Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 36

Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 36
Nýjar bækur ffrá Bókaútgáfunni Skjaldborg Káta gerist skáti Þá eru KÁTU-bækurnar orðnar níu, og nú eru aðeins þrjár bækur eftir í bókaflokknum um KÁTU og vini hennar. Það gerist alltaf eitt- hvað þegar Káta er annars vegar. í þessari bók er sagt frá því er Káta gerist skáti og tekur þátt í skátamóti í fyrsta sinn. Þær eru alltaf jafn skemmtilegar KÁTU-bækurnar. — Lesið sjálf! Kátu bækurnar eru fyrir yngstu lesendurna. Indriði Úlfsson: Stroku-Palli Ný íslensk barna- og ung- lingabók Nú sendir Bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri frá sér tólftu barna- og unglingabók Indriða Úlfssonar, skólastjóra á Akureyri. Indriði er í fremstu röð rithöfunda, sem skrifa fyrir ungu kynslóðina hér á landi, og einnig afkastamesti rithöfund- urinn. Bækur hans njóta mikilla vinsælda og hafa fengið lof gagn- rýnenda blaðanna og eru fyrstu bækur Indriða löngu uppseldar. INDDIDI ÚLFSSON Stroku-Palli er algjörlega sjálf- stæð saga. Aðalsöguhetjan heitir Páll og er hálfgerður óknyttastrák7 ur, sem oft hefur komist í kast við lögregluna. Að lokum er hann sendur til Gríms gamla vitavarðar í Stormey, en oft áður hafði hann verið sendur í sveit, en alltaf strokið þaðan og því fékk hann viðurnefn- ið Stroku-Palli. En Palli var ekki af baki dottinn og reyndi að strjuka úr eynni. En tókst honum það? Til athugunar fyrir eldri sem yngri. Þetta er ein af örfáum frum- sömdum, íslenskum bókum, fyrir börn og unglinga sem koma út hér á landi á þessu ári (Barnaári). Sagan gerist í íslensku umhverfi og gæti raunar gerst í hvaða kaup- stað sem er á íslandi. Gunnar S. Sigurjónsson: Kveldskin Dulrænar frásagnir og Ijóð Höfundur þessarar bókar, Gunnar S. Sigurjónsson, húsvörður Iðn- skólans á Akureyri, sendir nú frá sér sína fyrstu bók. Hann er kom- 36 . DAGUR Gunnar S. Sigurjónsson Kveldskin Dulrænar frásagrur,hugdeiturog ljóð liðftindur sfigir m i ftl kynaum smum »f þiófcMklajo D*v» ftrfhsfd úi Ea«ru*kóp - M tru friuwnir *f ffilðibfuudufn tnet> Hsisteitu Bjnmssyni og Btör^o OUfsdórtut. inn á efri ár er hann nú gefur fólki kost á að skyggnast inn í hugar- heima sína. Víst er þar forvitnilegt um að litast og fylgjast með höf- undi er hann bregður upp myndum frá þessum heimi og þeim sem við tekur að lífi loknu. Gunnar hefur tekið mikinn þátt í störfum Sálarrannsóknarfélags Akureyrar og oft verið aðstoðar- maður þeirra miðla, sem hingað hafa komið á vegum félagsins. Þetta er tilvalin bók fyrir þá, sem áhuga hafa á dulrænum málefnum. Fjallabæjafólk Æviminningar Einars Kristjánssonar frá Her- mundarfelli Bókaútgáfan Skjaldborg sendur nú frá sér I. bindi í heildarútgáfu af verkum Einars Kristjánssonar, rit- höfundar, sem er vel kunnur af smásagnagerð, skemmtiþáttum, leikþáttum, ljóðagerð, og síðast en ekki síst, af erindaflutningi í Ríkis- útvarpinu, sem hlotið hefur al- mennar og framúrskarandi vin- FIALIABÆIAFÓLK sældir. Áætlað er að útgáfan verði í nokkrum bindum, og hafi að inni- haldi minningar frá æskuárúm höfundar á Hermundarfelli í Þist- ilfirði, skólaminningar frá Lundi í Öxarfirði, Reykholti og Hvanneyri í Borgarfirði, og koma þar margir við sögu. Þá verður greint frá fullorðins- árum við heimilisstofnun og bú- skap í Þistilfirði, nágrönnum, vin- um og fjölskyldulífi. Að síðustu víkur sögunni til Ak- ureyrar, og segir þar af margvísleg- um kynnum höfundar við sam- starfsfólk og aðra bæjarbúa um meira en 30 ára tímabil. Þá verða í þessu heildarsafni um það bil 60 smásögur, 30 útvarps- erindi, 20 önnur erindi og blaða- greinar og viðtöl, nokkrir leikþætt- ir, ljóð og kveðlingar. í ritsafninu verður fjöldi mynda af þeim er við sögu koma, og myndskreytingar munu fylgja all- mörgum smásagnanna. Enginn þarf að efast um að þetta ritsafn verður s'kemmtilegt til lestr- ar fyrir fólk á öllum aldri og ánægjuleg eign. Dagurá bókamarkaði ástarmmr fíogn uro ólgandi áítlr o* ójtnjjrunRÍn órióc Guðbjörg Hermannsdóttir: Krókaleiðir ástarinn- ar Þetta er önnur bók Guðbjargar Hermannsdóttur, húsmóður á Ak- ureyri. Fyrsta bók hennar, Allir þrá að elska, kom út á síðasta ári og hlaut miklar vinsældir og hefur Guð- björg þegar eignast stóran lesenda- hóp. Þessi nýja bók hennar, Króka- leiðir ástarinnar, er spennandi og bráðskemmtileg aflestrar. Þetta er saga um ólgandi ástir og ógn- þrungin örlög fólks á hernámsár- unum á íslandi. Eins og í öllum ástarsögum vefa örlögin þráð sinn hratt og fimlega, en sagan gerist bæði í borg og í sveit. Fylgist með bókum Guðbjargar frá upphafi og tryggið ykkur eintak af KRÓKALEIÐIR ÁSTARINN- AR og ALLIR ÞRÁ AÐ ELSKA. Haldíð til haga Mlnningar Bjartmars Guðmundssonar fyrrv. bónda og alþingismanns á Sandl Nú sendir Bókaútgáfan Skjaldborg frá sér síðara bindið af minninga- þáttum Bjartmars Guðmundssonar frá Sandi. í þessari bók eru 19 þættir. Fyrra bindið, Hér geta allir verið sælir, hlaut miklar vinsældir og varð metsölubók í Þingeyjar- sýslu. Þá fékk Bjartmar viðurkenn- ingu hjá Úthlutunarnefnd lista- mannalauna fyrir bókina Hér geta allir verið sælir. Þessi bók Haldið til haga er lík fyrri bókinni og koma margir við sögu, bæði sveitungar Bjartmars og fleiri. Allir þættirnir eru vel skrif- aðir „ og þeir bestu með óvenju- legum ágætum,“ svo vitnað sé til Minningar Bjartmars irv.bónda og alþlngismanns á Sandi orða Gísla Jónssonar mennta- skólakennara í ritdómi um fyrra bindið. Allmargar myndir prýða bókina. Þetta er vafalaust ein albesta ís- lenska bókin, sem kemur nú á bókamarkað, og eitt er víst, að allir, bæði ungir og aldnir, hafa ánægju af að lesa þessa bók. Nýjar bækur frá Bókaforlagi Odds Björnssonar Dyr dauðans eftir Frank G. Slaughter Þetta er sagan um Lynne Tall- man, alræmda hryðjuverkakonu og útsendara hins illa. Hún ferst í flugslysi, en blaðakonan Janet Burke, sem er að skrifa greina- flokk um Lynne og myrkraverk hennar, bjargast naumlega úr slysinu. Frægur skurðlæknir, Mike Kerns, sem er sérfræðingur í líkamslýtum, tekst ekki ein- göngu að bjarga lífi Janet — honum tekst einnig með skurð- aðgerðum að gera hana að stór- glæsilegri konu sem allir karl- menn sækjast eftir og sjálfur ... heitar ástríður - dulræn spenna verður hann ástfanginn af henni. En hinn illi andi sem bjó í Lynne Tallman hefur nú skipt um að- setur og búið um sig í Janet. Tekst kunnáttumönnum að reka hinn illa anda úr þessari glæsilegu konu áður en það er um seinan? Skáldsagnameistarinn Frank G. Slaughter heldur lesandanum í stórkostlegri spennu allt til sögu- loka. Kápuna hannaði Kristján Kristjánsson. Hofdala- Jónas Jónas Jónasson frá Hofdölum fæddist 13. nóvember 1879. Hann hefði þvíorðið 100 ára á þessu ári, hefði hann lifað. Jónas var um áratugi framar- lega í flokki þeirra sem settu svip á skagfirzkt menningarlíf. I Skagafirði kannaðist hvert mannsbarn við hann; á efri árum var hann þjóðkunnur. Sjálfsævisaga hans, sem hér birtist, er frábærlega vel skráð, og má hiklaust telja með því bezta af JÖNAS JÓNASSON Joiuts Sjálfsœvisaga Frásöguþœttir Bundið mál Hanncs Pctursson og Kristmundur Bjamason bjuggu undir prentun því tagi sem ritað hefur verið á íslenzka tungu til þessa. Þessi glæsilega bók er hátt á fimmta hundrað blaðsíður í stóru broti, prýdd fjölda mynd og í bókarlok er ítarleg mannanafnaskrá. Bókin skiptist I þrjá meginþætti: Sjálfs- ævisögu Jónasar, frásagnaþætti og bundið mál. Hannes Pétursson skáld og Kristmundur Bjamason fræðimaður á Sjávarborg hafa búið bókina undir prentun. Hér er vissulega vegleg vinar- gjöf. Kápuútlit hannaði Kristján Kristjánsson. Margslungið mannlíf — Þá kemur út hjá Bókaforlag- inu „Margslungið mannlíf“ I þessari bók rekur Friðrik Hallgrímsson frá Úlfsstaðakoti í Blönduhlíð í Skagafirði ævi- minningar sínar. Hann fæddist í lítilli baðstofukytru að Úlfsstaða- koti þann 14. janúar 1895 og er því kominn á níræðisaldur þegar hann skráir ævisögu sína og hefur eignazt 80 afkomendur. Friðrik er stálminnugur, frá- sögn hans er leikandi létt og hann fer aldrei dult með skoðanir sínar á mönnum og málefnum sinnar samtíðar. Hann er óvenjulega bersögull og hispurslaus, segir frá hverju atviki eins og það blasir við af eigin sjónarhóli og lætur sér hvergi bregða þótt skoðanir hans kunni á stundum að stangast á við skoðanir annarra. En gegnum frásögnina skín ást bóndans á landinu og gróðurmætti íslenzkr- ar moldar. Kápuútlit hannaði Guðbrand- ur Magnússon. Síðasta baðstofan — Síðasta baðstofan er ný skáldsaga eftir Oddnýju Guð- mundsdóttur. í þessari raunsönnu sveitalífs- frásögn fylgist lesandinn af brennandi áhuga með þeim Dísu og Eyvindi, söguhetjunum, með ástum þeirra og tilhugalífi, með fátækt þeirra og búhokri á af- dalakoti, frá kreppuárum til alls- nægta velferðaþjóðfélags eftir- stríðsáranna. Hér kynnumst við heilu héraði og íbúum þess um hálfrar aldar skeið — og okkur fer að þykja vænt um þetta fólk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.