Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Blaðsíða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994
Sviðsljós
Jóhannes Kristjánsson eftirherma, frá Brekku á Ingjaldssandi, skemmtir gömlum sveitungum sínum á sumar-
hátíð í Aratungu. DV-mynd Reynir T raustason
Vestfirðingar á sumarhátíð:
Þúsund manns
mættu í Aratungu
Flateyringar, Súgfirðingar og
Dýrflrðingar komu saman til ár-
legrar sumarhátíðar í Aratungu
um síöustu helgi. Tæplega 1000
manns mættu til hátiðarinnar sem
stóð frá föstudegi til sunnudags.
Blíðskaparveður var allan tímann
og skemmti fólk sér hið besta.
Það voru átthagafélög framan-
greindra staða sem stóðu að sam-
komunni og þess má geta að mann-
fjöldinn á hátíðinni samsvarar því
sem næst þeim fjölda sem á stöðun-
um er búsettur.
Fjölmargt var til skemmtunar,
dansleikir voru haldnir, kvöld-
vaka, þar sem Emil R. Hjartarson,
fyrrverandi skólastjóri, kynnti atr-
iði auk þess að skemmta sjálfur.
íþróttir voru meginuppistaðan í
hátíðinni og voru alls kyns kapp-
leikir háðir milh byggðarlaganna.
Veittur var bikar fyrir bestu
frammistöðuna og Höfðu Flateyr-
ingar sigur eftir harða baráttu.
Að sögn Bjöms Inga Bjarnason-
ar, helsta frumkvöðuls hátíðarinn-
ar, vora mótshaldarar mjög
ánægðir með hátíðina. Bjöm sagði
megintilganginn vera þann að ná
upp þeirri stemningu sem var á
héraðsmótunum á Núpi sem þessir
sömu staðir stóðu að.
Michael Jackson:
Hatturinn og sáraum-
Tom Cruise:
Breyttur maður
Um þessar mundir er Tom Cruise
að leika í nýrri kvikmynd um hinn
illræmda greifa Drakúla.
Vegna hlutverksins hefur Tom þurft
að láta hár sitt vaxa svo og skegg
þannig að leikarinn ungi lítur öðra-
vísi út en aðdáendur hans hafa van-
ist í gegnum árin.
Nicole Kidman, unnusta Tom, hef-
ur ekkert nema gott að segja um hið
nýja útlit og finnst aö hann eigi að
halda því eftir að myndatökum lýk-
ur.
„Hann lítur mjög vel út og þaö er
engin þörf til að breyta neinu sama
hvað aödáendur hans segja,“ sagði
Nicole.
Margir segja það einnig hollt fyrir
Tom að fara svara kalii timans enda
hafi mikið vatn rannið til sjávar síð-
an Top Gun var og hét.
Tom Cruise hefur lítið verið inn í
umræðunni um sinn eigin stíl enda
virðist Nicole Kidman vera ráðandi
afl á þeim slóðum.
búðimar gerðu útslagið Snemma beyg-
ist krókurinn
Raddir hafa heyrst um að Michael
Jackson sé á höttunum eftir dóttur
Elvis Presley, Lisu Mariu Presley.
Síðastliðinn mánuð hafa þau sést
víðs vegar um Bandaríkin og telja
margir að eitthvað sé að gerjast
þeirra í milli.
Fyrir nokkra sáust þau á Disney-
og Universal-safninu ásamt tveimur
börnum Lisu af fyrra hjónabandi.
Michael gerði tfiraun til að dulbú-
ast, lét á sig sítt mjótt skegg en hins
vegar tókst honum ekki að blekkja
marga. „Þau voru eins og hverjir
aðrir ferðamenn fyrir utan hið mis-
heppnaða skegg sem Jackson var
með. í fyrstu hélt ég að þetta væri
gamall kínveiji en síðan þekkti ég
hattinn og sáraumbúðirnar á nefinu
og þá var ég ekki lengur í neinum
vafa,“ sagði sjónarvottur.
Dóttir Nataliu Wood, Natasha Greg-
son Wagner, er komin á beinu braut-
ina í kvikmyndaleik.
Natasha, sem þykir ótrúlega lík
móður sinni, hefur undanfariö verið
að þreifa fyrir sér sem leikkona og
fékk 'um daginn hlutverk í kvik-
myndinni Dead Beat.
Alveg frá unglingsárum hennar
hefur henni verið líkt við Nataliu,
bæði hvað varðar fas og útlit.
„Eitt sinn var ég ásamt nokkram
skólasystkinum mínum að horfa á
kvikmynd sem móðir mín lék í.
Skyndfiega byrjuðu allir að stara á
mig því ég leit nákvæmlega út eins
og hún, þetta var mjög skrýtið," sagði
Jim Carrey:
Nær dauða en lífi
Það er margf gott hægt að segja um Michael Jackson en ekki að hann sé
góður í þvi að dulbúast.
Nýstimið í Hollywood, Jim Carrey,
lenti um daginn í lífsreynslu sem
hann á seint eftir að gleyma.
Hinn ungi leikari var í miðri töku
þegar hann hneig niður og byijaði
að kasta upp. Ekið var með hann í
flýti á næsta spítala þar sem hann
undirgekkst uppskurð og gallblaðr-
an var fjarlægð.
„Verkirnir vora ólýsanlegir. Það
er fyrst núna sem ég get skilið her-
mennina sem biðja um að láta skjóta
sig frekar en að þurfa að þola áfram-
haldandi þjáningar," sagði Jim.
Natasha.
Natasha segist ekki vita af hveiju
hún hafi hug á að gerast leikkona en
telur líklegt að það sé eitthvað í eðli
hennar sem stjómi því.
Jim Carrey var heppinn því ekki
skildu nema nokkrar minútur milli
lífs og dauða.