Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 16

Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 16
16 JOLABLAÐDAGS Adam, Eva og hindberjasulta I. TILBRIGÐI. (Adam og Eva sitja að morgunverði. Þau hafa verið gift í viku). EVA: Ástin mín — yiltu ekki ofurlítinn sykur út í kaffið? . Ekki einn mola?, ADAM: Nei, þakka þér fyrir, vina mín, kaffið er ágætt eins og það er. EVA: Nei, Adam, þú veizt bara ekki hverju einn sykúrrtioli fær áorkað. Kaffibi’agðið verður bara allt annað. Viltu ekki reyna, svona að gamni þínu — bara fyrir mig í þetta eina skipti? ADAM: Jæja þá, elskan, fyrst þú endilega vilt, en þó aðeins með einu skilyrði. EVA: Og skilyrðib er? ADAM: Að þú gefir löglegum ektamanni þínum góðan koss fyrst. EVA (þykist móðguð): Adam, að þú skulir tala svona! ADAM: Eg sé ekkert athugavert við það. (Þau kyssast. Hann hrærir í kaffibollanum). ADAM (andvarpar af eintómri ánægju); Jæja, gætir þú ekki hugsað þér að neyða mig til að setja fleiri mola í bollann? (Þau hlæja eins og ástföngnu fólki er tamt). EVA: Á eg að trúa þér fyrir leyndarmáli, elskan? Eg er hrædd um að það séu kekkir í hafagrautnum. ADAM: Eg trúi þessu ekki. EVA: Þetta segirðu nú bara til þess að særa mig ekki, en því miður er þetta satt. Og nú skaltu fá annan koss. Þegar við erum búin að vera gift í átta daga, skaltu ekki fá kekkjað- an hafragraut. Prófaðu hindberjasultuna, vinur. ADAM: Þakka þér fyrir, en nú get eg ekki meira. Þú ert á góðri leið með að gera mig að ístrubelg! EVA: Nei, það geri eg ekki, en hins vegar hef eg ekkert á móti því að að eiga heldur meira af þér en minna, mér er sama þótt þú þyngist um nokkur pund. Smakkaðu á sult- unni, bara eina teskeið? ADAM: Mmmmn. Mjög bragðgóð. En heyrðu nú, eg er að verða of seinn. Eg verð að fara. Strætisvagninn bíður ekki. EVA (vonbrigði í röddinni): Æi nei, hefurðu ekki tíma til að reykja smávindil. Mér finnst vindlalyktin svo skemmti- leg. Hún minnir mig sífellt á þig eftir að þú ert farinn. ADAM: Nei, stúlka litla, enginn tími til þess. Eg verð að fara. EVA: Æ, það er svo leiðinlegt. Og þá eg hér alein. ADAM: Já, en mundu að bráðum kemur laugardagur og þá förum við út í sveit og verðum saman alla helgina. Bara við tvö. - Þrjú tilbrigði yfir gamalt stef — k

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.