Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ1994 9 Utlönd Játvarði prinsi Játvaröi prinsi á Eng- landi hefur veriö boöið aö setiast í hásæt- ; iö í Eistlandi og gerast kóngur þarlendra. Það var flokkur eistneskra konungssinna sem bauð Játvarði starfið. Eistland varð sjálfstætt riki ár- ið 1991 og'þótt konungssinnar hafl um tíu prósent þingsæta eru ekki áform uppi um að breyta stjórnarfarinu og stofna konung- dæmi. Ekki eru miklar líkur á að Játvarður þiggi gott boð. Sjómannsfor- maðurvarar Norðurlönd við Nýkjörinn formaður danska sjómannasambandsins, Bent Rulle, hvetur þau Norðurlönd sem eru að sækja um aðild að Evrópusambandinu til að halda sér langt í burtu frá þvi. „Ef ég hugsa um velferð norrænna bræðraþjóða okkar þá hvet ég þær til að halda sig í mörg hundr- uð kílómetra fjarlægð frá ESB. En ef ég tek eingöngu tillit til hagsmuna danskra sjómanna þá vona ég aö Norðmenn gangi í ESB því þá verða aðstæður þeirra jafn slæmar og okkar.“ Á síðustu árum hefur kvóti Dana verið skorinn mikið niður. Þorskveiðar hafa t.d. minnkað um helming frá 1991. Áannaðhundr- aðSvíarlétust afvöldumlyfja í Svíþjóð voru í fyrra skráð 4.500 veikindatilfeUi sem grunur lék á að stöfuðu af lyfiatöku. í 90 prósentum tilfellanna er sam- bandið milli lyfiatöku og veikinda talið líklegt. 110 dauðsfóll eru einnig talin stafa af lyfjatöku. 68 af þessum 110 dauðsföllum voru vegna blæðinga sem höfðu orsak- ast af lyfium. 45 dauðsfallanna eru talin hafa orsakast af blóð- þynningarlyfinu Waren. Asetýlsalísýlsýra, sem er í venjulegum verkjatöflum eins og magnýl og treo, var nefhd í sam- bandi við 8 dauðsfoll. Talið er að rekja megi 3 dauðsfóU til verkja- lyísins paracetamols. . 1 Graham Greene njðsnaðifyrirþá breskuMlö Breski rithöt- undurinn Gra- ham Greene notfærði sér frægð sína og umgengni viö leiðtoga komnv únistaríkja til þess að njósna fyrir bresku leyniþjónustuna MI6 í áratugi, að sögn ævisöguritara hans, Michaels Sheldens. Shelden segir að væntanleg bók hans um Greene byggist á upp- lýsingum frá breskum embættis- mönnum sem þekki til efnisins, svo og upplýsingum úr heimi njósnanna. Þaö hefur alltaf verið á almanna vitorðí að Greene gekk til liðs við MI6 snemma í heimsstyijöldinni síðari og þjónaði í gagnpjósna- deildinni í Vestur-Aíríku til ársins 1944. Shelden segir að Greene hafi einníg tekiö að sér stöku verkefni langt fram eftir áttunda áratugn- um. Reuter, Ritzau Efasemdir um líkamsleifar í Niðarósdómkirkju: Ólaf ur helgi er ekki í kistunni Það eru ekki bein Ólafs helga Nor- egskonungs og verndardýrlings Norðmanna sem hvíla í dómkirkj- unni í Niðarósi, heldur bein einhvers annars að áliti sagnfræðingsins Grethe Authen Blom frá Þránd- heimi. Yfirlýsing hennar hefur vakið mikla athygli en hún heldur því fram að beinum annars manns hafi verið komið fyrir í kistunni einhvern tím- ann á fjórtándu öld. Meint bein Ólafs helga voru jarðsett í Niðarósdóm- kirkju árið 1031 og dómkirkjan byggð á árunum 1150-1300 yfir gröf hans. Ólafur lögleiddi kristni sem einu trú í Noregi og skipulagði kirkjuna en var hrakinn frá völdum af Knúti ríka Danakonungi árið 1028 og féll í Stiklastaðaorrustu er hann reyndi að endurheimta ríki sitt. Leifar Ólafs helga hafa verið taldar eitt helsta helgitákn kirkjunnar síðan. Eftir að Ólafur var lýstur helgur maður árið 1031 var Úkamsleifum hans dreift í kirkjur og kapellur um gjörvallt Noregsríki á næstu ár- hundruðum að sögn Grethe Authen. Fölsunin hafi hins vegar farið fram til að tryggja sess Niðarósbæjar sem eins af helgustu stöðum Norðmanna. Þessar sögusagnir um meinta föls- un hafa áður komið fram í dagsljós- ið. Á sextándu öld komu fram efa- semdir um aö líkamsleifamar sem geymdar væru í Niðarósdómkirkju væru af Ólafi helga Haraldssyni. Þá voru munkar í kirkjunni bornir þeim sökum að hafa komið fyrir líkams- leifum annars manns. NTB jrm — John Major, herra Kret- arvaldi til að sem Bretum væri ekki að skapi settist í stól forseta framkvæmdastjómar Evrópu- sambandsins. Major kom í veg fyrir að Deha- ene, forsætisráðherra Belgíu, fengi starfið og í viðtali við breska útvarpið BBC sagði hann að enn væri ekki einhugur innan ESB um eftirmann Jacques Delors. Helmut Kohl Þýskalandskansl- ari gaf félögum sínum innan ESB frest fram að helgi til aö koma sér saman um nýjan forseta. Fundað verður um málið 15. júlí. Reuter Kim Jong-il, elsti sonur og arftaki hins ástsæla leiðtoga Norður-Kóreu- manna, Kims lls-sungs. Símamynd Reuter Kim Jong-11, væntanlegur leiðtogi Norður-Kóreu: Hryðjuverkamað- ur og glaumgosi Lík Kims Ils-sungs, leiðtoga Norð- ur-Kóreu, lá á viðhafnarbörum í for- setahöllinni í miðborg höfuðstaðar- ins Pyongyang í morgun. Á sama tíma bárust af því fréttir að æðstu valdamenn landsins sætu á fundi til að tryggja að Kim Jong-il, elsti sonur hins látna leiðtoga, tæki við af föður sínum. Sjónvarpið í Suður-Kóreu sýndi í morgun myndir þar sem Kim Jong-il tók grátbólginn á móti gestum í for- setahöllinni þar sem lík föður hans liggur í kristalskistu. Meöal þeirra sem sáust við hlið sonarins voru varnarmálaráðherrann, forsætis- ráðherrann og aðrir háttsettir menn. En maðurinn sem senn tekur við valdataumunum í Norður-Kóreu sagði ekki eitt einasta orð við sendi- mennina sem vottuðu föður hans virðingu sína. Væntanlegur leiðtogi Norður- Kóreu, Kim Jong-il, er 52 ára gamall, þybbinn maður með gleraugu. í tutt- ugu ár ól faðir hans hann upp í því að taka við forustu landsins. Kim yngri þykir leyndardómsfullur mað- ur og Utt gefinn fyrir að vera í sviðs- ljósinu. Á síðari árum tók hann sí- fellt meiri þátt í daglegri stjórn lands- ins og frá árinu 1991 hafði hann her- inn á sinni könnu. Engu að síður hafa menn verið með vangaveltur um að andstaða væri við hann innan hersins og kommúnistaflokksins. Heimildarmenn innan erlendra leyniþjónusta kölluðu hann duttl- ungafullan, óstöðuglyndan glaum- gosa og sögðu hann bera ábyrgð á fjölda hryðjuverkaárása á suður- kóresk skotmörk á níunda áratugn- um. Honum var almennt kennt um að vera höfuðpaurinn á bak við sprengjutilræði í Rangoon í Burma árið 1983 sem varð suður-kóreskum ráðherrum að bana. Þá hefur Kim Jong-il verið sakaður um að bera ábyrgð á sprengingu sem varð í far- þegaflugvél árið 1987 og grandaði öll- um sem um borð voru, 115 manns. Reuter A£G AEG AEG AEG A8G AEG AEG AEG MG ÁEG AEG AEG Nýjar gerbir og litir - Hagstætt verb. Vampyr 730 kraftmikil 1300 wött dregur inn snúruna,4 föld sía 2 fylgihlutur,Litur: Ijósgró. verft kr. 13.678,- Stgr. kr. 12.994,- Vampyr 7100 1300 wött, stiilanlegur sogkraftur, dregur inn snúruna, 4 föld sía innbyggS fylgihluta- geymsla. Litur: Jökulgrá. Ver& kr.14.501,- Stgr. 13.776,- Vampyr 8200 1500 wött, stillanlegur sogkraftur, ó föld sía, dregur inn snúruna, nnbyggS fylgihlutageymsla. Litur: Hvít. Verft kr, 16.735,-,- Stgr. kr. 15.899,- B R Æ Vampyr 7200 1300 wött, stillanlegur sogkraftur, 4 föld sía,dregur inn snúruna, innbyggS fylgihlutageymsla. Litur: RauS. Ver& kr. 15.742,-,- Stgr. kr. 14.955,- DJQKMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820 Umbobsmenn um land allt A£G AEG A8G ASG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.