Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 Sviðsljós DV Margir eru á þvi aö Sean Connery hafi verið hinn eini sanni Bond og hinir sem eftir fylgdu einungis dauft endurskin af hans Ijóma. Roger Moore var mikill spaugari og fyrir mörgum á þrítugsaldri er hann hinn eini sanni Bond. Pierce Brosnan: ri ' r« , • f •• x • • Sa fimmti 1 roðinm Leikarinn Pierce Brosnan veröur sá fimmti sem öðlast þann heiöur aö fá að túlka hinn margfræga njósnara James Bond. Brosnan var á höttunum eftir hlut- verkinu fyrir átta árum en missti þaö þá til Timothy Dalton eins og flestir vita en hefur síöan leikið í myndum eins og Mrs. Doubtfire. Fyrir þrem árum missti Brosnan eiginkonu sína, Cassöndru, en þá haföi hann í fjögur ár veriö aö draga sig úr sviðsljósinu til þess að geta sinnt henni meir. Dauði hennar var honum mikiö áfall og vinir segja hann vera ná sér fyrst núna. Upphaflega var það Cassandra sem rak Brosnan út í þaö að falast eftir James Bond hlutverkinu. „Hún sagöi mér aö sækja um starf- iö því ég hefði allt sem leikari þarf til þess aö geta túlkað Bond,“ sagöi Brosnan. Þessa stundina er hinn nýi Bond að undirbúa sig fyrir komandi ævin- týri sem eflaust á eftir aö veröa hin besta skemmtun fyrir Bond unnend- ur sem og aðra bíógesti. Timothy Dalton passaði vel upp á að festast ekki í hlut- verkinu og stoppaði því stutt. Pierce Brosnan tekur við Bond hlutverkinu á erfiðum tímum þar sem kalda stríðinu er lokiö og gamlir óvinir orðnir vinir. Menning____________________ Hárið farið að grána Þegar söngleikurinn Háriö var frumfluttur á sínum tíma var hann hluti af þeim raunveruleika sem fjöld- inn allur af ungu fólki bjó viö; sérstaklega þó í Banda- ríkjunum. Hörðustu hipparnir höföu þó horn í síðu söngleiksins og sögöu hann ófyrirleitna tilraun pen- ingamanna til að hafa hugsjónir hippamenningarinnar aö féþúfu. Hvað sem því líður átti boðskapur verksins virkilega erindi á þeim tima og var að sumu leyti tákn fyrir þá uppreisn sem ungt fólk um allan heim gerði gegn ríkjandi þjóöskipulagi. Um leið var söngleikurinn ákveðin ögrun; bæði í uppsetningu og formi og vissu- lega hneykslaöi hann marga. Sú uppsetning á Hárinu sem nú er boðið upp á í húsakynnum íslensku óper- unnar, hneykslar hins vegar fáa aö ég hygg og mun vart hrista upp í fólki eins og frumútgáfan gerði á sín- um tíma. Þar er þó ekki viö aðstandendur sýningarinn- Leiklist Sigurður Þór Salvarsson ar aö sakast heldur tímann. Háriö hefur einfaldlega gránaö og þynnst meö árunum. Boöskapurinn um ást og friö fellur vissulega aldrei úr gildi en leiktexti um baráttuna gegn stríöinu í Víetnam virkar hins vegar hálfhallærislega í dag. Sömuleiðis er sú upphafning á kannabisneyslu, sem fram kemur í verkinu og dýrkun á frjálsum ástum, nokkuð á skjön við þann raunveru- leika sem nú blasir við. Ekki býst ég þó við aö obbi þeirra sem sjá Háriö nú velti verkinu fyrir sér meö þessum hætti, heldur horfi á þaö sem einbera skemmt- un; söng, gleði og dans meö pínulitlu dramatísku ívafi. Og skemmtun er þaö aö sönnu. Söguþráðurinn er aö vísu afskaplega fátæklegur en söngurinn, tónlistin og fiöriö bætir það upp. Tónlistin stendur merkilegt nokk enn fyrir sínu enda flutningurinn fyrsta flokks. Þá skemmir ekki heldur á þessum tímum ensk-íslenskrar tónhstar aö hafa textana á íslensku. Þar hefur Davíð Þór Jónsson unniö þarft og gott verk og ekki annað að heyra en aö honum hafi farist þaö vel úr hendi. Leikarar stóðu sig undantekningarlaust vel, bæði reyndir sem óreyndir. Var sérstaklega gaman að sjá hversu gaman þessir krakkar höföu af því sem þeir voru aö gera; leikgleðin og krafturinn skein út úr hverjum manni og fleytti eflaust mörgum yfir erfiö- ustu hjallana í verkinu. Mest mæðir á þeim Hilmi Snæ Guönasyni, sem túlkar hippaforingjann Berger af miklum krafti og sannfæringu, og Hinrik Ólafssyni sem kemur saklausa sveitapiltinum Claude sérlega vel til skila. í öðrum aöalhlutverkum eru Jóhann G. Jó- hannsson, sem leikur sýruhausinn Voffa, Ingvar Sig- urðsson, sem leikur töffarann Lafayette og er einnig óborganlegur í hlutverki fóöur Claudes, Margrét Vil- hjálmsdóttir, sem leikur hippavalkyrjuna Sheilu, Jó- hanna Jónas, sem leikur Dionne hina góðu, og Sóley Elíasdóttir sem leikur hina kærulausu Jeanie. Áber- andi er í verkinu hversu kvenhlutverkin eru veigalítil og sýnir kannski hvaö höfundarnir voru fastir í göml- um hlutverkum þó svo að boðskapurinn væri nýstár- legur. Baltasar Kormákur leikstýrir Hárinu og má vera ánægður meö útkomuna. í þaö minnsta ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að hnna. Elísabet Taylor: Setur endapunkt við glæstan kvi kmyndaleri I Elísabet Taylor hefur ákveðiö aö kvikmyndin The Flinstones veröi sú síðasta á hennar ferh og að öll henn- ar orka fari framvegis í það að hjálpa eyðnisýktu fólki. Hin 62 ára gamla leikkona var í raun búin að lýsa því yfir að hún ætlaði sér ekki að leika í fleiri kvik- myndum þegar Steven Spielberg fékk hana tíl að leika í The Fhnstones. Ehsabet féllst á það með því skil- yrði að framleiðandinn, Steven Spielberg, mundi láta allan ágóðann af frumsýningunni renna í sérstakan sjóð til styrktar eyðnismituðum. Með þesari kvikmynd lýkur leik- konan glæstum ferli sem hófst árið 1944 með myndinni National Velvet þegar hún var einungis 12 ára að aldri. Elísabet Taylor með fyrrverandi eiginmanni sinum, Richard Burton. Betty Midler, 19 ára, 1963. Poppstjarnan Madonna á sinu átj ánda aldursári. Rod Stewart, strax kominn með bít- lagreiðsluna, árið 1962. Hinar mótandi tennur tímans Það er alltaf gaman að viröa fyrir sér myndir gærdagsins og sjá hvern- ig tíminn breytir mönnum og mótar. Stjörnur sem í dag þykja eftirsóttar ímyndir fyrir hinn almenna borgara voru í gær eins og hver önnur meðal- mennska. Þannig er söngvarinn Bob Dylan eins og hann leit út 1959 ansi ólíkur þeim uppreisnargjarna hippa sem hann var árið 1969 og hver hefði trú- að því að Rod Stewart hafi spilað eitt sinn með knattspymuhði? Bob Dylan var vel greiddur árið 1959.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.