Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994
17
nna, lék vel gegn KR-ingum í gærkvöldi og hér sjáum við hann gefa sínum mönnum tilskipanir. DV-myndir GS
idautt jaf ntef li
kenndist af geysilegri baráttu þar sem
boltinn gekk mótherja á milli en lítiö
var um marktækifæri. Síöari hálíleik-
urinn var mun fjörugri en sá fyrri en
það var eins og bæði hö hugsuðu fyrst
og fremst um það eitt að fá ekki á sig
mark. Nokkur færi voru á báða bóga
en góðir markverðir liðanna sáu svo
um að leikurinn varö markalaus.
KR-ingar gerðu nokkrar breytingar á
liði sínu eftir skellinn gegn Þórsurum.
Framherjamir Tryggvi og Tómas Ingi
voru teknir út úr liðinu og í þeirra stað
léku í fremstu víglínu Heimir Porca og
Sigurður R. Eyjólfsson. Rúnar Kristins-
son lék á hægri kantinum og í vörninni
léku Sigurður B. Jónsson og Óskar
Hrafn Þorvaldsson. Ekki skilaði þessi
uppstilling þremur stigum í safn KR-
inga sem enn fjarlægjast efstu liðin og
eru nú komnir í fjórða sæti Trópí-deild-
arinnar. KR-ingar hafa valdið fjölmörg-
um stuðningsmönnum sínum miklum
vonbrigðum í sumar og taki leikmenn
liðsins sig ekki verulega á í komandi
leikjum fer titillinn endanlega að hverfa
úr augsýn enn eitt árið. Kristján Finn-
bogason stóð fyrir sínu í markinu og
var besti maður liðsins.
Valsmenn komu með allt öðru hugar-
fari til þessa leiks en í leiknum gegn
Blikunumi á dögunum enda að duga eða
drepast fyrir þá. Lárus Sigurðsson átti
mjög góðan leik í markinu og sýndi loks
sitt rétta andlit. „Ég er búinn að vera
óánægður með mína frammistöðu í
sumar og ég held að flestir í liðmu geti
tekiö undir það að þeir hafl verið
óánægðir með sína frammistöðu. Núna
liggur leiðin upp á viö hjá okkur öll-
um,“ sagði Lárus eftir leikinn. Guðni
Bergsson og Kristján Halldórsson mjög
traustir í vörmnrn og Ágúst Gylfason
átti ágæta spretti.
Engin viðtöl hjá KR
Guðjón Þórðarson, þjálfari KR-mga, var
ekki hress eftir leikinn og meinaði hann
blaðamönnum að eiga viötöl við leik-
menn sína eftir leikinn. Guðjón sagði
að blaðamenn gætu bara skrifað um
hvað hafi gerst í leiknum og ekki þyrfti
nánari útskýringa við hjá honum eða
leikmönnunum.
Kef lavík í 3. sætið
Ægir Már Kársaon, DV, Suöumesjum:
tfyrirHM’95:
yggingu
birgða
nota íþróttahúss en þeim varð ekki
að ósk sinni. Á fundi ráðsins í gær
var komist að þeirri niðurstöðu að
bygging hússins væri óframkvæm-
anleg á þeim tíma sem framundan
er þar til HM hefst í byrjun maí á
næsta ári.
Hvort hús til bráðabirgða verður
reist yfir gervigrasið ætti að koma í
ljós í þessari viku.
„Mér fannst við spila vel. Við sköp-
uðum okkur færi og áttum skilið að
vinna leikinn. Ég er mjög ánægður
með hvernig liðið hefur spilað þessa
tvo síðustu leiki. Strákarnir gefa sig
alla í leikina og það skiptir miklu
máli,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari
ÍBK, eftir sigur sinna manna á Þór.
Pétur hefur haft góð áhrif á leik-
menn ÍBK sem eru farnir að spila
og nýta þá hæflleika sem þeir hafa
og liðið er komið upp í þriða sæti
deildarinnar.
Völlurinn í Keflavik var erflður
fyrir leikmenn sem áttu erfltt með
aö fóta sig á hálum vellinum. Leikur-
mn bauö því upp á mikla hörku og
mikið var um rennitækhngar. Kefl-
víkingar fengu nokkur góð færi í
fyrri hálfleik en Ólafur Pétursson sá
við sínum gömlu félögum í markinu.
Besta færi Þórs átti Vitorivic en skot
hans lenti í markslánni.
Síðari hálfleikur var íjörugur. Egill
Már dæmdi tvær vítaspymur, eina á
hvort lið, og eftir að hafa séð leikinn
í sjónvarpi var ekki að sjá annað en
að dómar Egils hafi verið réttir. Þórs-
arar urðu fyrir áfalli þegar Ólafur
Pétursson, markvörður þeirra, var
rekinn af leikvelli en hann sparkaði
knettinum í höfuð dómarans eftir að
Keflvíkingar höfðu jafnað metin úr
vítaspymu og síðar í leiknum fór
Jóhann B. Magnússon sömu leiö.
50. mark Óla Þórs
Það var varamaðurinn Sverrir Þór
Sverrisson sem lagði upp sigurmark-
ið á glæsilegan háttt fyrir Óla Þór
sem skoraði sitt 50. mark í 1. deild.
„Dómarinn eyðilagði leikinn. Þú
hlýtur að hafa séð það en annars hef
ég ekki meira að segja,“ sagði Sigurð-
ur Lárusson, þjálfari Þórsara, eftir
leikinn en hann var mjög ósáttur við
dómgæsluna í leiknum.
íþróttir
Kristinn
tilÞórs
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn:
„Ég er mjög ánægður með að fá
þennan sterka leikmann til liðs við
okkur og þetta er rosalegur liðs-
auki,“ sagði Hrannar Hólm, þjálf-
ari úrvalsdeildariiðs Þórs í körfu-
knattleik, en Keflvíkingurinn
Kristinn Friðriksson er genginn til
iiðs við Akureyrarfélagið.
Kristinn verður Þórsurum mikill
styrkur enda á ferö einn besti
körfuknattleiksmaður landsins.
Sandy Anderson leikur á ný með
Þór á næsta tímabili. Keflvíkingar
hafa misst tvo mjög sterka leik-
menn frá síðasta tímabili en Guð-
jón Skúlason fór sem kunnugt er
til Grindvíkinga.
Kristinn Friðriksson er genginn
til liðs við Þór á Akureyri.
Stuttar fréttir frá HM
Grasið verður selt
Eftir leik ítala og Búlgara annað
kvöld í undanúrslitunum verður
grasið á Giants Stadium vellinum
bútað niður og selt til áhorfenda
er kaupa vilja.
Hæð yfir sjávarmáli
Alþjóða knattspymusambandið,
FIFA, kannar nú möguleika á því
að setja reglur varðandi takmark-
anir á hæð yfir sjávarmáli þar sem
leikir í heimsmeistarakeppni fara
fram.
Tassotti fékk 8 leiki
ítalski leikmaðurinn Mauro Tas-
sotti, sem nefbraut andstæðing
sinn í leiknum gegn Spáni á dögun-
um, var í gærkvöldi úrskurðaður í
átta leikja bann af aganefnd Al-
þjóða knattspyrnusambandsins.
Tassotti, sem braut á Spánverjan-
um og verðskuldaði rautt spjald og
vítaspymudóm, var að auki dæmd-
ur í 15 þúsund dollara sekt.
Illgner svarti sauðurinn
Berti Vogts, þjálfari Þjóðverja,
sagðist í gær hafa sett allt sitt traust
á markvörðinn Bodo Illgner á HM
en hann hefði bragðist. „Ég treysti
honum vegna mikillar reynslu en
ég varð mjög vonsvikinn," sagði
Vogts í gær.
Ekki benda á mig
Þessi yflrlýsing Vogts kemur nokk-
uð á óvart og óvenjulegt verður það
að teljast að þjálfari skelli skuld svo
harkalega á einn leikmann þegar
illa gengur. Vogts sagðist í gær vilja
halda áfram með þýska landsliðið
og viðurkenndi engin mistök sjálf-
ur fyrir utan það að hafa valið
Illgner í markið í stað Andreas
Köpke.
Illgner segist hættur
Bodo Illgner sagðist vera hættur í
landsliðinu strax eftir leikinn gegn
Búlgörum. Kannski sjálfhætt þegar
þjálfarinn gagnrýndi hann einan
leikmanna sinna harðlega eftir
leikinn.
Engin einbeiting?
Lothar Mattháus gagnrýndi Illgner
harðlega eftir leikinn fyrir það að
ákveða svo snarlega að hætta með
landsliðinu. „Þegar leikmaður til-
kynnir hálftíma eftir leik að hann
sé hættur í landsliðinu var þá ein-
hvem tíma einhver einbeiting til
staðar hjá þessum leikmanni?"
spurði Mattháus.
HM-SPAINISIMA ÍMIS®
Sláðu inn efnisflokk 1212
VERD KR. 39,90 MÍNÚTAN
Fyrirtækja- og hópakeppni
knattspyrnudeildar FH
verður haldin laugardaginn 16. júlí á hinu glæsilega
grassvæði félagsins í Kaplakrika.
Leiktími er 2x10 mínútur og er þátttökugjald kr.
10.000. Verðlaunapeningar verða veittir fyrir 3 fyrstu
sætin og sigurliðið fær bikar og kvöldverðarboð
á veitingahúsinu A. Hansen.
Skráning og nánari upplýsingar eru veittar
í síma 53834.