Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 12

Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 12
12 JÓLABLAÐDAGS kvikfjám og búshlutum yfrið góz. Skipaði liann og að liver prestur í biskupsdæminu skyldi til leggja um næstu þrjú ár hálfa mörk hver. Varð þetta stórgóz. LamBseldi bað liann og um allan Ólafsíjörð og víða urn Fljót, svo að brott var alið til fimmtigi, og játuðu ævinlega bisk- upinum upp í jarðir sínar. Svo og eigi síður skipaði lierra Laurentius vanhagafé því, sem féll í stærri mál- um, til prestaspítalans, senr var af Benedikt Kolbeinssyni og Þorsteini bróður hans, og öðrum ríkismönn- um, sem brotlegir urðu í þungum skriftum. — Vildi hann því skipa prestaspítal að Kvíabekk í Ólafs- firði, að honum þótti þar gott til blautfisks og búðarverðar, og þótti það vel henta gömlum mönnum til fæðu. Ungan prest skipa,ði hann þar til ráðsmanns, er verið hafði áður lærisveinn fians að Munkaþverá, þá er hann var þar. Sagðist hann það hyggja, að hann mundi verða rosk- inn maður til fjárhaga, en það var Björn prestur Önundarson. Var hann þar ráðsmaður, rneðan Laur- entius biskup lifði, og komust þar undir nægtir alls kvikl jár og kostar, svo að þar skorti ekki þá Laurentius biskup sálaðist. Voru þar þá margir prestar." Þessa Kristsfjár, sem Laurentius biskup gefur til Kvíabekkjar laust lyrir 1330, getur síðan aldrei í heimildum. Þorsteinn Eyjólfsson higmaður gefur kúgildi til Kvía- bekkjar í testamentisbréfi sínu 1386 og Hafldór prestur Lpftsson annað í sálugjafarbréfi sínu 11403. En slíkar gjafir gáfu þeir morgum kirkjum öðrum, svo að ómögulegt er af því að ráða, hvort prestaspítal- inn er þá við lýði. En furðulegt er, e*f svo merk stofnun og vel studd að auðræð- um, sem hún virðist vera með skip- an Laurentiusar, hefur strax niður fallið, er hann féll frá. F.r minnsta kosti sennilegt, að Egill biskup Eyj- ólfsson, sem var ágætur maður, hafi reynt að halda henni við, og ef bisk- upar hefðu haft á því einhvern hug, sýnist prestaspítali þessi hafa átt að geta haldizt lengi við lýði. Því und- arlegra er, að engar sögur ganga af honum, né eru til önnur skilríki um hann en það, sem í Laurentius- sögu stendur. 1 HFR ER ÞÁ upptalið það, sem eg hef fundið um Kristsfé í Eyja- firði. Þess ber að gjeta', að óvíða verður séð með fullri vissu, hve mikil ískýldan var ;í liverri jörð, en gíera má ráð fyrir, að venjulegast haii að- eins verið um eina ómagavist að ræða, nema þar sem getið er um tvær. Einhverjar matgjafaskyldur kunna einnig að hafa hvílt á jörð- unum, þó að allar heimildir bresti urn þetta víðast hvar. Eins og sjá má af Björk, hefur Kristsfénu stundum verið ráðstafað yfir á aðrar jarðir og alla vega héfur það týnzt og glatast, unz flestar Kristsfjárkvaðir í Hóla- biskupsdæmi hinu forna hurfu, er jarðirnar komast undir konung. Hefur Ólafur biskup Hjaltason enga framkvæmd haft til að halda í þessar jarðir til hapda fátækum og Guðbrandur Þorláksson minntist aldrei á Kristsfjárjarðir. En í Skállioltsbiskupsdæmi barð- ist Oddur biskup Einarsson citul- lega fyrir því, að jarðir, sem á fyrri tíð hefðu verið gefnar af góðu fólki til uppeldis fátækum mönnum, by^gist altur til þeirra og „brúkist ekki á nokkurn annan máta, en svo sem þær hafa verið skipaðar og gefhar í fyrstu.“ (Bænar- og kæru- skrá til konungs 20. júlí 1592). Árið 1590 gekk sex manna dómur um Kollsholt í Flóa. Klagaði séra Stefán Gíslason um það, að búend- ur í Biskupstungum vildu setja ómaga á hálfa jörðin til framfærslu, en jörð þessa taldí hann að sér hefði verið reiknuð kvaðarlaus í arf. Leizt dómendum, að T|rngnamenn ættu að sanna, að ómaginn ætti þar að vera ýjörðin væri Kristsfjárjörð) og reyndist svo, skyldi jöroin engin eign talin til móts við samarfá séra Stefáns. F.n leiðist ekki vitnin þá falli. framfærsluskyldan niður. Á prestastefnu 1601 tekur Oddur biskup fátækraframfærslu liþ með- ferðar og leggur það til „að ómagar séu hafðir á kirkjunum, þar sem ómagavistir eru skipaðar og á öðr- um Kristsfjársjörðum, fyrst hvorki eru spítalar né ölmusukistur, ekki testamentisgjafir, né annað tillag jreim til uppheldis, sem að fornu (Framh. d bls. 19). Frá Gnind. Jarðarinnar getið í Kristfjárjarðaskrá.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.