Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 27

Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 27
JÓLABLAÐDAGS 27 MANNAPINN Það er alltaf heldur til skapraunar vönduðu fólki, að apar og menn skuli líkjast hver öðrum í svo rík- um mæli. Þessi frásögn cr ekki líkleg til þess að gera þessu fólki lcttara í skapi. Innfæddir menn á Borneó og Súmatra kalla órangútanginn skóg- arrnann og nafngiftin er af því, að þeir telja þennan stóra mannapa ekki aðeins eins vitran og raann- inn, heldur mun gáfaðri. — Ástæðan fyrir því, að apinn talar ekki mannamál, segja þeir, er ein- vörðungu sú, að þá mundi hann vera settur til að yinna og lrann er nógu slunginn til þess að forða sér frá þeirri ógæfu! í elztu frásögnum frá Afríku er líka sagt frá merki- legum skógarmönnum, sem voru svartir eins og negrar og voru loðn- ir á öllum kroppnunr. í vitund innborinna manna í þessum löndura hafa stóru aparnir alltaf verið „nærri-því-menn“. — Nýjustu kenningar náttúruvísind- anna á sviði dýrasálarfræði, eru ekki fjarri því að styðja þessa skoð- un frumbyggjanna, einkum þó síð- an sannað var með gáfnaprófum, að mannaparnir geta ekki aðeins lært að nota ýmis tæki og áhöld, héldur eiga það líka til að búa til hluti siálfir, sem þeim geta koinið að gagni, eins og t. d. búa til langt prik úr tveimur bambusbútum og nota Jnað síðan til Jress að veiða méð Jjví banana, sem eru fyrir utan rimla- búr apanna. GáfaðastUr mannapanna er Sjimpansinn. Gáfnafar hans hefur líka verið betur athugað en annarra apa, einkum þó af amerísku hjón- unum Catherine og Keith J. Hayes við Birker Laboratories of Primate Biology í Flórída. Þau tóku Sjim- pansa-unga og ólu upp með barni sínu og veittu honum sömu að- hlynningu og athuguðu nákvæm- leg framförina og samanburðinn á hverju stigi tilraunarinnar. Ung- inn var aðeins fárra daga gamall, Jregar Hayes-hjónin tóku hann. Þetta var kvendýr, Sjimpansabarn- ið, sem þau kalla Viki, er nú rösk- lega J)t iggja ára gamalt' og býr enn hjá hjónunum, og sálfræðingarnir liafa skýrt frá athugunum sínum, m. a. nýlega í fyrirlestrum við The American Philosophical Society. I greinargerð þessari er svo frá skýrt, að þroski apa-barnsins fylgi í stórum ' dráttum þroska manns- barnsins. Áhugamál Viki eru mjög svipuð, Jrroskast í sömu röð og ná yfir svipað svið. í umgengni er Viki rétt eins og livert annað barn. Hún er mjög vingjarnleg og hlýðin, en dálítið stjórnsöm, Jregar Jreir eiga í hlut, sem láta auðveldlega stjórna sér. Leikur hennar er líkamsstyrk- ari en barns (vegna Jress að Sjim- pansinn er að eðlisfari vöðvastælt- ari). Hún lileypur, stekkur og klifr- ar allan daginn. En Viki þekkir líka rólegri leiki. Hún teiknar ogskrifar með blýanti og klippir með skær- um með sama áhuganum og önnur börn sýna við Jress konar verkefni. Vöðvastjórn hennar virðizt fullt eins örugg og lijá þriggja ára barni. Hún vill heldur sinna leikjum, sem hafa fleiri þátttakendur, rétt eins og börn. „Hún tekur í hönd okkar og leiðir okkur Jaangað, sem hún vill fara,“ segja „foreldrarnir" „Hún glettist við okkur og vill fá að koma á háhest! Ef hún eignast nýjan félaga, vill hún heldur leika við hann en einlivern meðlim fjöl- skyldunnar! Þörfin á tilbreytingu er því þegar mjög rík. Viki hermir eftir störfum fullorðins fólks, rétt eins og livert annað barn. Hún Jmrrkar af í stofunni, Jrvær upp og yddar blýanta. Hún bjástrar við að líma ljósmyndir í mynda-albúm.f Greind hennar virðizt liafa sama þroskahraða og eðlilegs barns og er í dag talin standa jafnfætis jafnaldra manns-barni! Það er hið uppörv- andi uppeldi, umhverfið, og tæki- færin til fjölbreyttra leikja, sem hafa flýtt þessari þróun,“ segja sál- fræðingarnir. Aðeins á einu sviði hafa „foreldr- arnir“ fram til Jjessa fundið stóran mismun í ancllegum Jrroska apa- barnsins og manns-barnsins. Það er hið talaða orð. Sem smábarn hjal- aði Viki mun minna en jafnaldra liennar. Þegar hún var finnn ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.