Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994 3 Fréttir Fr amkvæmdastj órar stj ómmálaílokkanna að vígbúast: Allir í viðbragðsstöðu vegna haustkosninga - minnst sex vikur frá þingrofi til kosninga - Sumir telja sig þurfa lengri tíma Verði haustkosningar er liklegt að Alþingi komi ekki saman fyrr en búið er að kjósa. Framkvæmdastjórar stjómmála- flokkanna eru allir komnir í viö- bragðsstöðu vegna mögulegra haust- kosninga til Alþingis og allir sögðust vera tilbúnir ef til þess kæmi. Undir- búningur væri jafnvel farinn af stað. Flestir sem DV ræddi við töldu verulegar líkur á haustkosningum. Mörg teikn væru á lofti sem bentu til þess. Jóhanna Sigurðardóttir hefði gefið í skyn að hún færi í sér- framboð og væri á leiðinni í hðs- könnun um landið á næstunni. Ef Jóhanna færi fram sér myndi Al- þýðuflokkurinn vilja kosningar sem fyrst til þess að gefa henni ekki of mikinn tíma til undirbúnings. Mikl- ar og erfiðar ákvarðanir yrði að taka í ríkisfjármálunum á næstunni og kjarasamningar yrðu lausir. Jákvæð teikn væru nú í efnahagslífinu, eins og Davíð Oddsson forsætisráðherra hefði rækilega bent á undanfarið, sem ekki væri hægt að treysta á að yrði næsta vor þegar búið væri að ganga frá fjárlögum og samningum. Einnig yrði þinghaldið næsta vetur stjómarflokkunum erfitt, sérstak- lega vegna átakanna í Alþýðuflokkn- um. Ýmsir viðmælendur DV telja mjög líklegt að ákvörðun verði tekin um að ijúfa þing um miðjan ágúst, þegar beinagrindin af fjárlögunum er tilbúin, og boða til kosninga. Erum í startholunum „Við gerum alveg eins ráð fyrir haustkosningum og því erum við í startholunum. Við högum okkar undirbúningi þannig að kosningar gætu skoUið á hvenær sem er,“ segir Einar Karl Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. Einar segist gera ráð fyrir að sá sex vikna fyrirvari fyrir kosningar sem kosningalöggjöfin segi til um dugi. Hann segist eiga von á að prófkjör veröi sem víðast í Alþýðubandalag- inu. „Æskilegast væri að fá að minnsta kosti tvo mánuði svo hægt sé að und- irbúa sig sem best í hverju kjördæmi fyrir sig. Hins vegar heyrir maður á mönnum um allt land að það eru all- ir tilbúnir í slaginn. Við erum í við- bragðsstöðu," segir Anna Kristins- dóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Flokksþing Framsóknarflokksins er á dagskrá í nóvember, þar á meðal að velja vara- formann. Stefnt er að þvi að flýta því ef svo færi að kosningar yrðu í haust. Anna segist reikna með prófkjörum sem viðast enda sé það eðlilegasti framgangurinn. Ákvarðanir um prófkjör séu teknar á kjördæmaþing- um í hverju kjördæmi fyrir sig sem haldin eru í september eða október. Anna sagði aö menn væru viðbúnir því að flýta kjördæmaþingunum. Tilbúnar hvenær sem er „Viö erum tifbúnar í kosningar hvenær sem er. Við viöhöfum ekki prófkjör heldur notumst við skoð- anakannanir þannig að hugsanfegir frambjóðendur okkar þurfa minni undirbúningstíma en gengur og ger- ist hjá öðrurn," segir Drífa Hrönn Kristjánsdóttir, starfskona Kvenna- hstans. Samkvæmt heimildum DV eru Kvennalistakonur ekki of áfjáðar í haustkosningar, meðal annars vegna þess að landsfundur á að vera í nóvember. Honum þyrfti því að flýta. Sigurður Tómas Björgvinsson, framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins, sagði í samtali við DV að ef til haust- kosninga tif Alþingis kæmi teldi flokkurinn sig ekki þurfa meira en þær lögboðnu sex vikur sem þyrfti til að boða kosningar. Hann sagðist ekki búast við að af haustkosningum yrði en ef svo færi yrði mætti rekja það til erfiðleika í fjárlagagerðinni á næstunni. „Við erum tilbúnir hvenær sem er,“ segir Ágúst Ragnarsson á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins. Hann sér ekki fyrir sér neinn ákveðinn lág- markstíma varðandi kosningaundir- búninginn. Þó þurfi augljóslega nokkrar vikur í undirbúning próf- kjörs. NOTAÐIR BILAR Urval notaðra bíla Greiðslukjör til allt að 36 mánaða án utborgunar. Daihatsu Appiause LTD 1600 '91, ss., 4 d„ grænn, ek. 30.000. Verð 970.000. Nissan Sunny SLX '92, 5 g„ 3 d„ rauður, ek. 32.000. Verð 930.000. MMC Lancer GLXi 1500 ’91, 5 g„ 5 d„ brúnn, ek. 42.000. Verð 980.000. Dodge Aries STW '88, ss„ 5 d„ blár, ek. 140.000. Verð 420.000. Hyundai Excel ’88, ss„ 4 d„ rauð- ur, ek. 85.000. Verð 390.000. Opið virka daga kl. 9-6, laugardaga 10-14. NOTADIR BIIAR 814060/681200 smxJuiANusnKAin' 12. LADA Subaru station 1800 '88, 5 g„ 5 d„ hvítur, ek. 85.000. Verð 680.000. Mazda 323 1500 ’87, 5 g„ 4 d„ grænn, ek. 122.000. Verð 320.000. Lada station 1500 '92, 4 g„ 5 d„ blár, ek. 4000. Verð 450.000. Mazda 626 GLX 2000 ’88, ss„ 4 d„ grár, ek. 127.000. Verð 590.000. Sóllúga,' álfelgur, vökvast. Ford F-150 5000 EFi ’89, 5 g„ 2 d„ svartur, ek. 105.000. Verð 980.000. Lada Sport 1600 ’94, 5 g„ 3 d„ hvitur, ek. 7000. Verð 800.000. Suzuki Swift GL '91, 5 g„ 3 d„ rauður, ek. 37.000. Verð 590.000. Hyundai Sonata 2000 ’93, ss„ 4 d„ brúnn, ek. 53.000. Verð 1.350.000. Vökvast. rafdr. rúður, samlæsingar. Nissan Sunny 1400 '92, 5 g„ 4 d„ grænn, ek. 58.000. Verð 790.000. Honda Accord 2000 '91, ss„ 4 d„ rauður, ek. 53.000. Verð 1.380.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.