Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 23

Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 23
JÓLABLAÐ DAGS alltaf valdi hún handa henni bezta bitann at’. matnum sínum. Þó var ýmislegt að. Oft bar á því, að húsbændurnir liefðu litlu stúlk- una út undan, og vildu ekki, að hún byggi við sömu kjör og börnin þeirra. Því urðu þær mæðgur að taka þegjandi. Af jressu leiddi, að í sál litlu stúlkunnar safnaðist grenlja yfir því, að hún væri beitt óréttlæti. Og stundum brauzt þessi gremja út, meðan lnin hafði ekki vit til að dylja hana. En í eðli sínu var Marselía litia gott og efnilegt barn. Þess vegna var það líka sárara íyrir Þóru að verða að sætta sig við, að hún væri í ýmsu liöfð út undan. En vinnukonan varð að sætta sig við það. Af þessum ástæðum hafði hún oft vistaskipti á þessum árum. „Það er undarlegt, hvað Marselía litla er myndarlegt og vel gefið barn, jiví að ekki stígur hún Þóra í vitið,“ sögðu konurnar hver við aðra. F.kki var laust við að sumar þeirra öfunduðu Þóru af þessu fagra og gáfaða barni. Það var aðdáunarvert, ltvað litla stúlkan var góð við móðtir sína. Hún var eins og sólargeisli, er fylgdi henni, hvert sem hún fór. — Þegar, Þóra var við vinnu úti við, fylgdi hún oftast móður sinni, þeg- ar veður leyfði. Þar lék hún sér ein og beið þess, að mamma hennar kæmi heim aftur. Hún gat setið tímunum saman og horft á blómin á túninti. Hún dáð- ist að fegurð þeirra. Það var eins og þetta barn teygaði af lindum feg- urðarinnar, hvar sem það gat. Það var eins og eðli hennar væri svo ójarðneskt. Hún var orðin læs, þegar hún var sjö ára. Enginn vissi, hvernig hún lærði að lesa. Það kom ein- hvern veginn af sjálfu sér. Nú las litin allt, sem hún náði til. Einkum hafði hún unun af ævintýrum. Hún las Þúsund og eina nótt aftur og aftur. En fullorðna fólkinu þótti óþarfi, að telpan lægi alltaf í bók- um. Því þótti sjálfsagt, að hún hjálpaði eitthv’að tih Ilún var því liöfð í sendiferðum og til snúninga. Viljug var hún. En stundum kom það fyrir, að hún gleymdi erindinu, þegar eitthvað það varð á leið henn- ar, sem hreif hugann. Þá var lienni vægðarlaust hegnt og sagt, að þetta kæmi af kæruleýsi. Marselía litla tók nærri sér þessar ávítur, því að hún v'ar svo fíngerð. Hún vildi allt hið be/.ta, en gat ekki við þessu gert. Einn óvenjulegan hæfileika hafði Marselía litla. Hún var skyggn. Hún sá margt, sem aðrir sáu ekki, bæði í nátúrunni og myndir úr ævi kynslóðánna frá liðnum dögum. Hún sagði aðeins móður sin'ni frá þessum sýnum og urðu þær jreim oft umræðuefni. Nokkrum sinnum sagði hún' hinuni Itörnunum frá sýnunum, en Jaau hlógu að henni, og gætti hún þess að gera jrað ekki aftur. En það var eins og skyggnihæfi- leikin nminnkaði með aldrinum, því meir sem hún samhæfðist þess- um jarðneska lieimi. Um vorið, þegar hún varð átta ára, var hún látin sitja yfir kvíaán- um urn sumarið með 13 ára dreng. Þá varð hún að vakna snemma á morgnana og var oft þreytt á kvöld- in. Verstir voru rigningardagarnir. Hlífðarföt átti hún engin og var því oft í blautum fötum. Þá var henni ol t sárkalt. En Jrað var tilgangslaust fyrir umkomulitla vinnukonu að mögla út af þessu. Þctta varð svona að vera. En Jregar gott var veður, þótti henni gaman í hjásetunni. Þá dáð- ist hún að fegurð náttúrunnar og undi einverunni vel. Stundum sagði hún smaladrengnum ævin- týri, sem hún kunni. En það kom fyrir, að það vantaði af ánum. Þá fengu smalarnir engan kvöldmat. Mamma geymdi Jrá af 23 sínum mat og gaf henni. Eitt sinn varð Jrað uppvíst, að hún hafði haft Þúsund og eina nótt með í hjáset- una, og ])au höfðu lesið þar í henni. Urn kvöldið vantaði fjórar ær. Þá flengdi bóndinn lrana. Það kvöld grét hún sig í svefn. Höggin höfðu ekki aðeins sært líkama liennar, heldur miklu l’remur hina við- kværnu barnssál. Þetta gekk Þóru mjög til hjarta. Eftir það var jtess vandlega gætt, að Marselía hefði ekki bækur með. sér í hjásetuna. Suntarið leið. Um haustið veikt- ist Marselía litla af barnaveiki. Eft- ir tvo daga andaðist hún. Þóra ætlaði fyrst að bugast af harmi. Hún sat yfir 1 íki litlu stúlk- unnar sinnar í tvo sólarlninga. Þá fannst henni hún fyrst skynja, að Jretta væri allt eðlilegt. Henni liafði verið gefin litla stúlkan aðeins unr stundarsakir. Hún var svo fíngerð og himnesk, að Jrað var næstum óhugsandi, að hún dveldi lengi í ])essum grófgerða heimi. Hér hafði hún verið eins og gestur. Eins og fagur draumur, sem hverfur. Loks Jregar Þóra sofnaði dreymdi hana að litla stúlkan kom til henn- ar og sagði: ,,Þú átt ekki að gráta, mamma. Mér líður vel. Ég bíð eftir Jrér.“ Þegar hún vaknaði mundi luin drauminn. Hann sefaði og mýkti sorgina. Elún fór aftur að sinna störfum sínurn. Mörg ár voru liðin frá þeim tíma. Hún hafði víða verið og alla ævi unnið fyrir sér. Hún hafði ekkert að vinna fyrir síðan hún missti litlu stúlkuna sína. Lífið varð eitthvað svo tilgangslaust fyrst á eftir. Hún geymdi að vísu minninguna um hana í hjarta sínu, og það var henn- ar eina ánægja í lífinu. — Undar- legt var, að drottinn skyldi taka al- eiguna frá henni. Hún var að kljúfa síðasta mó- hlassið. Hún vissi lítið, Iivað gerð- ist í kringum hana, meðan hún rifj-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.