Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 8

Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 8
8 JOLABLAÐDAGS mcðan þeir væru á líli. Enginn eli tr á því, að gefendurnir ætluðust til að þessi skipan skyldi ævinlega haldast. Áttu ábúendurnir að ábyrgjast að bústofninn gengi ekki úr sér, en jarðarafgjald og leigur guldu Jreir með umsjá ómaganna og öðrum kvöðum, sem lagðar voru á búin. Nú hefur það eigi verið ávallt, að heilar jarðir væru gefnar eða stórbú til að standa straum af ómögunum, heldur stundum aðeins hluti úr jörðum eða einhver kúgildi. sem varið skyldi til fátækraframfærslu um lengri eða skemmri tírna eða matgjafa á ákveðnum dögum. Hafa biskuparnir gert máldaga fyrir þessu oftast nær, þó að þorri þeirra sé týndur nú, svo að fjarri fer því að vitað sé um alla gefendur og skilmála fyrir gjöfum þeirra. I>ó mtin það hafa verið algengast, að geíið hafi verið fyrir einni ómaga- vist eða tveimur, og ef jörð var stór, jjá aðeins einhver hluti jarðarinnar látinn standa fyrir fé þessu. Því að þrátt fyrir J)etta gengu sumar þess- ar jarðir kaupum og sölum, og Jjá aðeins getið um Kristsféð er á þeim hvíldi, en vitanlega hefur ekki ver- ið hægt að selja jarðirnar jafn dýru verði með þessum kvöðum. Þess sjást ])á líka ýms merki, bæði manna, hafa Jreir ósjaldan refjast beint og óbeint, að þegar slíkar jarðir komust í eigu óhlutvandra um að inna kvaðirnar af höndum og eríitt að sækja þær á hendur þeim, og hefur Kristsféð iðulega þannig orðið að engu. Biskuparnir reyndu þó að hala urnsjón með J)essu og skarst oft harkalega í odda með þeirn og leikmönnum, er höfðu kirknagóz og Kristsfé til varðveizlu. Þannig varð t. d. hat- römm deila á dögum Auðuns rauða Hólabiskups út af Kristsfé því, sem Karl hinn auðgi hafði gefið, sex- tigi hundraða, að Breiðabólsstað í Vesturhópi. — Halði Þorsteinn Hjálmsson fé þetta allt á brott með sér, er hann réðst til Þingeyra. Hófst út af Jjessu rinnna mikil milli biskups og klaustursins og skipaði biskup séra Hafliða Steinssyni að heimta út féð. En máli því mun hafa verið ólokið, er biskup féll frá, og kom það fé aldrei síðan til BreiðabólSstaðar. Fór í svo hatt milli biskups og munkanna á Þing- eyrum, að þeir lokuðu klaustrinu, er biskup kom þangað í visitazíu og gerðu enga processio fskrúðgöngu) á nuki honum. Höfðu og bændur í Vatnsdal uppi liðssafnað til að veija klaustrið fyrir biskupi, ef liann gerði sig líklegan til að sækjá ])að. Þá klöguðu Norðlendingar biskup fyrir ýmsa afdráttu og þvinganir, er liann vildi gera, fá- tækum mönnum, svo sem um skiptitíund meiri en venja var „og um Kristsfé það, er biskupar vilja taka af íátækum mönnum og Jreirra umboðsmönnum“ fsbr. bréf Magn- úsar konungs Eiríkssonar 10. júlí 1320). Um hina síðari ákæru skaut mjög skökku við, eins og málið lá fyrir. Biskupinn mun vafalaust liafa viljað vernda Kristsféð fyrir yfir- gangi ágjarnra manna til handa fátækum. Út af hinum heiítúðugu deilum, sem risu mijli Olafs biskuj)s Rögn- valdssonar og Hrafns Brandssonar lögmanns vegna kirkjumála og ým- issa saka annarra, lét biskuj) ganga tylftardóm að Hólum 9. júlí 1481. Er J)ar brugðið upp ófagurri mynd af meðferð leikmanna á kirknafé og Kristsfé og mun allmikið .vera hqeft í dómi þessum, enda stóðu að hon- um helztu klerkar í Norðlendinga- fjórðungi. Segir J)ar meðal annars, að leikmenn sölsi undir sig og eyði fjám kirkjunnar og vilji þar á eng- an reikning gera. Séu margar kirkj- ur komnar að niðurfalli en aðrar ómessufærar lyrir mörgum árum af þessum sökum og ekki fái prestar heldur kaup sitt, því að kirkju- bændur taki tíundina og eyði henni í sinar Jrarfir. Hafi þessi yfirgangur lengi haldizt. „Eru og gefin að fornu í Hólabiskupsdæmi testa- mentagjafir í mörgum jörðum, er hér kallast Kristsfé og fátækir menn skulu fæðast upp á, einn eða tveir ævinlega, fyrir þeirra sál, er gefið hafa, og J)að vilja Jreir ekki halda, sem nú eiga jarðirnar, eltir biskups- ins skij)an.“ Enginn efi er á J)ví, að hér er lrár- rétt skýrt frá, og hafa ágjarnir menn allvíða beinlínis tekið Kristsléð ránshendi og haft að engu kvaðir ])ær, er á jörðunum livíldu. Er Jretta ástæðan fyrir Jrví, að Kristsfé týndist af mörgum jörðum fyrir siðaskij)ti. En þó verða mest um- skipti á þessu á sextándu öld. Flest- ar þær Kristsfjárkvaðir, er fylgja jörðum, sem teknar voru undir konung, liverfa með öllu. NÚ VIL EG GERA stutta grein Kristsfjárkvöðum ])eim, sem eg hef fundið að hvílt hali á jörðum í Vaðlajnngi fyrr á öldum: 1. Tjörn í Svarfaðardal. „Er nú kirkjueign hálft land J)ar, með Kristsfé J)ví, ,sem þar stendur í,“ segir í Auðunarmáldaga frá 1318. í máldaga Péturs biskups Nikulás- sonar ("1394)■, stendur: „Hér er Kristsfé í öllu landi og lrikast af CG í slátfum og hafnarvoð." Sama klausa er .f máldaga Olals biskups Rögnvaldssonar 1461. Enn er drej> ið á Xjöin í testamentisbréfi Gott- skálks hiskups Nikulássonar 1520, og segir þar að Finnur Þorvaldsson lvafi, eltir tillagi biskuj)s, gefið hálf- ar Tjarnir í Svarfaðardal Sancté Jóhanni Baj)tistæ fþ. e. líklega Hóladómkirkju), „því að það var allt Kristsfé." Finnur þessi Þor- valdsson var dóttursonur Eyjólfs Arnlinnssonar riddara og urðu miklar deilur út af arfi eftir hann. 2. Grund i Svarfaðardal. í testa- mentisbréfi Þorsteins lögmanns

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.