Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994
25
Fréttir
Axel K. Axelsson með tvo fyrstu flugulaxana sína i fyrrkvöld í Elliðaánum en áin var komin meö 180 laxa í
gærkvöld. DV-mynd G.Bender
Hvolsá og Staðarhólsá:
Lax og bleikja
hellast inn ána
- góð byijun í Búðardalsá
Laxveiðin er einkennileg þessa
dagana; sumir ár hafa að geyma
íjölda laxa en aðrar miklu minna
af fiski. Þeir eru heppnir sem opna
veiðiámar, þeir veiða vel og svo
dettur botninn úr veiðinni.
„Við fengum 6 laxa og 20 bleikj-
ur. Stærsti laxinn var 13 pund og
veiddist í Staðarhólsánni. Stærsta
bleikjan var 3 pund,“ sagði Þor-
valdur Ingi Jónsson, einn af þeim
sem veiddu í fyrsta hollinu í Hvolsá
og Staðarhólsá í Dölum.
„Þetta var fiölskylduferð og allir
fengu að veiða en í lóninu veiddum
við 8 bleikjur," sagði Þorvaldur í
lokin.
„Laxinn og bleikjan eru að hell-
ast inn árnar þessa dagana enda
hefur veiðin byijað vel,“ sagði Sæ-
mundur Kristjánsson þegar við
spurðum um Hvolsá og Staðar-
hólsá í gærkvöld.
Hollið sem var við veiðar í gær-
kvöld var komið með 8 laxa og eitt-
hvað af vænum bleikjum.
„Núpá á Snæfellsnesi hefur gefið
100 laxa og þeir tveir stærstu voru
20 pund. Síðan kemur svo einn 19
punda," sagði Eiríkur St. Eiríksson
í gærkvöld, aðspurður um Núpá á
Snæfellsnesi.
„Veiðin gengur vel í Núpá enda
höfum við sleppt hellingi af laxi.
Það em líka komnar 30 bleikjur,“
sagði Eiríkur enn fremur.
Góð byrjun í Búðardalsá
„Það veiddust fimm laxar við í
opnun og sá stærsti var 22 pund.
Annars vom þetta 16, 15, 12 og 11
punda fiskar," sagði veiöimaöur á
bökkum Búðardalsár á Skarðs-
strönd i vikunni.
„Það sást eitthvað af fiski en það
er Olíufélagið sem hefur ána á
leigu,“ sagði veiðimaöurinn enn
fremur.
Hvannadalsá
hefurgefið 17 laxa
„Það eru komnir 17 laxar á land
í Hvannadalsá og hann er 15 pund
sá stærsti, Trausti Ólafsson veiddi
fiskinn," sagði Ingólfur Ólafsson í
gærkvöld þegar við leituðum frétta
af Hvannadalsá.
„Við vomm um helgina og veidd-
um 7 laxa. Sá stærsti hjá okkur var
14 pund. Allir laxarnir veiddust í
Djúpafossi og þar vom 15 laxar
þegar við hættum veiðum. Svo
næstu veiðimenn ættu að fá eitt-
hvað í ánni,“ sagði Ingólfur í lokin.
Miðfjarðará
hefurgefið130 laxa
„Þetta var mjög erfitt en hollið
var komið með 30 laxa eftir tvo
daga og það þurfti að hafa verulega
fyrir þessari veiði,“ sagði veiðimað-
ur sem var að koma úr Miðfiarðará
í fyrradag.
„Áin hefur gefið 130 laxa en það
er ekki mikið af fiski og það er erf-
itt að fá laxana til að taka,“ sagði
veiðimaðurinn.
Opnun Hvolsár og Staðarhólsár var góð en á mynd-
inni eru Sigrún Helga Björgvinsdóttir, Ingibjörg íris
Ásgeirsdóttir, Halldór Jón Björgvinsson, Björg
Áskelsdóttir, Áslaug Hallgrímsdóttir, Ingi Már Þor-
valdsson og Sigrún Hallgrímsdóttir sem fékk sinn
maríulax. DV-mynd Þorvaldur
Kolbrún, Nanna og Guðrún Æsa á bökkum Hvanna-
dalsár með góöa veiði. - Djúpifoss í baksýn.
DV-mynd Ingólfur
Sviðsljós
Glæsilegt stökk hjá þeim Þóri Kristinssyni og Ævari Hilmarssynien þeir
félagar kepptu í mótokrossi á Sandskeiði á sunnudag. DV-mynd SIS
Hjólreiðakeppni Æskulýðs-
ráðs Hafnarfjarðar
Hjólreiðakeppni Æskulýðs- og tóm-
stundaráðs Hafnarfiarðar fer fram
fimmtudaginn 14. júlí á Víðistaöatúni.
Keppnin er fyrir krakka á aldrinum 8-14
ára og felst í því að hjóla ákveðna vega-
lengd á sem bestum tíma. Þátttakendur
mæti kl. 13 á Víöistaðatúni og keppnin
hefst síðan kl. 13.30. Allir keppendur eiga
aö mæta með hjálma.
Félag íslenskra hjúkrunar-
fræðinga - eftirlaunadeild
fer í skemmtiferð miðvikudaginn 20. júli
nk. Farið verður til Nesjavalla og Þing-
valla. Drukkið kaffi í Valhöll. Lagt af stað
frá Suðurlandsbraut 22 kl. 13 og komið
aftur í bæinn um kl. 19. Nánari upplýs-
ingar á skrifstofu félagsins, s. 687575, og
þar verða þátttakendur skráðir.
S K Y
Jjóö ofi kmt móí
óo óto ofmftíí
Ijtcoomsocðóölono
Tilkyimingar
Tímaritið Ský hættir
að koma út
Ellefta og jafnframt síðasta hefti af skáld-
skapartímaritinu Skýi er er komið út. í
stað tímaritaútgáfunnar verður bókaút-
gáfa Skýs efld - einkum smábókaútgáfa
og er komið á vegum forlagsins hæku-
kverið Regnhlífar í New York eftir Óskar
Áma Óskarsson.
Fjallkonur í fimmtíu ár
í tilefhi 50 ára afmælis íslenska lýðveldis-
ins hefur Bókaútgáfan Blik tekið saman
þóð ástsælustu skálda þjóðarinnar, sem
flutt hafa verið 17. júní ár hvert frá lýð-
veldisstofnun, og sett á bók. Bókin hefur
hlotið nafnið Fjallkonur í fimmtiu ár og
er prýdd fjölmörgum myndum af Usta-
konunum og skáldunum sem ortu ljóðin.
Sýningar
Gísli Jósefsson sýnir
á Selfossi
Gísli Jósefsson, málari og listmálari,
heldur um þessar mundir málverkasýn-
ingu í Kaffi Krús, Austurvegi 7, Selfossi.
Á sýningunni eru nokkur olíuverk og
vatnslitamyndir sem eru málaðar á imd-
anfórnum árum. Þetta er þriðja einka-
sýning Gísla. Sýningin stendur til 16. júlí.
nr. 11 • júní 1994
Afmælisrit Hressó
Ljóð og laust mál, 60 ára afmæh Hressing-
arskálans er heiti á nýrri bók sem Hress-
ingarskálinn gefur nú út. í bókinni er
fjöldi smásagna og Ijóða eftir hluta af
þeim skáldum og rithöfúndum sem setið
hafa staöinn. Ritstjóri er Benedikt Lafle-
ur. í bókina skrifa á fimmta tug skálda
og er hún tæpar 200 síður.
Fjallahjólamót
Fjallahjólamót verður haldiö dagana
15.-17. júlí viö Skátafell í Skorradal í landi
Skátafélags Akraness. Að mótinu standa
íslenski fjallahjólaklúbburinn og skáta-
félagið á Akranesi. Öllum er heimil þátt-
taka en þar sem aðeins takmarkaður
fjöldi getur gist á mótsstað munu skátar
og meðlimir íslenska fjallahjólaklúbbs-
ins hafa forgang. Hafið því samband sem
fyrst. Skráning og frekari upplýsingar
hjá Fjallahjólaklúbbnum s. 620099 (helst
á kvöldin).