milb- lenti á Keflavíkurflugvebi í vetur. Þegar hún var komin í loftið lenti flugstjórinn í vandræðum með vél- ina af þeim orsökum og sneri aftur tb íslands. Þá kom í ljós að hreyflar flugvélarinnar höfðu laskast. Flugleiðir sjá um að skipta um hreyfihnn sem kominn er til lands- ins. Einnig um minni háttar viðgerð- ir og skoðun vélarinnar. Hún er í eigu Tatarstan, flugfélags í fyrrum Sovétríkjunum. Eigendur hennar hafa samið við fyrirtæki í ísrael um viðgerð á hreyflunum tveimur og fjórir flugvirkjar frá ísrael eru komnir hingað tb þess. Viögerðin fer fram í viðhaldsskýh Flugleiða. Fréttir Listaverkafundurmn í gamla stýrimannaskólanum: Kjarval fékk að mála í skólanum á sumrin - segir Friörik Dungal sem ólst upp í stýrimannaskólanum „Húsnæði var af skomum skammti fyrir þessa menn og því fengu þeir gjaman að koma inn í stýrimannaskólann. Ég man sér- staklega eftir Ásgrími en líka Kjarval og svo vora þeir fleiri sem fengu að nota skólastofumar og vera þar yfir sumarið. Þeir fengu að mála þama í friði og klára sínar myndir. Stofúmar vom læstar, þeir höfðu lyklana og þama geymdu þeir myndimar þangaö tb skóbnn byijaði," segir Friðrik Dungal, fyrrverandi kaupmaður. Friðrik fæddist og ólst upp í gamla Stýrimannaskólanum við Oldugötu þar sem Kjarvalsteikn- ingamar flmdust í síðustu viku. Faðir hans, Páb Habdórsson, var skólastjóri stýrimannaskólans. Friðrik er fæddur árið 1908 og var því var á 16. ári á þeim tíma sem tahð er að myndimar séu frá. „Á þessum tíma var ég bara drengur að sparka bolta fyrir KR og það fór ekki saman að sparka bolta og hafa áhuga á listum en það væri gaman að fá að sjá þessar myndir og vita hvort ég kannast við þær. Mér sýnist það ekki ósennhegt því að Kjarval var að mála þama heima,“ segir hann. Eruð þið orðnir þreyttir á margendurteknum sprunguviðgerðum. Talið við okkur því við höfum lausnina. Síðan árið 1981 höfum við klætt yfir 500 hús víðs vegar um landið með ISPO-MÚR. ISPO-MÚR er góður og ódýr kostur. /SPO-klæðning er mun ódýrari en þú heldur. Gerum föst verðtilboð þér að kostnaðarlausu. Múrklæðning hf. Smiðsbúð 3, 210 Garðabæ, sími 658826, fax 658824 Leikföngin fást í veslumim um land allt! CHARTON berchet niard VVá'ónö ••l INGVAR HELGASON hf. BJARKEY 112 Reykjavík, ® 674280 og 674151 CLAIRBOIS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.