Dagur - 21.12.1978, Síða 9

Dagur - 21.12.1978, Síða 9
Fyrr á þessu ári varð Kvennasam- band Akureyrar aldarfjórðungs gamalt. Það telst e. t. v. ekki ýkja hár aldur, en á þessum árum hefur sambandið unnið mikið starf þótt það hafi ekki alltaf farið hátt. Hin merka kona Halldóra Bjarna- dóttir var á sínum tíma aðal- hvatamaðurinn að stofnun sam- bandsins, en að því standa fjögur kvenfélög á Akureyri. Þau voru hins vegar þrjú þegar sambandið var stofnað. Fyrsti formaður þess var Elísabet Einarsdóttir, en nú- verandi formaður er Júdit Sveins- dóttir. Markmið félagsins er í meginatriðum áþekktng á fyrstu árum þess þ. e. að vera samnefnari kvenfélaganna á Akureyri, fá þau til að vinna saman og koma á námskeiðum fyrir konurnar. Auk þess má nefna að á vegum sam- bandsins starfa tvær nefndir, orlofsnefnd húsmæðra og mæðra- styrksnefnd, en hin siðari er í endurmótun sem stendur. • « • „Halldóra Bjarnadóttir var búin að kynna störf Kvennasambands íslands og Kvennasambands Norðurlands og hún taldi að það yrði konum á Akureyri til heilla ef stofnað yrði kvennasamband hér í bæ. Þá störfuðu þrjú kven- félög í bænum, Framtíðin, Hlíf og Kvenfélag Einingar", sagði Júdit Sveinsdóttir formaður K. S. A. í samtali við Dag. „Nú eru þau hins vegar fjögur, Kvenfélagið Baldursbrá hefur bæst í hópinn. Þegar sambandið var stofnað var mikill hörgull á félögum sem konur gátu tekið þátt í og þeim þótti oft á tíðum að þær væru ekki færar um að starfa í félagsskap. Á vegum Kvennasambandsins voru námskeið haldin, og sýningar á verkum kvennanna. Þessum þætti hefur verið fram haldið og t. d. má nefna að við héldum postulínsnámskeið fyrir nokkrum árum. Eftir það var keyptur brennsluofn sem nú er í Iðnskól- KONUR VTNARI — segir Júdit Sveins- dóttir formaður Kvennasambands Akureyrar Samhand nnrðlenskra kvenna þingaði á Hrafnagili árið 1973 i tilefni af 60 ára afniæli S. N. K. Mvnd: Friðrik Vestmann. Júdit Sveinsdóttir. Stjórn Kvennasambandsins var hins vegar á öðru máli og nú er verið að endurskipuleggja nefnd- ina. Það er Ijóst að mæðrastyrks- nefnd mun starfa á öðrum grundvelli en hér áður fyrr. enda t. d. mikið til búið að útrýma fá- tækt í þeirri mynd sem þekktist fyrir nokkrum áratugum. Nefnd- in mun starfa í nánu samráði við Félagsmálastofnun Akureyrar- bæjar, en mæðrastyrksnefnd sá áður um heimilishjálpina sem stofnunin hefur tekið upp á sína arma. „Orlofsnefnd húsmæðra er mikið yngri en mæðrastyrksnefndin. Löggjöf um húsmæðraorlofið var ekki sett fyrr en 1960. Markmið nefndarinnar er að útvega hús- mæðrum, orlof í viku til tiu daga. Eldri konurnar hafa verið á ýms- um stöðum, tvö síðustu árin í Hrafnagilsskóla ásamt konum úr Reykjavík og hefur þeim líkað dvölin ákaflega vel. Það var erf- iðara að leysa vandamál ungu kvennanna, því þær áttu ekki gott með að fara frá börnunum. Það mál var leyst á þann hátt að Kvennasambandið eignaðist hús á Illugastöðum ásamt deild í Ólafsfirði. Orlofsnefndin á Akur- eyri er sú eina á landinu sem á sitt eigið hús. Ég vil taka það skýrt fram að orlofið er ekki bundið við konur innan kvenfélaganna. Eina skilyrðið er að konan hafi veitt heimili forstöðu. „Ég tel að sé þörf á félagsskap, þar sem konur einar fá inngöngu. Hvernig sem á því stendur virðast blönduð félög ekki geta þróast eðlilega, karlmennirnir vilja alltaf vera forsvarsmenn, þrátt fyrir að nóg sé af góðum konum í við- komandi félagi. Og mér hefur fundist í gegnum árin að ef eigi að hrinda einhverju máli í fram- kvæmd og vinna að því af dugn- aði — þá séu konurnar ekki síðri. Þær eru jafnvel ýtnari — gefast ekki strax upp.“ Formaður Kvennasambands Ak- ureyrar er Júdit Sveinsdóttir. Gjaldkeri: Margrét Kröger. Rit- ari: Sigrún Lárusdóttir. Varafor- maður: Svanhildur Þorsteins- dóttir. Vararitari: Úlfhildur Ragnarsdóttir. Varagjaldkeri: Sólveig Axelsdóttir. Meðstjórn- endur: Marta Jónsdóttir og Freyja Jónsdóttir. Formaður Kvenfélagsins Framtíðin er Ragnheiður Bjarnadóttii. Formaður Hlífar er Guðmunda Pétursdóttir. For- maður Kvennadeildar Einingar er Unnur Björnsdóttir og for- maður Baldursbrár er Katrín Ingvarsdóttir. Þetta var örstutt blik úr langri sögu. Við höfum ekki getað gert annað en að minna á félög, sem starfa af undraverðri þolinmæði að settu marki. Við höfum ekki heldur séð ástæðu til að tíunda allt það góða slarf sem félögin hafa unnið á undanförnum ára- tugum, enda yrði sá listi langur. Dagur óskar kvenfélagskonunum allra heilla á ókomnum árum og óskar þeim gleðilegra jóla. I kvenfélögunum fjórum sem eiga aðild að Kvennasambandi Akur- eyrar eru um 320 félagar. Meðalaldurinn er nokkuð hár og Júdit sagði að erfiðlega gengi að fá ungar stúlkur til þess að ganga í kvenfélögin. E. t. v. væri ástæðan sú að nafnið eitt fældi þær frá þátttöku, en einnig verður að hafa í huga að fjöldi félaga hefur aukist að mun á síðustu árum og ungar stúlkur eru yfirleitt mjög bundnar við heimilisstörf og barnagæslu. „Námskeiðin eru mikilvægur þáttur í starfi Kvennasambands- ins, en hvað viðvíkur þeim verk- efnum sem eru á döfinni má nefna að kvenfélögin hafa fest kaup á hjálpartæki við fæðingar. Þetta tæki er komið til landsins og verður væntanlega afhent fæð- ingardeild sjúkrahússins fyrir áramót. Þetta er fjárfesting upp á rúmar þrjár milljónir króna og félögin hafa skuldbundið sig til að leggja fram 2,2 milljónir. En þá er rétt að víkja að þein nefndum sem starfa á vegum sambandsins. Það er í fyrsta lagi mæðrastyrksnefnd. Hún leystist upp í vor þar sem nefndarkon- urnar töldu að hún hefði ekki lengur neinu hlutverki að gegna. IfÍSI Frá fclagsmálanániskciði á s. I. ári. Sigríður I horiacius annaðist lcið: nániskciðinu sem fjallaði aðallega um fundarsköp. Sigríður er önnur frá vinstri. Mynd: Friðrik DAGUR.9

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.