Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994 Afmæli Jóhannes Páhnason Jóhannes Pálmason, forstjóri Borg- arspítalans, Snorrabraut 79, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Jóhannes fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MA1964, lögfræöiprófi frá HÍ1971, stundaði nám í sjúkrahús- stjómun viö Nordiska Hálsovárds- högskolan í Gautaborg 1974-75. Jóhannes var skrifstofustjóri Borgarspítalans 1972-78, aðstoöar- framkvæmdastjóri 1978-84, fram- kvæmdastjóri 1984-94 og forstjóri frá 1994. Jóhannes sat í stjóm sjúkrastofn- ana Reykjavíkurborgar 1975-82, í stjórn Félags forstöðumanna sjúkrahúsa 1977-87, var formaður byggingamefndar Borgarspítalans frá 1984, formaður Landssambands sjúkrahúsa frá 1985, formaður Medic-Alert á íslandi frá 1985, í dag- gjaldanefnd sjúkrahúsa 1985-91, í stjórn Lyfjaverslunar ríkisins 1988—94 og í stjóm Lyfjaverslunar íslands hf. frá 1994, í samstarfsráði sjúkrahúsa frá 1991, í sóknamefnd Hallgrímskirkju frá 1989 og formað- ur frá 1990, í héraðsnefnd Reykja- víkurprófastsdæmis vestra frá 1991, í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma frá 1992, í fram- kvæmdastjórn þeirra frá 1993 og í framkvæmdastjórn Útfararstofu Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæmafrál994. Fjölskylda Jóharmes kvæntist 11.4.1965 Jó- hönnu Ámadóttur, f. 11.4.1945, for- stöðumanni umsjónamefndar eftir- launa. Hún er dóttir Áma Ingólfs- sonar skipstjóra og Magnýjar Kristjánsdóttur húsmóður sem Til hamingju með afmælið 12. júlí 95 ára Ingunn Ingvarsdóttir, Holtsgötu 14, Njarðvik. Þórhalla Oddsdóttir ffá Kvígind- isfelli, tilheimilisað Dvalarheimili aldraðrasjó- manna við Kleppsveg í Roykjavík. Þórhalla verð- uraðheimaná afmælidaginn. 80 ára Vilhjálmur H. Vilhjáimsson, Skólabraut3, Seltjarnarnesi. Svalbarðsskóla í Þistilfirði milli kl. 17.00 og 21.00. ídag. Sesselja Jóhannsdóttir, Múlavegí 19, Seyðisfirði. 50ára Ingigerður Axeisdóttir, Strandaseli 4, Reykjavík. Ólafur Ólafsson, Ásbúöartröð 1, Haínarfirði. Guðbjöm Hjartarson, Engjaseli 84, Reykjavík. Jóhann Sævar Guðmundsson, Lóurima 13, Selfossi. IngibjörgMöller, Hlíðarvegi 36, Kópavogi. S vanhildur Sigurðardóttir, Lágabergi 2, Reykjavík. Sigrún Jósteinsdóttir, Ránargötu 29, Akureyri. 75 ára ^Oára Guðmundur Þórðarson, Eyjabakka 28, Reykjavík. Stella Tryggvadóttir, Yrsufelli 7, Reykjavík. 70 ára Kristín Gunnarsdóttir, Grenivöllum 14, Akureyri. Margrét Símonardóttir, Grundarhúsum44,Reykjavík. , Valtýr Magnússon, Nesvegi 57, Reykjavik. Stefán Þórðarson, Hörgslundi 13, Garðabæ. 60 ára Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Markarflöt 37, Garðabæ. Guðrún S. Jónsdóttir, Meðalholti ll.Reykjavík. Hulda Ingimars, Vesturvegi9, Þórshöfn. Hulda og maður hennar, Jón Aðal- bjömsson, taka á móti gestum í Snorri Einarsson, Silfurtúni 20C, Garði. Anna Kjartansdóttir, Heiðmörk 6, Selfossi. Ágúst Halldórsson húsasmíða- meistari, Faxastíg 6A, Vestmanneyjum. Kona Ágústs er Hólmfríður Arnar bankastarfsmaður. Þau taka á móti gestum í Akoges- húsinu frá kl. 20.00 í kvöld. Steinunn Jóhannsdót tir, Frostafold 10, Reykjavík. Pétur Helgi Stefánsson, verk- smiðjustjóri í Graskögglaverk- smiðjunni Vallhólmi i Skagafiröi, Norðurbrún 11, Varmahlíð. Herdís Jóna Agnarsdóttir, Aðalstræti 118A, Patreksfirði. Magnús Már Magnússon, Laugavegi 137, Reykjavík. Jón Árelíus Ingólfsson, Kveldúlfsgötu28, Borgarnesí. Ámi Guðjónsson, Marbakka 5, Neskaupstað. bæði erulátin. Börn Jóhannesar og Jóhönnu er Magný, f. 6.9.1965, markaðsfræðing- ur í Reykjavík, gift Ólafi Helga Guð- geirssyni rekstrarhagfræðingi og er dóttir þeirra Sigrún Hrönn, f. 21.9. 1992; Guðrún, f. 3.6.1967, húsmóðir í Reykjavik, gift Jóni Ásgeirssyni efnafræðingi, við nám í efnaverk- fræði í Stuttgart, en dóttir þeirra er Ástríður, f. 18.7.1991; Auður, f. 28.5. 1975, menntaskólanemi. Systkini Jóhannesar em Jóhanna María, f. 28.8.1927, aðalbókari á Akureyri, gift Matthíasi Einarssyni lögregluvarðstjóra þar og eru synir þeirra Pálmi, f. 21.8.1951, Stefán Einar, f. 4.5.1958, og Gunnar Rúnar, f. 4.4.1961; Andrea, f; 10.12.1930, d. 26.10.1979, talsímakona á Akureyri, var gift Bjarna Jónssyni bifreiða- stjóra og er dóttir hennar Guðrún Siguróladóttir, f. 24.8.1955, en dóttir Andreu og Bjarna er Rósa, f. 22.11. 1966; Guðbjörg, f. 20.10.1933, hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík, gift Gunnari M. Guðmundssyni hæsta- réttardómara og em börn þeirra Hörður, f. 4.10.1960, Bragi, f. 1.1. 1964 og Anna Guðrún, f. 27.5.1965. Foreldrar Jóhannesar voru Pálmi Friðriksson, f. 19.10.1900, d. 16.2. 1970, sjómaöur á Akureyri, og Guð- rún Jóhannesdóttir, f. 21.9.1904, d. 23.3.1993, húsmóðir. Ætt Systir Pálma var Sigríður, amma Ólafs Friðriks Magnússonar, læknis og varaborgarfulltrúa í Reykjavík. Pálmi var sonur Friðriks Daníels Guðmundssonar, b. í Amamesi og á Kambhóli í Arnameshreppi, og Önnu Guðmundsdóttur, hrepp- stjóra á Hesjuvöllum, Ámasonar. Guðrún var dóttir Jóhannesar Jóhannes Pálmason. Bjarna Friðrikssonar, b. og trésmiðs í Litla-Laugardal í Tálknafirði en síöast á Patreksfiröi, og Guðbjargar Vagnsdóttur húsfreyju. Jóhannes og Jóhanna taka á móti gestum í Átthagasal Hótel Sögu kl. 17.00-19.00, í dag, þriðjudaginn 12.7. Guðrún Jónsdóttir Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, Suð- urgötu 8, Keflavík, er sjötug í dag. Starfsferill Guðrún fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hún lauk þar grannskóla- námi og starfaði á unglingsáranum við fiskvinnslu og almenn störf í foreldrahúsum.' Eftir að Guðrún gifti sig flutti hún út í Garð og átti þar heima á áranum 1944-57 er þau fluttu aftur til Kefla- víkur. Auk heimilisstarfanna vann Guðrún við eldhús Sjúkrahússins í Keflavík í mörg ár. Þá hefur hún verð matráðskona við Holtaskóla í tíuár. Guðrún starfaði með slysavarna- deild kvenna í Garðinum og töluveit með Systrafélagi Keflavíkurkirkju og með Kvenfélagi Keflavíkur. Fjölskylda Guðrún giftist 30.5.1942 Eggert Jónssyni, f. 29.5.1921, pípulagning- armeistara. Hann er sonur Jóns Þorkelssonar, vélstjóra að Kothús- um í Garði, og Guðrúnar Eggerts- dóttur húsfreyju. Böm Guðrúnar og Eggerts eru Þorsteinn Eggertsson, f. 25.2.1942, blaðamaður og textahöfundur, en sambýliskona hans er Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir framhaldsskóla- kennari og á Þorsteinn tvær dætur og þrjú stjúpbörn; Guðfinna Jóna Eggertsdóttir, f. 21.9.1944, skrif- stofumaður og húsmóðir í Reykja- vík, gift Sigvalda Hrafni Jósafats- syni og eiga þau tvö börn; Jón Þor- kels Eggertsson, f. 29.9.1945, neta- gerðarmeistari í Keflavík, kvæntur Hólmfríði Guðmundsdóttur og eiga þau þrjá syni; Guðrún Eggertsdótt- ir, f. 27.4.1961, viðskiptafræðingur ogdeildarstjóri. Systkini Guðrúnar: Sesselja Jóns- dóttir, f. 15.3.1918, húsmóðir í Kópa- vogi; Benedikt Jónsson, f. 17.9.1919, forstjóri í Keflavík; Anna Jónsdótt- ir, f. 1.2.1927, húsmóðir í Keflavík; Elínrós Jónsdóttir, f. 23.3.1928, hús- móöir í Keflavík; Eyjólfur Þór Jóns- son, f. 15.5.1933, kennari í Kaup- mannahöfn; Hólmfríður Jónsdóttir, f. 25.7.1937, húsmóðir í Keflavík; Kristján Anton Jónsson, f. 6.7.1939, kennariíKeflavík. Foreldrar Guðrúnar voru Jón Eyj- ólfsson, f. 16.4.1894, d. 1.2.1969, út- gerðarmaður í Keflavík, og Guð- finna Sesselja Benediktsdóttir frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd, f. 14.5. 1897, d. 28.7.1982, húsfreyja. Ætt Jón var sonur Eyjólfs í Vestra- Garðshomshúsi, Þórarinssonar, b. á Hjáleigusöndum og á Leirum und- ir Eyjafiöllum, Jónssonar, b. á Ey í Landeyjum, Jónssonar, b. á Ey, Jónssonar, i Garðsauka í Hvol- hreppi, Atlasonar. Móðir Eyjóifs var Guðrún Þórðardóttir, b. á Hjáleigu- söndum, Sveinssonar, b. á Sólheim- um í Mýrdal, Eyjólfssonar. Guðrún Jónsdóttir. Móðir Jóns var Guðrún Egilsdótt- ir, b. í Bakkakoti á Álftanesi, Símon- arsonar og Halldóra Hannesdóttur, systur Hafliða, hreppstjóra í Gufu- nesi. Guðfinna Sesselja var dóttir Bene- dikts, b. á Breiöabólstað á Sval- barðsströnd, Jónssonar, b. í Gríms- húsum, Jónssonar. Móðir Benedikts var Guðfinna Jónsdóttir, b. á Hofs- stöðum, Jónssonar, b. á Hofsstöð- um, Ingjaldssonar. Móðir Guðfinnu var Sigurlaug Guðlaugsdóttir, b. í Álftagerði, Kolbeinssonar. Móðir Guðfinnu Sesselju var Sess- ilía Jónatansdóttir, b. á Þórisstöð- um, Jónssonar og Sesselíu Eiríks- dóttur. Guðrún og Eggert era í útlöndum umþessarmundir. Sviðsljós linda Hamilton: Leitar á ný mið Leikkonan Linda Hamilton, sem lék m.a. í Terminator- myndunum, hefur ákveðið að breyta um ímynd og sækist nú eftir hinu kvenlega. í undanfomum kvikmyndum hefur Linda leikiö hina harð- gerðu konu en nú er hún hrædd við aö festast í því hlutverki. „Ég er orðin þreytt á því að vera tekin alvarlega. Ég vil líta út fyrir að vera smáreikandi svona eins og Meg Ryan,“ sagöi Linda. Nýlega lét hún lita hárið ljóst og segir að það veki meiri at- hygli en einnig er hún hætt aö rækta líkamann til þess að reyna að losna við vöðva. „Ég hef gert líkama minn mun kvenlegri og hef hent öllu Terminator-rusli út um gluggann." Linda er staðráðin í að fylgja þessu eftir og undanfarið hefur hún neitað mörgum hlutverk- um sökum þess hversu ókven- leg þau eru. „Þeir í Hollywood vilja bara aö ég geri sama hlutinn aftur og aftur en nú er ég hætt öllu slíku,“ sagði Linda. Linda Hamilton lét lita hárið Ijóst því hún segir að karlmenn veiti því meiri athygli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.