Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994
27
pv Fjölnúðlar
Tvöbolta-
laus kvöld
Núeru átta liöa úrslitin að baki
i heímsmeistarakeppninni í fót-
boltanum, spennan orðin gifurleg
og línur teknar að skýrast. Að-
eins í]ögur lið eiga nú möguleika
á að verða heimsmeistarar.
Knattspyrnuveislan, sem hófst á
þjóðhátíöardegi okkar íslendinga
og hefur staðið yfir í nokkrar
dásamlegar vikur, er að ná há-
marki. Sunnudagurinn og kvöld-
ið var ógleymanlegt - að sjá
Þýskaland falia úr keppni á
dramatískan hátt á móti Búlgaríu
og Svia vinna Rúmena í bráða-
bana í vítaspyrnukeppni í leik
þar sem hvorugt lið átti skilið að
tapa. Stórkostlegt. Stað og stund
var gleymt og augun límd við
skjáinn.
Sá galli er þó á veislunni að nú
eru aðeins fjórir leikir eftir i
keppninni, tveir í undanúrslítum
og leikir um þriðja og fyrsta sæt-
ið. Undanúrslitin verða á morg-
un, miðvikudag, en hinir tveir á
laugardag og sunnudag. Maður
er orðirrn svo heltekinn af spark-
inu aö slæmt þykir manni að vita
að í gærkvöldi og í kvöld er eng-
inn bolti. Það verður heldur eng-
inn bolti á fimmtudag og fóstudag
og eftir helgi verður allt búið.
Sjónvarpið hefur staðið sig með
prýði við að sýna frá leikjunum
að því undanskildu að fréttir
klukkan átta átti að færa fram-
fyrir leikina sem hófust á þeim
tíma á kvöldin, Það er engin
ástæða til að láta boltabullurnar,
menn og konur, bíða hálfvit-
lausar eftir að fréttum Ijúki og
láta þær missa af fyrstu 20-25
mínútunum í leikjunum. Það er
verið að sýna leikina á annað
borö og þá er auðvitað sjálfsagt
að gera það vel. Einnig hefði vel
mátt hugsa sér auka boltamagas-
ín eftir hvern dag með mörkum
og umræðum. Enþaðkemur önn-
ur heimsmeistarakeppni eftir
þessa. ÓttarSveinsson
Andlát
Bjarnheiður Guðmundsdóttir Faber
lést í Landspítalanum að kvöldi 10.
júlí.
Jarðarfarir
Jóna Kr. Jónsdóttir fyrrverandi
kennari, Miðtúni 52, Reykjavík, sem
lést á Hrafnistu 8. júlí, verður jarð-
sungin frá Fossvogskapellu þann 14.
júlí kl. 10.30.
Óskar Aðalsteinn Guðjónsson rithöf-
undur, Sporhömrum 6, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 14. júlí kl. 13.30.
Útfor Svövu Eyvindsdóttur, Suður-
vegi 28, Selfossi, verður gerð frá Sel-
fosskirkju föstudaginn 15. júh kl.
13.30. Jarðsett verður að Stóru-Borg.
Sif Karlsdóttir Burkhamer, er lést
af slysförum 26. júní í Wisconsin
U.S.A., var jarðsungin frá Húsavík-
urkirkju 8. júlí sl.
Georg Vilhjálmsson málarameistari,
sem lést 6. júlí, verður jarðsunginn
frá Áskirkju miövikudaginn 13. júh
kl. 13.30.
Hans Jakob Beck, Skólbraut la,
Kópavogi, (fyrrum bóndi, Sómastöð-
um, Reyðarfirði), andaðist í St. Jó-
sefsspítala, Hafnarfirði þann 7. þessa
mánaðar. Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 15. júlí kl. 15.
Garðar Finnsson skipstjóri, Álfheim-
um 19, sem lést á heimili sínu 2. júh,
verður jarðsunginn frá Langholts-
kirkju í dag, þriðjudaginn 12. júh, kl.
13.30.
Útför Jóhanns J. Jakobssonar efna-
verkfræðings, Stekkjarhvammi 74,
Hafnarfirði, fer fram frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 14. júh kl. 15.
Þrándur Jakobsson frá Götu í Fær-
eyjum, Bauganesi 35, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaða-
kirkju miövikudaginn 13. júh kl.
10.30.
o
s
x
s
© KFS/Distr. BULLS
lldESl^
" Lalli og ég eigum ekkert sameiginlegt lengur.
Hann fer jafnvel til annars hjónaráðgjafa en ég.
Lalli og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og
0112, slökkvihð og sjúkrabifreið sími
11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarijörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið
s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666,
slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955.
Akureyri: Lögreglan S. 23222, 23223 og
23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s.
22222.
ísafiörður: Slökkvilið s. 3300, brunas.
og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222.
Apótek
Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í
Reykjavík 8. júli til 14. júlí 1994, að báðum dögum
meðtöldum, verður í Laugarnesapóteki,
Kirkjuteigi 21, sími 38331. Auk þess verður
varsla í Árbæjarapóteki, Hraunbæ 102B, simi
674200, kl. 18 til 22 v.d. og kl. 9 til 22 á laugar-
dag. Uppl. um læknaþj. eru gefnar í sima 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabœjar: Opið mánudaga-
fostudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek
opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30,
Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa
opið fostud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14
ogtil skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs-
ingar í símsvara 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Á kvöldin er opiö í þvi apó-
teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar í síma 22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjarnames, sími 11100,
Hafnarfjörður, sími 51328,
Keflavík, sími 20500,
Vestmannaeyjar, sími 11955,
Akureyri, sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráöleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu i símsvara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans (s.
696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa-
deild) sinnir slösuðum og skyndiveik-
um allan sólarhringinn (s. 696600).
Seltjarnarnes: Heiisugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartími
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Bamadeiid kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardcild Landspítaians: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl.
15-16.30
Kleppsspitalinn: Kl. 15-16 og 18.30-
19.30.
Flókadeild: Kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga
og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16.
Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og
19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl.
15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og
19-19.30.
Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20.
Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða-
deild: Sunnudaga kl. 15.30-17.
Tilkyiuungar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opiö í júní, júlí og ágúst.
Upplýsingar í síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafniö í Gerðubergi 3-5, s.
79122.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640.
Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud.
kl. 15-19.
Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir viðs
vegar um borgina.
Vísir fyrir 50 árum
Þriðjudagur 12. júlí:
Reykvíkingar byggja nú
nokkru sinni.
meira en
Spakmæli
Kenn hinum ungu að hugsa en ekki
hvað þeir eigi að hugsa.
S. Sugarman
Sögustundir fyrir börn:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar-
bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl.
14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl.
10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5.—31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 12-18.
Listasafn Einars Jónssonar. Opið alla
daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Högg-
myndagarðurinn er opinn alla daga.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud.
ki. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi-
stofan opin á sama tíma.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. 13.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn íslands er opið daglega
kl. 13-17 júní-sept.
J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó-
og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S.
814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard.
Þjóðminjasafn íslands. Opið daglega
15. maí - 14. sept. kl. 11-17. Lokað á
mánudögum.
Stofnun Árna Magnússonar: Hand-
ritasýning í Ámagarði við Suðurgötu
opin virka daga kl. 14-16.
Lækningaminjasafnið i Nesstofu á Sel-
tjarnamesi: Opið kl. 12-16 þriðjud.,
fimmtud., laugard. og sunnudaga.
Minjasafnið á Akureyri, Aðaistræti 58,
sími 9624162, fax. 96-12562. Opnunar-
tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til
17.15. sept. til 1. júni sunnud. frá 14-16.
Bilardr
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamames, sími 686230.
Akureyri, sími 11390.
Keflavík, sími 15200. »■
Hafnarijöröur, sími 652936.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir:
Reykjavík og Kópavogur, sími 27311,
Seltjamarnes, sími 615766.
Vatnsveitubilanir:
Reykjavík sími 621180.
Seltjamames, sími 27311.
Kópavogur, sími 985 - 28078
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfjörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilcmir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 14. júlí
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Dagurinn í dag nýtist betur til samræðna og ráðagerða en beinna
framkvæmda. Menn eru fúsir til samstarfs og auðvelt ætti að
vera að ná samkomulagi.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Þú ert tiifmninganæmur um þessar mundir. Dagurinn í dag er
þvi ekki sá rétti til að taka ákvarðanir sem byggjast á kaldri rök-
hyggju. Samband milli manna er upp og ofan.
Hrúturinn (21. mars-19. april):
Líkur eru á rifi'ildi og þrasi. Þú nærð ekki til annarra með þvi
móti og litið verður úr vinskapnum.
Nautið (20. apríI-20. maí):
Dagurinn verður að mestu hefðbundinn. Þú hugar að samskiptum
þínum við aðra. Þú leitar eftir stuðningi annarra við áform þín
og hugmyndir.
Tvíburarnir (21. mai-21. júní):
Þú ert of dómharður. Láttu ekki koma til átaka milli manna. Það
getur stundum borgað sig að sleppa taumhaldi á tilfmningunum.
Gættu þess að lenda ekki í því að borga reikninginn fyrir alla.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Þú getur verið of þolinmóður. Það gæti leitt til þess að aðrir not-
færðu sér ástandið. Gleymdu ekki loforði sem þú varst búinn að
gefa. Happatölur eru 2,15 og 27.
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Nú er rétti tíminn til að huga að áætlunum fyrir framtiðina. Fáðu
álit annarra á því sem þú ert að gera. Drífðu þig svo af stað.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Kynntu þér vel við hverja þú átt, kosti þeirra og galla. Þú verður
að leggja þig fram til að vinna máli þínu framgang. Það sakar
ekki að hrósa öðrum eða jafnvel skjalla.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Þú lendir í aðstöðu sem þú hafðir ekki óskað eftir og hefur raun-
ar ekki reynslu tii að fást við. Þú fagnar því þeirri aðstoð sem
býðst. Reiknaðu með nægum tíma ef þú ætlar í ferðalag.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Aðstæður gera það að verkum að þú þarfl að endurskoða áætlan-
ir þínar eða jafnvel hætta við eitthvað sem þú ætlaðir þér að gera.
Þetta þarf þó ekki að vera svo slæmt. Þú tekur nýjar ákvarðanir.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Dagurinn verður fremur hlfmningasamur. Þú rifjar upp gamlar
minningar. í þessu ástandi ertu fremur viðkvæmur. Varaðu þig
þvi á aðgerðum annarra.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Ekki fer allt eins og ætlað var. Ekki er auðvelt að sjá fyrir ætlan-
ir annarra. Happatölur eru 8, 22 og 36.
■4
'<fc
Ævintyraferðir í hverri viku Áskriftarsíminn er 63*27*00
til heppinna
áskrifenda Island
DV! Sækjum þaö heim!