Dagur - 24.12.1948, Blaðsíða 14

Dagur - 24.12.1948, Blaðsíða 14
14 JÓLABLAÐ DAGS Svarar þá Einar nreð mikilli raust: „Og eindregið Skúla Thoroddsen, sýslunrann ísfirðinga." Vár þá ekki laust við, að suniir glottu, og Skúli ekki sízt. Svo var lraldið áfranr og kosið úr Skriðu og Arnarneslrreppum. N:est kom Svarfaðardalshreppur. Þar var fyrstur á kjörskrá Árni Árnason á Ha-niri. Hann var nokk- uð vínhneigður og að þessu sinni búinn að fá sér dálitla liressingu. Árni kemur þá svo í nánd, að pró- •fastur sér hann og spyr: „Hvern kjósið þér, Árni minn?“ Þá segir Árni: ,,S;elir og blessaðir verið þér. — Og Skúla Tlióroddsen.“ Það l'eit annars svo út, sem Svarf- dælihgar lvefðu haft með sér samtiik um þingmannskosninguna, því að hreppsnefndaroddvitinn, sem þá var Jón bóndi á Hreiðarsstöðum, hafði með sér að kjörborðinu alla þá, sem kjcirþingið sóttu úr Svarf- aðardal, og gekk sú kosning mjiig greiðlega. Jón oddviti sagði skýrt og skorinort um alla þá kjósendur, sem ekki lúifðu konrið: „Hann er ekki hér.“ En vitanlega voru allir kallaðir upp, sem á kjörskrá stóðu. Það bendir og til sanrtaka Svarf- dælinga, að þeir kusu allir sama frambjóðandann, Skúla Thorodd- sen. Einar í Nesi fékk ekki eitt ein- asta atkvæði úr Svarfaðardal. Var Einar þó vel Jiekktur þar, sem ann- arsstaðar, bæð sem mikiil gáíumað- ur og gainall og reyndur þingmað- ur. Ennfremur var hann á þeiin ár- um umboðsinaður 1 .andssjóðsjarða og átti að ])VÍ leyti marga landseta í Svarfaðardal, ekki síður en ánn- ars staðar. Um Olafsfjörð man eg ekkert sögulegt og ekki heldur um Siglu- fjörð. En áreiðanlega hafa mjög fáir sótt Jringið Jraðan, sem líka er eðllegt; þar sem svo langt var til dráttar. Kjörjhng Jretta hefur mér ætíð Jjót.t dáhtið einkennilegt, sérstaklega að því leyti, hvað það var fjörugt, og lvve auðsýnilegur „spenningur" \ ar í .mörgum af kjósendum, sem vildu heldúr koma Skúla að en Ein- ari. Eg gat þess hér að framan, að amtmaður, Júlíus Havsteen, mundi hafa verið' fremstur í flokki jreirra, sem voru í andstöðu við Skúla Thoroddsen. Og Jress minnist eg, að einhverju sinni, Jregar Skúli var að tala, og Júlhis tók eitthvað fram í fyrir Iionum, að hann bað hina heiðruðu kjörstjórn að sjá um að hann hefð frið til að halda ræðu sína. Þá drundi í Stefáni sýslu- manni: „Það er bezt að lofa mann- inum að tala.“ Öðru sinni talaði amtmaður til Skúla, án Jress að í ræðuformi væri, og Skúli var Jrá ekki heldur að halda ræðu. Sagði hann meðal ann- ars: „Hvernig viltu þá hafa það? Þú hefur aldrei sagt mér það.“ Mælti hann Jretta með talsverðum þjósti. Skúli brá sér upp í ræðustólinn og kvaðst ekki sjá ásta'ðu til að svara Jressu. Atkvœði talin. Að lokinni kosningu fór kjör- stjórnin inn í eitfhvert hús þarna nálægt (líklega amtmannshúsið) til að telja atkvæðin. Tók jrað aðeins stutta stund, þar til er hún kom út aftur og tilkynnti úrslitin. Því mið- ur get eg ekki tnunað atkvæðatöl- ttna, sem Skúli fékk. Mun hún hafa skipt hundruðum, en þó mjög lá- um. Aftur á móti hlaut Einar ekki nenia 30—40 atkvæði, enda mun honum og hans mörinum hafa Jrótt súr úrslitin. Þegar úrsltin urðu kunn; hafði Tómas Hallgrímsson, prestur á Völlum orð á því, að nú s'kyldu þeir óska Jringmanninum til hamingju. Man eg nú ekki, hvernig það gekk til, — tel J)ó víst, að Jrað hafi verið gert. Rétt er að geta Jiess í sambandi við kosningu þessa, að hún gilti að- eins fyrir þann tíma, sein Jóri sál. á Gautlöndum átti eftir af-því kjör- tímabili, sem yl'ir stóð, þegár liann féll frá og Skúli var aldrei oftar í framboði til Jringmennsku hér, en varð aftur Jringmaður ísfirðinga. Þetta kjörþing var það fyrsta, sem eg ,var sjcinar- og heyrnafvottur að, en eg var einn af þeirn mörgu, sem á jseim árufn lröfðu ekki kosn- ingarétt. Og það er mér líka einna minnisstæðast [reirra kjörþinga; er eg hef heyrt og séð um daganáV Eg var talsvert hrifinn af 'Skúla eins og margir aðrir. Hann var glæsimenni, fríður í sjón og snarlegur í hrfcýf- ingum. Læt eg svo útrætt uni kosning- una, en sný mér að öðru.. Frá 1000 ára hátíðinni. Þetta sumar voru liðin 1000 ár frá Jrví að Helgi magri nam Eyja- fjörð. í tilefni af j>ví var haldin héraðshátíð á Akureyri eða öllu heldur Oddeyri. Ekki man eg, hverjir sérstaklega gengust fyrir því hát'íðahaldi, tel sjálfsagt, að verið hafi um jrað samkomulag margra betri manna héraðsins. Migminnir, að sú hátíð stæði yfir í tvo daga, og mun það áreiðanlegt. Þá var Jiað, að Matthías skáld tók sig til ogsamdi (nær því í hendings- kasti) leikrit sitt, „Helga magra", annað hvort af eigin hvöt eða á- eggjan annarra, nema hyorttveggja hafi verði. En „Hefgi magri“ var leikinn í einhverjum lnishjalli niðri á Odd- eyrartanga, og var eg þar rneðál annarra áhorfenda seinna kvöldið, að mig minnir. Aðgangur kostaði kr. 2,00. Aðalhlutverkin, Ilelga magra og Þórunni hyrnu, konu lians, léku þau Páll Árdal og Anna Stephensen, dóttir Páls Melsteð. B.yrjun fyrsta þáttar fóf fram undir þiljum í stórsjc) og illif ’veðri úti fyrir landi. 1 lelgi vár þar sýndur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.