Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994 Fréttir DV 36 ára karlmaður gekk í skrokk á konu fyrir ofan Rauðavatn um helgina: Liggur beinbrotin á sjúkrahúsi eftir nauðgun - árásarmaðurinn var gestkomandi hjá konunni og vini sem er sambýlismaður hennar Kona á fertugsaldri liggur á sjukrahúsi með brákaöa höfuökúpu og brákaðan fót auk annarra meiösla eftir aö 36 ára karlmaður gekk í skrokk á henni og nauðgaði skammt frá Rauðavatni aðfaranótt sunnu- dags. Maöurinn, sem er vel þekktur hjá lögreglunni og hefur m.a. verið dæmdur fyrir auðgunarbrot, hefur verið úrskurðaöur í 15 daga gæslu- varðhald vegna málsins. Þegar síðast fréttist hafði hann ekki viðurkennt þaö sem hann er kærður fyrir. Á laugardagskvöldið kom um- ræddur maður á heimili vinafólks síns sem er í sambúð í Reykjavík. Vín var haft um hönd. Þegar líða tók á kvöldið lagði húsráðandi sig en hinn gestkomandi vinur hans fór þá ásamt sambýliskonunni í bOtúr. Konunni segist svo frá að maöurinn hafi ekið með sig að nágrenni Rauða- vatns. Þar hafi hann ráðist harkalega að henni, rifið utan af henni fotin og nauðgað. RLR hefur ekki viljað greina nánar frá atburðarás enda hefur ekki náðst aö yfirheyra kon- una nákvæmlega vegna ástands hennar. Eftir verknaöinn tókst konunni að komast af eigin rammleik að íbúðar- húsum sem standa efst í Árbæjar- hverfi og biðja þar um hjálp. Lög- reglu barst tilkynning um konuna um klukkan hálftvö um nóttina. Hún var flutt á neyðarmóttöku Borgar- spítalans þar sem hún fékk aðhlynn- ingu og gekkst undir skoðun. Eftir það var hún lögð inn á sjúkrahús. Lögreglan fann manninn og handtók hann síðar um nóttina. RLR fór fram á að árásarmaðurinn yrði úrskurðaður í 45 daga gæslu- varðhald. Héraðsdómari í Reykjavík taldi hins vegar 15 daga hæfilega iangan tíma og felldi úrskurð þess efnis á sunnudagskvöld. Eins og fyrr segir hggur ekki ná- kvæmlega fyrir hver atburðarás var - karlmaðurinn neitar því sem á hann er borið en konan er illa haldin eftir atburði næturinnar. Samkvæmt upplýsingum DV bendir allt til þess að framburöur konunnar eigi fylli- lega við rök að styðjast. Fimm buðu í Hafralónsá Fimm tilboð bárust í veiðirétt í Hafralónsá í Þistilfirði en tilboðin voru opnuð um síðustu helgi. Tvö tilboðanna eru erlendis frá en þijú frá innlendum aðilum. Hæsta tilboðið er frá Jóhannesi Guðmundssyni í Reykjavík en hin innlendu tilboðin eru frá Árna Bald- urssyni og Veiðifélaginu Flugunni á Akureyri. Erlendu tilboðin eru frá Frakklandi og frá svissneskum aðil- um sem hafa leigt Hölkná undanfar- in ár. Að sögn Marinós Jóhannssonar, bónda í Tunguseli, eru tilboðin tals- vert mismunandi og fleiri hlutir koma til skoðunar en einungis upp- hæö þeirra, s.s. ræktunarmál, bygg- ing veiðihúss og fleira í þeim dúr. 35 milljóna tap Tap varð á fiskvinnslu og útgerð Odda hf. á Patreksfirði upp á 35 millj- ónir króna á síðasta ári. Þetta kom fram á aöalfundi fyrirtækisins ný- lega. Bókfært eigið fé Odda var 116 milljónir í árslok 1993 og heildartekj- ur á síðasta ári námu 376 milljónum. Af 35 milljóna tapi nam tap á út- gerðinni 26 milljónum og tap vegna eignarhalds nam 14 milljónum. Að sögn Sigurðar Viggóssonar framkvæmdastjóra var stjórnarkjöri í Odda hf. frestaö til framhaldsaðal- fundar sem haldinn veröur fljótlega að tillögu stærsta hluthafans, Þróun- arsjóðs sjávarútvegsins. Kæruleysi með eld hjá starfsmönnum hjá Golfklúbbi Ness leiddi til þess að eldur barst að skur þar sem bensín-, dísil- og smuroltubirgðir eru geymdar. Þegar slökkvilið kom á staðinn logaði eldur innandyra. Eldinn tókst að slökkva með froðu en tunnur innan dyra bráðnuðu. Mildi er talin að ekki fór verr. DV-mynd S Nær 270 mlUjónir í íþróttahús, sundlaug, heilsugæslustöð og Yistheimili aldraðra á Þingeyri: Stórframkvæmdir þrátt fyrir mjög erf iða fjárhagsstöðu - Óánægja vegna bréfs sjálfstæðismanna um íjármál sveitarfélagsins „Okkur fannst vægast sagt of langt gengið þegar við fengum þetta bréf. Við vissum auðvitað að sveitarfélag- iö er orðið skuldsett eftir fram- kvæmdir undanfarinna ára,“ segir Magnús Sigurðsson hreppsnefndar- maður á Þingeyri. Magnús gagnrýnir bréf sem sjálf- stæðismenn og stuðningsmenn þeirra sendu öðrum fulltrúum í hreppsnefnd Þingeyrarhrepps. í bréfinu, sem er ódagsett og óund- irritað, er skorað á hreppsnefndar- menn að setja ekki persónur ofar málefnum. Tíunduð er erfið staða sveitarfélagsins þar sem ekki séu til peningar fyrir launum eða kostnaði við þær framkvæmdir sem í gangi eru á vegum Þingeyrarhrepps. Þá er boðað í bréfinu aö ef ekki náist sam- staöa með hreppsnefndarmönnum um útvegun flármagns verði að senda unglinga heim úr sumarvinnu og hætta framkvæmdum við íþrótta- hús og sundlaug og rifta samningum við verktaka. „Þetta er bara skýrsla til hrepps- nefndar. Það tók mánuð að koma saman hreppsnefnd og þessi mál þoldu ekki bið. Það var vitað mál að viö þyrftum að fá lán til aö leysa fjár- hagsvandann," segir Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri. Samkvæmt heimildum DV er hann höfundur bréfsins. Stórframkvæmdir eru í gangi á Þingeyri þar sem verið er að byggja íþróttahús og sundlaug auk þess sem yfir standa framkvæmdir við heilsu- gæslustöð og vistheimih aldraðra. Að sögn Jónasar er verið að fram- kvæma fyrir 260 til 270 milljónir. „ Auðvitað eru fjárhagsörðugleik- ar, það gefur auga leið þegar um er að ræöa framkvæmdir af þessari stærðargráðu. Þetta er þó allt á réttri leið. Þetta lagast fljótlega, viö eigum von á framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga," sagði Jónas. Samkvæmt heimildum DV eru Þingeyringar að bíða eftir láni frá Norræna fjárfestingabankanum og er því ætlað að leysa þann fjárhags- vanda sem sveitarfélagið er í. „Peningamir vaxa ekki á tijánum, menn hljóta aö átta sig á því að þeg- ar staðið er í framkvæmdum þá kost- ar slíkt peninga. Heildarskuldir sveitarfélagsins eru um 100 milljónir sem er alls ekki óviðráðanlegt," sagði Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þing- eyri Stuttar fréttir Engar eða lágar bætur Nokkur hundruð öryrkjar eða ellilífeyrisþegar fengu engar eða lágar bætur frá Tryggingastofn- un um siðustu mánaðamót vegna mannlegra og tæknilegra mis- taka. RUV greindi frá þessu. Ennhækkarálið Álverð heldur áfram að hækka og nálgast þau mörk sem Atlants- hafshópurinn svokallaði setti fyr- ir nýju álveri á Keilisnesi, eða um 1700 dollarar tonnið. Samkvæmt RÚV gæti álið náð þessu verði innan nokkurra vikna. Ltigbann í Þýskalandi Lögbann hefur verið sett í Þýskalandi á mynd Magnúsar Guömundssonar og dönsku sjón- varpsstöðvarinnar TV-2, í skjóli regnbogans. Þetta kom fram á RUV. Ofnartil Kamtsjatka Miklar framkvæmdir eiga sér stað í Kamtsjatka á vegum is- lenskra aðila. Stöð 2 greindi m.a. frá því að Ofhasnúðja Suðumesja væri að senda þangaö ofna. Kristján Jóhannsson óperu- söngvari telur neikvæða gagn- rýni Financial Times á söng hans í Aidu i Covent Garden léttvæga og segir að blaðið ætti að halda sig við umfjöllun um viðskipti. Rikissjónvarpið ræddi viö hann. Félagsdómur hefur úrskurðað verkfall Félags íslenskra at- vinnuflugmanna, sem boðað var hjá Leiguflugi ísleifs Ottesen hf., ólögmætt. Dómurinn telur verk- fallsboöunina ekki hafa verið samkvæmt lögum um stéttarfé- lög og vinnudeilur. Maturískemmtiskip Miklir möguleikar eru fyrir ís- lenska matvælaframleiðendur aö selja mat í skemmtiferðaskipin sem eiga viðdvöl hér á landi. Samkvæmt Ríkissjónvarpinu gæti árangur undirbúnings fariö aö skila sér eför 1 til 2 ár. Debetkortavandræði íslenskur feröamaður lenti í vandræðum með Maestro-debet- kort sitt í Hollandi þar sem þar- lendir bankar neituðu að taka við því. Samkvæmt MbL taldi viö- skiptabanki mannsins hér heima kortið gjaldgengt í Hollandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.