Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLl 1994 7 Fréttir Skiptar skoðanir um afleiðingar heitavatnsborunar við Ráðagerði á Seltjamamesi: Búið er að eyðileggja fjöruna og fjörukambinn - segir Katrín Pálsdóttir bæjarfulltrúi - Ekkert slys og allt sett í sama horf aftur, segir bæjarstjóri „Búiö er að bora fyrir heitu vatni og eyðileggja fjörukambinn og mjög fallega fjöru við Bygggarða norðan megin á leiðinni út í Gróttu. Þetta er ósmekklegt og illa unnið ferlíki á svæöi sem er á náttúruminjaskrá og eitt umhverfisslysið í viðbót hér á Seltjamarnesi. Við gagnrýnum að þetta skyldi hvorki hafa verið rætt í bæjarstjóm né umhverfisnefnd. Bæjarstjóri tók bara upp á þessu hjá sjáífum sér og byijaði á þessu án þess að tala við kóng eða prest," seg- ir Katrín Pálsdóttir, bæjarfulltrúi á Seltjamarnesi. Verið er að bora eftir heitu vatni á sjávarkambinum á leiðinni út í Gróttu rétt vestan við Bygggarða á Seltjarnamesi og stendur hitaveitu- stjóm að framkvæmdunum. Búið er að leggja veg að svæðinu og búa til stóran borpall úr möl. Verið er að forbora niður á 100 metra fyrir bor- inn Jötun sem verður settur upp í lok vikunnar. Borað verður eftir heitu vatni niður á 2.700 metra og á verkið að taka tíu til tólf vikur. „Þetta er mjög vel gert og veröur sett í sama horf aftur þegar borunum verður lokið eftir tólf til fjórtán vik- ur. Það hefur ekkert slys skeð þama. Hitaveitustjórn er sjálfstæð og hefur völd til að ganga frá þessu. Þetta var að sjálfsögðu lagt fyrir hana. Svæðið er ekki á náttúruminjaskrá, viö emm mjög passasamir með slíkt. Þessi bor er búinn að vera í geymslu hjá Jarð- borunum og það hentaði vel að geta notað hann þama. Það er vonandi að þetta skili því sem að er stefnt," Veriö er að forbora eftir heitu vatni á fjörukambinum á leiöinni út i Gróttu og er búið að gera veg og borpall á stóru svæði viö Ráðagerði. Á innfelldu myndinni er borinn sem notaður er við framkvæmdirnar. DV-myndir BG Hér bora Jarðboranir H/F 2700 metra djúpa holu lyrir Hitaveitu Seltjarnarness Verkið er áætlað 10-12 vikur Hitaveita Seltjarnarness Borað eftir heitu vatni Borpallur O Borhola 90 metrar Bákkatji Nesstofa, orn Gamli Múlaveg- urinn ruddur segir Sigurgeir Sigurösson bæjar- stjóri. Gert er ráð fyrir aö kostnaður við borunina nemi tugum milljóna króna en í vetur var prufuborað á mörgum stöðum á Seltjamarnesi, í gömlu kartöflugörðunum, við Suður- ströndina og á fleiri stöðum, og voru jarðfræðingar sammála um að prufuholan í Ráðagerði gæfi lang- bestu vísbendinguna um heitt vatn í jöröu. Flugleiðir á Indlandi: Gæti skapað störf fyrir 50 íslendinga - samið við indverskan auðjöfur Flugleiðir áforma í samstarfi við indverska auðjöfurinn Ravi Tikkoo að stofna flugfélag á Indlandi. Um er að ræða áætlunarflug milli 11 staða þar í landi. Félagið hefur hlotið nafn- ið Indotik Airways og er umsókn um flugrekstrarleyfi fyrirhggjandi hjá indverskum stjómvöldum. Að sögn Péturs J. Eiríkssonar hjá Flugleiðum leggur Ravi til fjármagn- ið og Flugleiðir mannskap og þekk- ingu. Starfsemin krefst 50 manns í vinnu til að byrja með og að sögn Péturs verður leitað til íslendinga í þau störf. Með tímanum veröa Ind- verjar síðan þjálfaðir í flest störfin. Um er að ræða flugvirkja, flugáhafn- ir og starfsfólk og stjórnendur í flug- afgreiöslum. Beðið er eftir flugrekstrarleyfinu og áformað að heíja starfsemi í okt- óber nk. Pétur sagði í samtali við DV að ekki væri búið að ákveða hvað auglýst yrði eftir mörgum starfs- mönnum vegna Indotik Airways en eitthvað yrði leitað til núverandi starfsmanna Flugleiða. Reiknað er með að þrjár Boeing þotur sinni áætlunarfluginu í Ind- landi. Auk þess að leggja til starfs- menn og þekkingu býðst Flugleiðum að kaupa 25% hlut í Indotik Airwa- ys. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem auðjöfurinn Ravi Tikkoo leitar til ís- lenskra fyrirtækja því Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna á í samstarfi við Tikkoo samsteypuna um undirbún- ing túnfiskveiða og -vinnslu við Ind- landshaf. Það var nefnilega Sölumið- stööin sem benti Ravi á Flugleiðir en auðjöfurinn er meö stór áform um fjárfestingar í Indlandi. Biskupstungur: Helgi Jónsson, DV, ÓlaMrði: Gamh Múlavegurinn var ruddur lauslega í síðustu viku og er nú fært út að Flagi sunnan frá, það er Ólafsfjarðarmegin. Að sögn vega- gerðarmanna var talsvert um gijót á veginum en ekki verður um að ræða formlegt eftirlit á veginum af þeirra hálfu. Nokkuð er um að gamhr Ólafsfirðingar aki veginn og ferðamenn hafa skoðað hann í sumar. Hann er þó ekki talinn ör- uggur öllum bílum. Fjögurra bfla árekstur Fjögurra bíla árekstur varð við hvaðökumaðureinsbílsinsvarflutt- ekið aftan á tvo kyrrstæða bíla. Ör- gatnamót Biskupstungnabrautar og ur til læknisskoðunar á Selfossi til skömmu síðar lenti íjóröi bílhnn aft- Suðurlandsvegar síðdegis á sunnu- öryggis. an á hina þijá. Skemmdir urðu dag. Meiðsl urðu ekki á fólki nema Ohappið varð þannig að bíl var nokkrar á bílunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.