Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 37

Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 37
Nýjar bækur f rá AB Orrustan um Bretland eftlr Leonard Mosley Þriðja bókin í ritsafnl Bóka- klúbbs AB um sfðari heims- styrjöldina Út er komin hjá Bókaklúbbi Al- menna bókafélagsins bókin Orrustan um Bretland eftir brezka sagnfræðinginn Leonard Mosley í þýðingu Jóhanns S. Hannessonar og Sigurðar Jóhannssonar. Þetta er þriðja bókin í ritsafni AB um síðari heimsstyröldina, en áður eru út- komnar í sama flokki Aðdragandi styrjaldar og Leifturstríð. Orrustan um Bretland fjallar í máli og myndum um framkvæmd áætlunar Hitlers um töku Bret- lands, sem skyldi gerast með ótak- mörkuðum lofthernaði og síðan innrás skriðdreka og fótgönguliðs. Texti bókarinnar skiptist í sex kafla sem heita: Kreppir að Bretlandi, Sigurlík- umar fyrirfram, Dagur amarins, Árásin á Lundúnir, í deiglu loftár- ásanna, Á útgönguversinu. Myndaflokkar bókarinnar heita: Hitlar nartar í Ermasund, Komi þeir bara!, Heljarmennið Chur- chill, Stertilmennið Göring, Brott- flutningur úr borgum, Beðið eftir útkalli, Eldskírn, Herhvöt á heimavígstöðvunum, Vængstýfðir ernir Þýzkalands. „Bókin er rituð af áhorfanda þessa tryllta leiks. Auk þess að gefa glöggt yfirlit yfir gang styrjaldar- innar árið 1940 sýnir bókin at- burðina mjög oft frá sjónarmiði þeirra sem stóðu í eldhríðinni á báða bóga, hermanna og almenn- ings,“ segir til tilkynningu um bók- ina í Fréttabréfi AB. Bókin er 208 bls. í stóru broti. Setningu og filmuvinnu hefur Prentstofa G. Benediktssonar ann- ast. Bókin er prentuð í Toledo á Spáni. Islenzkir málshættir í samantekt Bjarna VII- hjálmssonar og Óskars Hall- dórssonar komnlr út f ann- arri útgáfu auklnnl Almenna bókafélagið hefur sent frá sér íslenzka málshætti þeirra Bjama Vilhjálmssonar og Óskars Halldórssonar í annari útgáfu auk- inni. I kynningu á kápu bókarinnar segir á þessa leið: „íslenzkir málshættir í saman- tekt þeirra Bjarna Vilhjálmssonar og Óskars Halldórssonar kemur nú út í annarri útgáfu og fylgir henni bókar auki með fjölmörgum máls- háttum sem útgefendur hafa safn- að síðan fyrsta útgáfa kom út árið 1966. Þegar bókin kom fyrst út voru menn strax á einu máli um að ís- lenzkum málsháttum hefðu aldrei verið gerð viðlíka skil og í þessari bók, enda hefur hún notið rótgró- inna vinsælda og verið margri fjöl- skyldunni ómissandi uppsláttarrit og einnig verið notuð í skólum. í ýtarlegri inngangsritgerð, þar sem fjallað er um feril og einkenni Islenzkra málshátta kemst Bjarni Vilhjálmsson svo að orði um máls- hættina, að þeim megi „líkja við gangsilfur, sem enginn veit hver hefur mótað“. Þeir eru m.ö.o. höf- undarlaus bókmenntaarfleifð, eins konar aldaskuggajá, sem speglar lífsreynslu kynslóðanna í hnitmið- uðu formi og einatt í skáldlegum og skemmtilegum líkingum. Islenzkir málshættir eru í þeim bókaflokki Almenna bókafélagsins sem nefnist tslenzk þjóðfrœði. Þessi bókaflokkur tekur til hvers konar alþýðlegra fræða sem til þess eru fallin að bregða ljósi yfir líf horf- inna kynslóða, hugsunarhátt þeirra og dagleg hugðarefni í önnum og hvíld. Út eru komnar í þessum bókaflokki auk ÍSLENZKRA MÁLSHÁTTA bækurnar KVÆÐI OG DANSLEIKIR I II, 1 útgáfu Jóns Samsonarsonar, ÍSLENZK ORÐTÖK I-II, eftir Halldór Hall- dórsson og ÞJÓÐSAGNABÓKIN I-III í útgáfu Sigurðar Nordals. Hafa allar bækur þessa bókaflokks verið sérlega vinsælar og eftir því sem þær seljast upp eru þær gefnar út í nýjum útgáfum.“ Þessi nýja útgáfa málshátta er 427 bls. að stærð. Þar af er viðauk- inn 28 bls. Bókin er unnin 1 Prent- smiðju Jóns Helgasonar, Prent- smiðjunni Odda og Sveinabók- bandinu. Útlit bókarinnar hefur annazt Hafsteinn Guðmundsson. Göturæslskandfdatar Ný skáldsaga eftlr Magneu J. Matthíasdóttur Út er komin hjá Almennabókafé- laginu skáldsagan Göturæsis- kandidatar eftir Magneu J. Matthíasdóttur. Þetta er önnur skáldsaga þessa unga höfundar — áður hafa komið út eftir Magneu ljóðabókin Kopar, 1976 og skáld- sagan Hægara pælt en kýlt, 1978. Um Göturæsiskandidata segir svo aftah á bókarkápu. „Reykjavíkursagan Göturæsis- kandidatar hefði getað gerst fyrir 4-5 árum, gæti verið að gerast hér Magnea J. Matthíasdóttir og nú. Hún segir frá ungri mennta- skólastúlku sem hrekkur út af fyrirhugaðri lífsbraut og kemst 1 félagsskap göturæsiskandidatanna. Þar er að finna margs konar manngerðir og andstæður — sumir eru bamslega saklausir og blíð- lyndir, aðrir harðir og ofsafengnir. Óg þeir eiga það allir sameiginlegt að vera lágt skrifaðir í samfélaginu, og kaupa dýrt sínar ánægjustundir. Ástríður og afbrýðisemi verða um- svifamiklar systur komist þær um of til áhrifa. Hvað verður í slíkum félagsskap um unga stúlku frá „góðu“ heimili, sem brotið hefur allar brýr að baki sér?“ Göturæsiskandidatar er bæði Dagurá bókamarkaði gefin út í bandi og sem pappírs- kilja. Bókin er 170 bls. að stærð og unnin í Prentverki Akraness. Þeir vita það fyrir vestan - Séð, heyrt, leslð og lifað eftlr Guðmund G. Hagalín Út er komin hjá Almenna bókafé- laginu bókin Þeir vita það fyrir vestan eftir Guðmund G. Hagalín. Með þessu bindi hefur Hagalin lokið 9 binda ævisögu sinni, þeirri lengstu og einhverri fjörlegustu sjálfævisögu, sem komið hefur út á Islandi. í káputexta bókarinnar segir: Þeir vita það fyrir vestan fjallar um þau 23 ár sem umsvifamest hafa orðið í ævi Guðmundar G. Hagalíns. Fyrst dvaldist hann 3 ár í Noregi, lifði þar fjölbreytilegu lífi og ferðaðist víðsvegar um landið til fyrirlestrahalds. Síðan var hann blaðamaður við Alþýðubiaðið tæp 2 ár, unz hann fluttist til ísafjarðar 1929 og þar tók hann ríkulegan þátt í bæjarlífi og stjórnmálum þau 15 ár sem hann átti þar heima. Meginhluti bókarinnar er ísa- fjarðarárin. Isafjörður var þá sterkt vígi Alþýðuflokksins og kallaður „rauði bærinn“. Hagalín var þar einn af framámönnum flokksins ásamt Vilmundi Jónssyni, Finni Jónssyni, Hannibal Valdimarssyni o.fl. Á þessum árum skrifaði Hagalín auk þess ýmis af meiri- háttar verkum sínum, svo sem Kristrúnu í Hamravík, Sturlu í Vogum, Virka daga og Sögu Eld- eyjar-Hjalta. Bókin einkennist öðru fremur af lífsfjöri og kímni, og hvergi skortir á hreinskilni." Ný skáldsaga Ungllngsvetur sftlr Indriða G. Þorsteinsson Eftir 8 ára hlé á skáldsagnagerð hefur Indriði G. Þorsteinsson nú sent frá sér nýja skáldsögu nútíma- sögu um ungt fólk sem skemmtir sér og eldra fólk sem orðið er mót- að af lífinu. Bókin er kynnt þannig í káputexta: „Skáldsagan UNGLINGSVET- UR er raunsönn og kímin nútíma- saga. Veruleiki hennar er oft mild- ur og viðfelldinn, en stundum blindur og ósvífinn. Hér er teflt fram ungu fólki, sem nýtur gleði sinnar og ástar, og rosknu fólki, sem lifað hefur slna gleðidaga og reynslan hefur meitlað í drætti sín- um. Allt er þetta fólk bráðlifandi, sama hvort það eru aðalpersónur eða hefur á hendi aukahlutverk — hvort heldur þeir heita Loftur Keldhverfingur eða Sigurður á Fosshóli. Unglingarnir dansa áhyggjulausir á skemmtistöðunum og bráðum hefst svo lífsdansinn með alvöru sína og ábyrgð. Sumir stíga fyrstu spor hans þennan vetur. En á því dansgólfi getur móttakan orðið önnur en vænst hafði verið, — jafnvel svo ruddaleg að lesand- inn stendur á öndinni. Skáldsögum Indriða G. Þor- steinssonar hefur ávallt verið tekið með miklum áhuga og þær hafa komið út í mörgum útgáfum. Tvær þeirra, Sjötíu og níu af stöðinni og Land og synir, hafa verið kvik- myndaðar og Þjófur í paradís hefur verið að velkjast í dómskerfinu undanfarin ár.“ Unglingsvetur er gefinn út af Al- menna bókafélaginu. Bókin er 210 bls að stærð og unnin í Prentsmiðj- unni Odda og Sveinabókbandinu. Með lífið í lúkunum R ögnvaldur Slgurjónsson I gamnl og alvöru eftlr Guð- rúnu Egllsson Út er komin bókin Með lífið i lúk- unum — Rögnvaldur Sigurjónsson í gamni og alvöru — eftir Guðrúnu Egilsson. Þetta er sagan af hinni litríku ævi píanóleikarans Rögnvalds frá því hann kom heim frá námi í lok heimsstyrjaldarinnar og til dagsins ídag. I kynningartexta bókarinnar segir á þessa leið: „Með lífið 1 lúkunum í gamni og alvöru er undirtónninn í lífi og starfi Rögnvalds Sigurjónssonar píanóleikara. Þessi bók segir frá rúmlega þrjátíu ára starfsferli hans hér á íslandi, fjölmörgum tónlist- arferðum til útlanda, íslenzkum samtíma, tónlistarlífi og einstökum uppákomum sem fáir hafa lent í og enn færri sagt frá. Sagan einkennist af alvöru listamannsins, hreinskilni og víðsýni og umfram allt af óborganlegri kímni sem hvarvetna skín í gegn, hvort heldur listamað- urinn eigrar í heimasaumuðum molskinnsfötum um íslenzkar hraungjótur eða skartar í kjól og hvítu í glæsilegu hljómleikasölum vestur við Kyrrahaf eða austur við Svartahaf. Guðrún Egilsson hefur skráð þessa sögu í léttum og skýrum stíl eins og bókina um bernsku og æsku Rögnvalds, sem kom út í fyrra og bar heitið Spilað og spaugað. “ Almenna bókafélagið gefur bók- ina úr. I bókinni eru margar myndir. Hún er 191 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Odda og Sveina- bókbandinu. Á BRATTANN Ævlsaga Agnars Kofoed- Hansen eftir Jóhannes Helga Almenna bókafélagið hefur sent frá sér bókina Á brattann — ævi- sögu Agnars Kofoed-Hansen eftir Jóhannes Helga. Þetta er mikil bók, 330 bls. að viðbættum 32 mynda- siðum. Á brattann minningar Agnars Kofoed-Hansen er saga um undra- verða þrautseigju og þrekraunir með léttu og bráðfyndnu ívafi. Höfundurinn er Jóhannes Helgi, einn af snillingum okkar í ævi- sagnaritun með meiru. Svo er hug- kvæmni hans fyrir að þakka að tækni hans er alltaf ný með hverri bók. I þessari bók er hann á ferð með Agnari Kofoed-Hansen um grónar ævislóðir hans, þar sem skuggi gestsins með ljáinn er aldrei langt undan. Gerð eru skil ættmennum Agnars báðum megin Atlantsála og birtu brugðið á bemsku hans undir súð á Hverfisgötunni, þar sem hann í langvinnum veikindum dreymir um að fljúga. Rakið er stórfurðu- legt framtak hans og þrautseigja í danska flughemum og flugferill hans í þjónustu erlendra flugfélaga, þegar stundum kvað svo rammt að í náttmyrkri og þoku, að lóða varð á jörð með blýlóði. Heimkominn hefur hann forgöngu um stofnun flugfélags — og hefst þá braut- ryðjendaflug hans, upphaf sam- fellds flugs á íslandi, oft á tíðum svo tvísýnt að nánast var flogið á faðirvorinu. En Jóhannesi Helga nægir ekki að rekja þessa sögu. Hann lýsir af og til inn í hugaheim Agnars, utan við tíma sögunnar, og gefur henni þannig óvænta vidd. Á brattann er unnin í Prent- smiðjunni Odda og Sveinabók- bandinu. STOLT MÚLALUNDAR OG SÓMI HVERRAR SKRIFSTOFU ★ Sterk og handhceg ★ Standa óstudd ★ Spara 20% hillurými ★ Bjartir litir ★ Skemma ekki hillur + Verðið hagstcett Ný hönnun sem stenst fyllilega ströngustu kröfur vandlátra mulalundur ÁRMÚLA 34 105 REYKJAVlK SlMI 38400 DAGUR.37

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.