Dagur - 24.12.1948, Blaðsíða 22

Dagur - 24.12.1948, Blaðsíða 22
22 JÓLABLAÐ DAGS INGIMAR EYDAL: Fráfall Ólafs Davíðssonar 6. september 1903 Hólastóls og fylgja því fram til sig- lll'S. Með endurreisn Hólastóls og biskupssetri á Akureyri og að nokjk.ru leyti á Hólum, \æri vissu- legá stigið merkilegt spor í kirkju- legri og þjóðlegri menningu Norð- urlands. Akureyri er og verður aðal menntaból og menningarstöð Norð- lendinga og þar á kirkja iandsins að eiga virðulegan fulltrúa, starfandi biskup, sem hefur aðstöðu til þess að láta til sín taka í kirkjufnálum fjórðungsins. Hygg eg, að Akureyri myndi fagna mjögslíkum embættis- manni. Kostnaður við slíkt embætti er svo hverafndi, að þjóð, sem vill lieita menningarþjóð og styðja þjóðkirkju í landinu, má ekki horfa í þá smámuni. Frá sjónarmiði kirkjunnar í heild, væri sérstakt biskupsdæmi fyrir Norðlehdingafjórðung mikill ávinningur. Þar myndi skapast kirkjuleg forysta og allt eftirlit með hinu kirkjulega starii mundi verða stórum' auðveldara og af samstarfi hinna tveggja biskupa í landinu gæti margt gott sprottið fyrir kirkjulíf landsins í heild. Reykja- víkur- eða Skálholtsbiskup yrði að sjálfsögðu primas íslenzku kirkj- unnar, eins og áður var. Þegar biskupsdæmin væru orðin tvö væri tímabært og sj.ilfsagt, að gera ýmsar þær breytingar á skipu- lagi kirkjumálanna í landinu, sem nú eru eðlilegar og nauðsynlegar fyrir kirkjulífið í heild. Hefjutn markvissa baráttu lyrir endurreisn Hólastóls og sköpum þannig andlcg tengsl milli fortíðar og framtíðar í kirkjulegri menn- ingu þjóðarinnar. jH Hlýja, djúpa, dula sál! — Honum voru blómin bræður, bjarkir dýrar fósturmæður, landið fullt með ljúflingsmál; fólksins viiggufræði þýddi flestum betur; Olaf prýddi spekings sál. Sumarið 1903 var erfið lieyskapartíð vegna óþurrka. Töður liirtust því seint og illa. Eg var þá kaupamaður á Möðruvöllum í Htirg- árdal hj.á Stefáni Stefánssyni kennara og bónda þar. Þetta sumar sat hann á Alþingi. Nálægt höfuðdegi brá til þurrka eftir langa va'tutíð. Var þá vfðast hér um svcitir hirt inn hið síðasta af túnurn. Sjálfan hiifuðdag- inn, eða laugardaginn í 19. viku sumars, voru á Möðruvöllum bundnir inn á þriðja hundrað hestburðir af töðu. Að dagsverki loknu brá eg mér inn á Akureyri og daginn eftir.fór eg fram í Eyjafjörð og gisti þar næstu nótt. Á mánudaginn dvaldist mér nokkuð á Akureyri. llitti eg þar góðkunningja minn, Ólaf Davíðs- son á Hofi, þjóðsagna- og náttúrufræðing. Kvaðsl hann halda heim þá urn kvöldið og talaðist þá svo til, að við yrðum samferða. Hló mér hugur í brjósti að hafa hann að samferðamanni, því að alltaf þótti mér hver sú stund ánægjuleg, er eg var með Ólafi. Margt bar á góm: okkar á milli-á leiðinni. Meðal annárs skýrði hann mér frá því. að næsta sunnudag hefði hann ákveðið að fara fram á Myrkárjökul til náttúrufræðilegra áthugaria og snakk upp á, að eg slægist trieð í föriná, og tók eg vel undir það. Al' þeirri fiir varð þó ekki. éíns og síðar segir. Eina spnrningu lagði cg fyrir Ólaf. Hún var raunar fávísleg, og gat eg þá og get ekki énn gcrl mér grein fyrir, af livaða toga liún var sjnuinin. Spurningin var þessi: „Hvernig myndi þér bregða við ef þú vissir, að þti æltir að dcvja innan viku?" Ilann svaraði af skynd- ingu: „Eg myndi hraða mér heim og vinna nólt með degi við að konia lagi á þjóðsagna- safn mitt og ekki vera nokkra vitunil hrædd- ur." Féil svo það tal niður, en sannarlega ór- aði mig ekki fyrir því, að liann a-tti aðeins t> daga ólifaða. Hann héit nú heim til sín að Ilofi, cn eg settist að á Möðrtivölluin. Kyrstu dagana í september var hagstætt veður og góður þurrkur. Voru rnenn þá önn- um kal'nir við að liirða og binda hey sín. En laugardagsmorguninn 5. j>ess mánaðar var veðurútlit þungbúið. Fyrir hádegi var komið . ofsarok af norðri með stórrigningu, Varð brátt slíkl foraðsveður, að ekki þótti verandi við heyvinnu, og fór fólk heim af cngjunum. , Lei/t mér þá ckki á ferðaveðrið næsia dag fyrir okkur Ólaf. Næsta morgun var norðan kuldastormur, en rigningarlaust. Kom þá Ólafur suðtir að Möðruvöllum og kvaðst vera hættur við Myrkárjökuisferðina, af því að veður hefði spillzt, en a'tlaði í þess stað niður í Gása- fjöru og nota daginn til grasa- og Steinasöfn- unar. Hélt liann svo leiðar sinnar þangað á Sokka síniim, með grasatfnu spennta á baki. Á mánudagsmorgun, þegar við piltar kom- um út á Möðruvallanes til sláttar, sáum við Sokka Ólafs með reiðtygjum á beit úti í enginu, en Óiafur var livergi sjáanlegur. Hafði einhver orð á því, að hann mundi hafa komið seint neðan frá sjónum, iagt sig fyrir í laut og sva'fi. Þetta var þó ótrúlegt, því að norðangola var og kalt í veðri. Eftir nokkra stund fór okkur að gruna, að ekki væri allt með felldu. Var þá sent heirn að Hofi, og var Ólafur ókominn þar. Síðan var farið yfir að Hlöðum, og vitnaðist þá, að Ólafur liafði komið þar seint kvöldið fyrir, tafið þar stutla stund og drukkið kaffi hjá Óliifii skáldkonu. Ekki hafði séð vín á hon- um, en haft hafði hann brennivínsslatta í liálfflösku, kvartað um að það væri ekki gott, en þó mætti þvæla því í sig með kaffi. Síðan hafði hann haldið heimleiðis, og.var ferð hans ekki gaumur gefinn. Var nú haldið. niður að Hörgá, og fundust s|>or eftir liest að ánni á vaðleysu. Var.þá ekki um að villast, að slys hafði orðið. Var nú ha'fin leit i ánni af mönnum frá Möðruvöllum. Hliiðum og Skíj>alóni, en leitin bar engan árangur þann dag. Nóttina eflir dreymdi horstein Daníelsson bónda á Lóni. að Ólafur vitjaði hans og vísaði lionum á, hvar hann lægi í ánni. Fór Þorsteinn eftir þessari dfauméitrun, og reyndist hún rétt. Hvernig slys þetta l>ar að höndum, var mönnum htilin ráðgáta. Aðdjúpl nokktið var þar, sent Ólafitr reið út í ána, og liefir hest- tirinn fljótt liiotið að fara á sund. Ólafur var syntlur vel, og gerði það ráðgátuna enn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.