Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 5 Fréttir Mecklenburger Hochseefischerei: Tapreksturinn á fyrir- tækinu er óviðunandi - segir Ingi Björnsson framkvæmdastjóri, tveir togarar á söluskrá seljast ekki „Það eru í gangi viðræður á milli eignaraðila fyrirtækisins en þær eru skammt á veg komnar og ekki hægt að segja núna hvað kemur út úr þeim,“ segir Ingi Björnsson, fram- kvæmdastj óri útgerðarfyrirtækisins Mecklenburger Hochseefischerei í Rostock í Þýskalandi, en það fyrir- tæki er í meirihlutaeigu Útgerðarfé- lags Akureyringa. Miklir erfiðleikar hafa veriö í rekstri fyrirtækisins sem tapaði á fimmta hundrað milljónum króna á síðasta ári. Það sem af er yfirstand- andi ári er einnig mikið tap á rekstr- inum en Ingi vildi ekki upplýsa hversu mikið, sagði að þar hefði m.a. birgðastaða og fleira í þeim dúr áhrif. „Það er hins vegar alveg ljóst að útkoman á rekstrinum er óviðun- andi, tapið er það mikið. Aðalvanda- málið er það fastlaunakerfi sem er á skipunum og við erum með allt of hátt launahlutfall miðað við það verð sem við erum að fá fyrir afurðirnar. Það þarf að finna leiöir til að ná því niður og við höfum veriö að ræða við verkalýðshreyfinguna um þau mál en með litlum árangri. Það er ekki endilega verið að tala um að lækka launin en við höfum bent á hluta- skiptakerfið á íslandi sem kemur vel út fyrir sjómenn og er mun hentugra en fastlaunakerfið hér,“ segir Ingi. Hann segir því að eigendurnir séu að hugleiða hvaða leiðir eigi að fara. „Viö höfum ekki náð nógu mikilli hagkvæmni í þetta á árinu og annað- hvort verður að setja í þetta nýtt fé eða finna aðrar leiðir, eða jafnvel að hætta,“ segir Ingi og á þar við þá heimild í samningi eignaraðila að þeir geti krafist riftunar fyrirtækis- ins ef tapið nái ákveðnu hlutfalli af eigin fé en tapið hefur verið langt fyrir ofan þau mörk. Mecklenburger Hochseefischerei á 8 togara og eru 7 þeirra gerðir út um þessar mundir en einum hefur verið lagt. Tvö skipanna hafa verið á sölu- skrá í talsverðan tíma en markaður- inn er þröngur og ekki hefur tekist að selja skipin. Nú er einn togaranna á síldveiðum í Norðursjó, annar á þorskveiðum í Barentshafi en fimm eru á karfaveiöum á Reykjanes- hrygg. Bankataska tekin 1 versluninni Emblu í Hafnarfirði: Stal nótum og peningum fyrir 600 þúsund - fékk að máta fót og tók töskuna á kaffistofu Bankatösku með verðmætum upp á á sjöunda hundrað þúsund krónur var stohð í versluninni Emblu, Strandgötu 29, á þriðjudag. Sá sem þarna var að verki er tahnn hafa farið inn í kaffistofu í versluninni, fengið þar að máta fót en stohð bankatösku sem þar var í leiöinni. í töskunni voru greiðslukortanótur að andvirði um hálf milljón króna og um 100 þúsund krónur í peningum og ávísunum. Á kaffistofunni voru einnig veski eiganda verslunarinnar með greiðslukortum, peningum, skilríkjum og fleiru. Þjófurinn hafði auk þess á brott með sér ýmis gögn sem tengd eru rekstri verslunarinn- ar. Eigendur verslunarinnar hafa ósk-. að eftir að DV komi því á framfæri við þann sem þarna var að verki að skila öllum þeim gögnum og greiðslukortum, sem hann hefur ekki not fyrir, sem fyrst. Tap versl- unarinnar sé tilfinnanlegt, einkum ef hliðsjón er höfð af því að óþægi- legt sé að vera án skilríkja, greiðslu- korta og ahra þeirra gagna sem hér um ræðir. Prestsfrúin gekk á gleri Það rikti sannkölluð karnivalstemning á „Hátíð á Hornafirði" á Höfn um síðustu helgi. Götuleikhúsið, skipað heimamönnum á öllum aldri, stjórnaði skrautlegri skrúðgöngu frá Fiskhól út á hafnarsvæðið þar sem kynjaverur voru i fararbroddi. Þar voru ýmis skemmtiatriði og hátiðarbragur á öllu. Mikla athygli vakti þegar prestsfrúin, Halldóra Gunnarsdóttir, gekk á gler- brotum og fór létt með það. Fjölmenni bæjarbúa og gesta var á staðnum og Halldóra er fremst á myndinni á glerbrotunum. DV-mynd Júlía Imsland, Höfn Norðurland vestra: Nýir oddvitar víða Þórhatlur Ásmundsson, DV, Sauðárkroki: Miklar breytingar hafa orðið í stöð- um oddvita í Skagafjarðarsýslu í kjölfar hreppsnefndarkosninga í vor. í Skagafirði eru komnir nýir oddvit- ar í 5 sveitahreppum af níu. Minni breytingar eru á oddvitum í Húna- vatnssýslum. í vestursýslunni eru 3 nýir oddvitar og tveir í hinni. Anna Steingrímsdóttir, húsfreyja í Þúfum, tekur við oddvitastarfi í Hofshreppi af Stefáni Gestssyni á Arnarstöðum, Haraldur Jóhannes- son, bóndi í Enni í Viðvíkurhreppi, tekur við af Birgi Haraldssyni á Bakka, Valgeir Bjarnason, kennari á Hólum, er nýr oddviti í Hólahreppi. Tekur við af Trausta Pálssyni. Símon Traustason, bóndi í Ketu í Rípur- hreppi, leysir af hólmi Árna Gíslason í Eyhildarholti og Ingibjörg Hafstaö, kennari og húsfreyja í Vík, verður oddviti Staðarhrepps í stað Þorsteins Ásgrímssonar á Varmalandi. Valur Gunnarsson er nýr oddviti á Hvammstanga. Þorsteinn Helgason á Fosshóh tekur við oddvitastarfi í Fremri-Torfustaðahreppi af Eggerti Pálssyni á Bjargshóli. í Ytri-Torfu- staðahreppi er einnig nýr oddviti, Stefán Böðvarsson á Mýrum, sem leysir Jóhannes Bjömsson á Laugar- bakka af hólmi. Adolf H. Berndsen er nýr oddviti á Skagaströnd. Tekur við af Sveini Ing- ólfssyni. í Svínavatnshreppi hættir Sigurjón Lárusson á Tindum og Jó- hann Guðmundsson í Holti tekur við. AXEL FOLEY ER MÆTTUR AFTUR Eddie Murphy er kominn aftur í Löggunni í Beverly Hills 3. Sem fyrr eru vörumerki Detroit löggunnar Axels Foley húmor og hasar í þessari hörkuspennandi mynd. BIEXflERLY HII.LS r • ^ HASKÖLABÍÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.