Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 22

Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 22
22 JÓLABLAÐDAGS *WT "J Tr,',ir»ff»í rprr™*’t llmur æskunnar wm Saga eftir Eirík Sigurðsson ÞRIGGJA HÆÐA SÆLGÆTISFAT. Hér hefur hugvitssamur maður verið að verki og smíðað sælgætis- fat á þrem hæðum. Fatið er unnið úr tré, sem málað hefiir verið rautt með gulum fæti. Grænar silki- slaufur og gyllt jólastjarna í topp- inurn eiga að minna á jólatréð. Á neðstu hæðinni er komið fyrir suð- rænmn ávöxtum, miðhæðin er hlaðin piparkökum af.ýmsúm gerð- um og á þeirri cfstu eru margs kon- ar sædndi og konfekt. Hér er allt ;í sama stað af jressu taginu, og latið bæði girnifegt og um leið hið falleg- asta borðskraut. Þóra gamla var ein úti á mel og var að kljúfa mó. Þar var gott næði til umhugsunar. Og í dag sótti venju fremur að henni minningar æskuáranna, þegar veröldin var björt og fögur. Nú var hún á sextugsaldri og bú- in að vera í vinnumennsku síðan hún gat unnið fyrir sér. Alltaf þjónn annarra. Ekki hafði Iienni að jafnaði liðið illa, og oft hafði hún átt góða húsbændur, en annað hafði hana þó dreymt um í æsku. Þá hafði liana dreymt um að giftast góðum manni, eiga með honum efnileg börn og stjórna sjáíf; eigin búi. — En allt hafði þetta fafið öðruVísi. Hún hafði farið að heiman að vinna fyrir sér fimmtán ára gömul. Heimilið var fátækt og ekki þörf fyrir hana heima. Systkinin voru mörg. Þegar hún var tuttugu og tveggja ára kynntist hún honum. Þau voru vinnuhjú saman á Krossi. Þeim ár- um- mundi lnin aldrei gleyma. Minningin um jiau var eins og lag- ur morgunroði. Hann hét Axcl og var jrá tuttugu og ljögurn^ ára ganiall, myndarleg- ur og laglegur. Eða jrað þótti henni að minnsta kosti. Iiann var líka vel gefinn og prýðilega hagmaltur. Hún kunni enn vísurnar, sem hann gerði um hana. Hún fann ylinn frá kvöldunum, er hún hvíldi í faðmi hans. F.ftirár- ið voru þau leynilega heitbundin. Þau ætluðu Jjó ekki að gifta sig næsta ár. Þessi tírni var enn óslit- inn sólskinsdagur. Þá varð hún aldrei lúin. Þótt hún ynni frá morgni til kvölds, var hún alltaf kát og fjörug. Hún fann þróttinn ólga í blóðinu og sá alls staðar gleði og hamingju. Hún vissi, að sumar hinar stúlk- urnar öfunduðu hana. Þeim lei/.t líka vel á Axel. F.n liún aumkvaði þær aðeins fyrir að fá ckki notið unaðar ástarinnar eins og hún. Þó náði fögnuður hennar há- marki, er hún varð jress vör, að hún bar barn undir belti sér. Það var ávöxtur þessarar heitu, fyrstu ástar. Fn Jregar leið á sumarið fór við- horf Axels að breytast. Hann fór að verða kaldari í viðmóti. F.nn trúði hún fyllilega á einlægni hans. En skömmu fyrir jólin opinberaði hann trúlofun sína með stúlku af næsta bæ. Þetta var fyrsta og þyngsta áfall- ið, sem hún varð fyrir í lífinu. Nú sá hún, að hann hafði aðeins ginnt hana og hún stóð ein uppi. Ilún fæddi barnið á göu. Hús- bændurnir lofuðu henni að vera og fórst vel við hana. Hún eignaðist litla stúlku, ósköp fallega og elsku- lega. Hún lét hana heita Marselíu eftir Marselíu hinni fögru. liarnið var eins og ljósgeisli, sem lýsti upp í sorgarmyrkri vonbrigð- anna. F.igi að síður varð nú afkoma hennar erfiðari með barn á fram- færi. Hún fékk sig ekki til að fara fram áynei'tt meðlag frá föðurnum, enda sjállsagt verið þýðingarlítið. Nú vildi hann livorki heyra hana né sjá. Næstu ár voru að sumu leyti ánægjuleg, jrótt vonbrigðin væru ekki horfin. Öll hugsun hennar snerist nú um litlu stúlkuná. Ilún fékkst lítið um, þótt hún gengi sjálf illa til fara, ef hún gat keypt eitt- hvað fallegt á Marselíu litlu. Og %

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.