Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 7

Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 7
Lystigarður Akureyrar. Dæmi um opinbera byggingu f skjóli fagurs gróðurs. Vfða þarf að taka til hendinni og rækta trjáplöntur við félagsheimili, skóla og sjúkrahús svo eitthvaö sé nefnt. koma skógræktarfélögin til sög- unnar. Um gildi þeirra þarf vart að fjölyrða. Árið 1933 fær Gutt- ormur Páisson skógarvörður á Hallormsstað eitt pund af síber- ísku lerkifræi, ættuðu frá Arken- gelsk, og sáði því í gróðrarstöðina á Hallormsstað. Upp af því uxu þær plöntur, sem plantað var þar sem nú heitir Guttormslundur, og landsþekkur er, ekki aðeins fyrir það að vera fyrsti skógarlundur- inn af þeirri stærð að geta borið það heiti, heldur og fyrir frábær- an böxt, fyllilega sambærilegan við það sem gott telst í skógar- löndum. Þá er ekki minnst um það vert, að þama var fundin sú trjátegund, sem sýnt hefur sig að geta vaxið upp á skóglausu landi og öllum tegundum betur í mörgum jarðvegi á hrjósturlönd- um svo sem dæmi sanna á Völl- um í Fljótsdal og víðar. f þriðja lagi bar að nefna, að árið 1935 kemur Hákon Bjarna- son til starfa sem skógræktar- stjóri, hefur verkið að nýju, og hvetur mjög til nýrrar sóknar. Þá er aftur tekið til að reyna erlendar trjátegundir og fljótlega hafin víðtæk leit að heppilegustu teg- undum og kvæmum til að rækta hér við hinar breytilegu aðstæður eftir landshlutum. Sú leit um lönd og álfur stendur enn og er sífellt að skila árangri. Hún er ekki að- eins bundin við skógartré, garðtré og fjölmarga runna. Skógræktar- menn hafa vísað öðrum ræktun- armönnum veginn á þessu sviði og meðal annars flutt til landsins eina merkilegustu landgræðslu og landbótajurt sem við höfum fengið, Alaska lúpínuna. Þó að víða væri vel af stað farið á næstu tveimur áratugum, er'það ekki fyrr en upp úr 1950, að virkilegur skriður kemst á plönt- un nýmarka, með erlendum trjá- tegundum. Þá hefur leitin borið sinn fyrsta árangur og þá eru gróðrarstöðvarnar á vegum Skógræktar ríkisins og skógrækt- arfélaganna orðnar fleiri og öfl- ugri, fleiri skógarverðir eru ráðnir og fleiri skógfræðingar koma til starfa. Árangurinn síðustu áratugina Að framansögðu er ljóst, að flestir þeir skógarreitir, sem eru að vaxa upp víða um héruð landsins eru mjög ungir eða á bilinu tuttugu til þrjátíu ár, miðað við elstu trén í þeim, en megin fjöldi plantnanna er þó enn yngri. Löngum hafa vantrúar mennirnir á möguleik- um til skógræktar orðið að viður- kenna þann árangur, sem náðst hefur á Hallormsstað, en síðan bætt því við, að sambærileg skil- yrði hefðum við ekki í öðrum landshlutum. Árangurinn í Skorradal, Haukadal og Þjórsár- dal fyrir sunnan og í Eyjafirði og á bestu stöðum í Suður-Þingeyj- arsýslu hefur þó hrakið þetta þannig, að Tómasar eru nú hvar- vetna á skipulegu undanhaldi. Auðvitað hafa verið gerð mörg mistök í tilraunum til skógræktar, og ýmsu því verið plantað, sem ekki hafði skilyrði til að dafna. Annars var ekki að vænta meðan verið var að „kanna landið“ og leita réttrar tegunda og kvæma. Því hefur því einnig verið haldið fram að kröftunum hafi verið dreift um of. Of margar og smáar skógræktargirðingar hafi verið girtar og margar þeirra á stöðum, sem ekki biðu upp á vaxtarskil- yrði. Hér væri þá hlelst um girð- ingar skógræktarfélaganna að ræða. Aðvitað er það rétt, að skilyrð- in eru misjöfn eftir héruðum og landshlutum. En á hitt ber ekki síður að líta, að þörfin til að skýla og fegra er hvarvetna fyrir hendi, og viljinn til ræktunar og þráin til að veita landi sínu nýjan og betri gróður er ekki minni hjá þeim, sem við mest hrjóstin búa. Til- gangur með viðleitni skógræktar- fólks er ekki aðeins að koma upp nytjaskógum í þess orðs þrengstu merkingu, hann er að vemda, Jón Rögnvaldsson (t.v.) var einn af frumkvöólum skógræktar hér á landi. Á mvndinni er Jón staddur f Lystigarðinum ásamt Þorsteini Jónatanssyni, ritstjóra. Mynd: ED. fegra og bæta landið, gera um- hverfið vistlegra. Skógræktargirðingar skóg- ræktarfélaganna, sem heita má að séu um allt land, hafa ómetanlega þýðingu til að sýna hvað getur vaxið á hverjum stað, og hvað ekki. Með hjálp þessarra reita, þó margir séu þeir smáir, hefur nú tekist að kortleggja skógræktar möguleika landsins í grófum dráttum. Ótrúlega víða hefur það komið í ljós, að árangurinn er betri en hinir skógfróðu þorðu að vona. Fyrir störf skógræktarfélaga að skógrækt og trjáræktarstörf fjöl- margra bjartsýnna áhugamanna í sveitum og þéttbýli eru mögu- leikar á að veita leiðbeiningar um skógrækt og trjárækt þannig, að sett verði rétt tré á réttan stað, en það er eitt af kjörorðum árs trés- ins. Hér hefur lítið verið vikið að möguleikum til skógræktar í stórum stíl til viðarframleiðslu, auk annarra nytja. Hún er þó vissulega í sjónmáli. Þar er Hall- ormsstaðasvæðið og Fljótsdalur efst á blaði. Áður var greint frá Guttormslundi, sem er lýsandi vitni um möguleikana, en víð- feðmar nýmerkur, sem ekki gefa honum eftir eru að vaxa upp á Hallormsstað þannig að þar verður innan tíðar samfelldur barrskógur á stórum svæðum, þar sem áður var birki eða skóglaust land. Mest er þó um það vert hvað lerkið vex vel á skóglausu landi og í mögrum jarðvegi. Á næsta ári eru 10 ár liðin síðan hafist var handa um Fljótsdals- áætlun, þar sem girt voru á nokkrum bæjum skóglaus lönd og plantað í þau lerki. Samtals voru þetta um 120 hektarar og hefur vöxturinn í þessum bænda- skógum verið svo góður, að hæstu tré eru nú um 4 metrar og fullvíst má telja að byrjað verði að grisja svæðin og höggva girðingarstaura að 5-8 árum liðnum. Nú er í al- vöru talað um að gera víðtækari áætlun um stuðning við skógrækt hjá bændum. Væri myndarlega að því staðið, er fullvíst að skóg- rækt gæti orðið búgrein í vissum héruðum landsins. Skjólbelti Skjólbeltaræktun er kannski sá þáttur skógræktarinnar, sem minnst hefur verið rætt um og allt of lítið miðað við þá þýðingu, sem það gæti haft fyrir aðra ræktun, ef menn kæmust upp á lag með að rækta þau. Þó hefur viss árangur náðst og er verulegur áhugi vak- inn til að stórauka skjólbeltagerð. Þó að þeir, sem best þekkja til séu bjartsýnir á framtíð beinnar Sjá næstu síðu DAGUR.7 I iDt.iria . U

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.