Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 6

Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 6
JÓNAS JÓNSSOWi PRÝÐUM landið PLÖNTUM TRJÁM Ár trésins — 1980 Skógræktarfélag íslands verð- ur 50 ára á næsta ári. Það var stofnað á fundi i Almannagjá 27. júní á Alþingishátíðinni 1930. Hinn 11. maí sama ár var á Akureyri stofnað skógrækt- arfélag með sama nafni. Frumkvöðull þess var Jón Rögnvaldsson garðyrkju- og skógræktarmaður frá Fífii- gerði. Nafni þess var síðar breytt í Skógrækt Eyfirðinga, sem enn starfar og er því elst skógræktarfélaganna í land- inu. I tilefni þessa afmælis skógrækt- arfélagsskaparins i landinu hefur verið ákveðið að árið 1980 verði ár trésins á íslandi, og hafa fjöl- mörg félög og landssamtök geng- ið, til liðs við Skógræktarfélag ís- lands og Skógrækt rikisins til að hrinda þeirri hugmynd í fram- kvæmd. Meginmarkmiðið með ári trésins er: • Að kynna öllum almenningi árangur skógræktar og trjá- ræktar hér á landi. • Að benda á gildi þess að planta trjám til að fegra um- hverfið og veita skjól. • Að leiðbeina um trjáplöntun og trjárækt og gefa hugmyndir um skipulagningu trjágarða í kringum hús og önnur mann- virki. • Að kynna þýðingu skjólbelta- ræktunar og leiðbeina um hana. • Síðast en ekki síst að hvetja alla einstaklinga til að taka á þessu ári virkan þátt í trjárækt og/eða skógrækt með því að planta trjám eða skógarplönt- um eftir því sem aðstæður hvers og eins leyfa. Einstaklingar eru hvattir til að fegra þannig í kringum híbýli sín. Félög eru hvött til að vinna að fegrun umhverfis innan starfs- svæða sinna. Opinberir aðilar sveitarfélög og stofnanir — til að fegra á hliðstæðan hátt svæði í kringum byggingar, skóla og hverskonar þjónustubyggingar og mannvirki svo og á almennings- svæðum, sem leggja innan marka þeirra eða eru í þeirra umsjón. Héraðsskógræktarfélögin hafa forystu um að hrinda hugmynd- inni um ár trésins i framkvæmd, þau njóta til þess stuðnings fjöl- margra annarra félaga og hafa þegar fengið góðar undirtektir hjá sveitarfélögum. Víða hafa verið myndaðar til þessa sam- starfsnefndir þessara aðila. Skógrækt og f ram- farlr landslns Saga skógræktar á íslandi er ekki orðin löng en menn hafa lengi fundið til þess hve landið var bert og gróðurinn víða hrjáður eftir óblfðar aldir og harða baráttu þjóðarinnar fyrir því að halda lífi. Það fór því eðlilega saman JónasJón sson, Jón Rögnvaldsson, einn af frurakvöól unum skógræktar á fslandi. HBTHffHHH^ Tí'zni.n," uitj :u |u Fyrstu plöntumar gróðursettar við Stórutjarnarskóla. Fulltrúar á aöalfundi Skógræktarfélags fslands 1978 plöntuðu. Ljósra.: J.J. þegar rofa tók til og farið var að ræða um leiðir til að bæta hag þjóðarinnar með aukinni ræktun og betri búháttum, að hugsað var til skógræktar. Á sautjándu öldinni hóf Vísi- Gísli garðrækt og reyndi marg- háttaða aðra ræktun þar á meðal trjárækt. I lok aldarinnar skrifar Páll Vídalín fyrstur manna um skógrækt og hvetur til þess að hún verði reynd. Á átjándu öldinni fékkst Skúli landfógeti við trjárækt í Viðey og ritaði um nauðsyn þess að rækta hér skóg. Eggert Ólafsson og Bjami Pálsson lýsa áhyggjum sínum yfir eyðingu birkiskóganna og hvetja til skógræktar og 1758 er gefin út fyrsta stjómskipun um betri meðferð birkiskóga og skógarleifa. Landsnefndin 1770 leggur til með öðrum ræktunar- bótum, að reynd sé skógrækt. Þannig mætti lengur telja, og er ljóst að mennimir, sem hófu al- hliða baráttu fyrir endurreisn þjóðarinnar með ræktun og bættum atvinnuháttum, hófu einnig baráttu gegn frekari eyð- ingu landsins. Þeir vildu hefta sandrok og uppblástur, vernda leifar birkiskóganna og rækta nýja skóga. Þannig hafa það lengi verið hugsjónir þeirra, sem vildu framfarir lands og þjóðar, að saman fæm ræktun lands og lýðs, að stuðla beri að alhliða ræktun í landinu og að hvað eina, sem hér getur vaxið eigi að fá að vaxa hlið við hlið, allt eftir því, sem loftslag og landslag býður upp á í hverj- um hluta landsins. Sérstaða skógræktarinnar er sú, að árangur hennar kemur ekki í ljós á einum degi og arðs af henni er ekki að vænta fyrstu árin eða áratugina. En á móti kemur gagnsemi hennar á þeim mun varanlegri og víðtækari fyrir allt umhverfið. Upphaf skógræktar er til þess rakið, að árið 1899 var plantað í trjáreit í brekkuna austan Al- mannagjár, skammt frá öxarár- fossi. Ári síðar var komið upp samskonar reit á Grund í Eyja- firði. Nokkru síðar var hafist handa um friðun birkiskóganna, fyrst á Hallormsstað og á Vögl- um, síðar nokkur í Þórsmörk, Ás- byrgi og víðar. Gróðrarstöðvum var fljótlega komið upp á Hallormsstað, á Vöglum og í Reykjavík, og frá þeim komu fyrstu innlendu barr- plöntumar, sem holað var niður. Að .þessu beindust störf skóg- ræktarlaganna frá 1907,„lagaum skógrækl og varnir gegn upp- blœstri lands. “ Hér má einnig minna á stofnun Ræktunarfélags Norðurlands 1903, en eitt af fyrstu verkum þess var að koma á fót Gróðrarstöð- inni á Akureyri, þar voru einnig haldin ræktunarnámskeið, og í riti þess var þá leiðbeint um trjá- rækt og hvatt til skógræktar. Árangur þessarar viðleitni til að planta hér barrtrjám á fyrstu árum aldarinnar virtist framan af minni en björtustu vonir stóðu til og beindist starfið því nær ein- göngu að því að friða og hlúa að birkiskógunum. Því var nær engu plantað af barrtrjám frá því fyrir 1920ogframyfir 1930. Síðarkom í ljós að þama var um vanmat að ræða á möguleikum til ræktunar á barrskógum og öðrum erlend- um trjátegundum. Aldamótareit- imir eru nú ekki aðeins minnis- merki um framtak og bjartsýni brautryðjendanna. Þeir hafa ekki síður fræðilegt gildi og kenna margt um þrif trjáa á viðkomandi stöðum. Tímamót Um og eftir 1930 verða tíma- mót í sögu skógræktar, 1930 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.