Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1994, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLl 1994 11 i>v Fréttir Rúmlega 73 þúsund útlendingar til íslands á hálfu ári: Erlendum ferðamönnum hef ur fjölgað verulega - aukningfrásíðastaárier23% „Núna er að skila sér mjög mikil vinna einstaklinga, fyrirtækja og hagsmunaaðila í markaðssetningu og kynningarmálum. Samhliða hefur náðst samvinna varðandi verðlagn- ingu sem kemur fram í því að gisti- staðir tóku á sig virðisaukaskattinn sem skall á um áramótin í staðinn fyrir að hella honum út í verðlagið. Við höfum einnig verið með ákveðna stórviðburði eins og lýðveldishátíð, landsmót hestamanna, hstahátíð og fleiri atburði," segir Magnús Odds- son ferðamálastjóri. Að sögn Magnúsar slógu margir saman heimsókn sinni til íslands á þessa stóru atburði. Ekki er mögu- legt að telja hversu margir komu til landsins vegna hvers atburðar. Landsmótshaldarar reiknuðu samt með að gestir þar hefðu verið á milli eitt og tvö þúsund. Fjölmiðlaumræð- an, sem varð í kringum lýðveldisaf- mæhð, hafði sitt að segja. Erlendir gestir í júní urðu alls 26.699 en í sama mánuði í fyrra voru þeir 21.669. Aukningin er um 23%. Ef litið er á fjölda erlendra gesta fyrstu 6 mánuði Ökuíþróttir: Island með í þáttum hjá BBC Þáttagerðarmenn frá bresku sjón- varps- og útvarpsstöðinni BBC koma hingað til lands í lok júh til að gera þátt um íslenska vetrarferða- mennsku og jeppaferðir í þáttaröð um helstu bílalönd heims en einn maður frá BBC var hér á landi ný- lega í fimm daga könnunartökum. Gert ráð fyrir að þættimir verði sýndir á BBC World Service í janúar eða febrúar á næsta ári. „Þeir voru með mann hér um dag- inn í fimm daga og svo koma þeir í tökur eftir hálfan mánuð. Þetta er ný sería sem verður sýnd í janúar eöa febrúar. í þáttunum verða öU helstu bílalönd heims tekin fyrir, byijað á Japan, svo ísland og þá Bandaríkin. Þessir menn fengu efni frá þættinum Mótorsport og sáu þar ýmislegt áhugavert. Forseti lands- sambandsins fór svo út á fund með þeim og þeir komu hingað til að skoða aðstæður og ákváðu að búa til þátt því að nóg er efnið hérna,“ segir Bragi Bragason, framkvæmdastjóri fjölmiðladeildar Landssambands ís- lenskra akstursíþróttafélaga. NordiskForum: Laust með f lugi iil Stokkhólms og ferju yf ir „Konur sem eru á biðUsta til Finn- lands geta komist þangað með flugi til Stokkhólms 28. júU og áfram með feiju 29. eða 30. og svo heim með beinu flugi að morgni 8. eða 9. ágúst. Þetta er hægt að staðfesta eigi síðar en strax í dag,“ segir Gréta Eiríks- dóttir, starfsmaður hjá Flugleiðum. Rösklega 50 konur eru á biðlista eftir beinu flugi á kvennaráðstefn- una í Turku í Finnlandi dagana 1.-6. ágúst en tæplega 1.300 íslenskar kon- ur hafa skráð sig á þessa 15.000 kvenna ráðstefnu. I auglýsingum um helgina voru konur sem hættar eru við að fara á ráðstefnuna hvattar til að láta starfsmenn Flugleiða vita. „Ef fólk er harðákveðið í að fara utan með flugi dagana 29., 30 eöa 31. er ég hrædd um að það verði að sýna öllu meiri biðlund því þetta gengur rosalega hægt. Þær sem eiga bókuð sæti og hafa ekki látið vita að þær væru hættar við þyrftu að láta okkur vita strax til að liðka fyrir þeim sem eru á biðlista," segir Gréta. Skrifstof unum í Njarðvík og Höfnum lokað innan tíðar Starfsmönnum sameinaða sveitar- félagsins í Keflavík, Njarðvik og Höfnum hefur fækkað nokkuð að undanfomu þar sem margir starfs- menn hafa hætt störfum vegna ald- urs eða flutt sig í ný störf. Ekki er búist við að gripið verði til uppsagna þegar bæjarskrifstofum Njarðvíkur og Hafna verður lokað innan tíðar en sveitarstjómarmenn nýja sveitar- félagsins á Suðurnesjum hyggjast semja við starfsmenn á aldrinum 67-69 ára um að þeir ljúki störfum fyrr en áætlað var. Umræða um starfsmannamál fer fram í næstu viku. „Ekki er búið að taka ákvörðun um hvenær skrifstofunum í Höfnum og Njarðvík verður lokað en það verður gert innan tíðar. Ég er á bæjarskrif- stofunum í Njarðvík þar til þeim verður lokað en það stendur tíl að gera það hægt og bítandi. Ákveðið hefur verið að bæjarskrifstofur hins nýja sveitarfélags verði á einum stað að Tjamargötu 12 í Keflavík," segir Ellert Eiríksson, bæjarstjóri nýja sveitarfélagsins. Kosningar um nafn á hið samein- aða sveitarfélag á Suðumesjum var til umræðu á síðasta bæjarstjórnar- fundi og var ákveðið að taka máhð á dagskrá eftir sumarleyfi í haust. „Við þurfum talsverðan undirbún- ingstíma þannig að það verður ekki fyrr en seint í haust eða í vetur sem kosningar um nýtt nafn fara fram,“ segir Ellert. Fjöldi erlendra ferðamanna til Islands — fyrstu sex mánuöi ársins 1993/1994 • Heildarfjöldi Hlutfalisleg skipting ' ú 1994* Bandarlkin Danmörk Svíþjóð Bretland Noregur 17% l/l1% 1993 1994 * Prósentutölur sýna breytlngu milli ára Holland U 39% Frakkland 3130% Finnlarid C1 45% Sviss [J-15% Japan (118% EQ ársins eru þeir alls orðnir 73.254 sem er 14 þúsund fleiri en í fyrra. „Við höfum sett ákveðið fjármagn í markaðssetningu á ráðstefnum og fundum. í fyrsta skiptí nú í vetur vom settar 100 milljónir aukalega í markaðssetnigu á íslandi í hreinar auglýsingar á erlendum mörkuðum á vegum samgönguráðherra og Flug- leiða. Þegar öllu þessu er blandað saman ætti ekki að koma manni á óvart þótt árangur skih sér,“ segir Magnús. Magnús bendir hka á að bætt efna- hagsstaða á okkar markaðssvæðum hafi sitt að segja. Ekki er þó samræmi á núlh magnaukningarinnar og tekjuaukningar því að sögn Magnús- ar hefur verð lækkaö. „Það er engin spuming að við erum að auka þær gjaldeyristekjur, sem voru 15 milljaröar í fyrra, um ein- hver prósent að raungildi þó það verði ekki í þessum tugum prósenta sem við erum að sjá magnið aukast í. Ég vh alls ekki fara að slá á neinar tölur, það er útílokað. Það eru áætl- anir um að reyna að auka meira, sérstaklega utan þessa háannatíma, um áramót, vorferðir, haustferðir og sérhæfðar ferðir." Varpl H Lausavegi 24, sími 624525 IJWájj'J J 3Jj'jJ#\ 934750 VERÐ KR. 39,90 MÍNÚTAN Spáöu í úrslit heimsmeistarakeppninnar í fótbolta meö lesendum DV. Þú hringir í síma 99-1750 og velur efnisflokk 1212. Þú getur spáð um úrslit Búlgaríu gegn Ítalíu, Brasilíi gegn Svíþjóc eða valiö hver þú telur að veröi heimsmeistari. Úrslit spárinnar veröa síöan birt á íþróttasíðum DV þar sem þú getur fylgst með hversu forspáir lesendur DV eru. Verður þú sá heppni?! Þrítugasti hver þeirra sem hringir inn vinnur 18" pitsu frá Hróa Hetti og 2ja lítra TAB X-TRA frá Vífilfelli. Þú getur sem vinningshafi hringt í Hróa Hött strax daginn eftir og fengið pitsuna ásamt 2ja lítra TAB X-TRA sent heim. Síminn er 44444. VERTU MEÐ í HM-SPÁNNI í SÍMA 99-1750

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.