Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 20

Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 20
I Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreióslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAViÐSSON Blaóamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Forsenda friðar Senn líður árið 1979 og nýr ára- tugur hefst. Víst er að margir binda miklar vonir við hann — óska af alhug að á þeim áratug gerist þeir atburðir sem geti gefið raunverulegar vonir um frið og framfarir hér á jörð. En þegar hafðir eru í huga þeir atburðir, sem fjölmiðlar hafa skýrt frá að undanförnu, verður að segjast eins og er að þeir eru miklir bjart- sýnismenn, sem geta leyft sér að vona að sáttfýsin fylli hjörtu manna — hins vegar á aldrei að kasta voninni fyrir borð. Eitt af frumskilyrðum þess að betri tímar fari í hönd er að mál- efnum barna sé meiri gaumur gefinn. Þau erfa landið og eðlilega mótast þau af umhverfinu. Það er því lítil von í friðsamlega sambúð ríkja, meðan börnin alast upp í hatri á náungann, fara á mis við eðlilegt fjölskyldulíf, skólanám og heilbrigði svo eitthvað sé nefnt. Árið 1979 var nefnt „Alþjóðaár barnsins" og þegar Allsherjar- þingið tók þá ákvörðun að einmitt 1979 skyldi hljóta þessa nafngift, var sérstaklega bent á samhengið við hin aimennu vandamál þróun- arlandanna, en ekki áttu börnin í tæknivæddu ríkjunum að gleym- ast. Á því ári sem nú er að líða hafa birst ógnvekjandi skýrslur um ástand meðal barna í fátæku löndunum og lagist það ekki von bráðar, verður tæplega hægt að búast við því að íbúar landanna taki sultinum öllu lengur þögn og þolinmæði. Framlag hjálparstofnanna er góðra gjalda vert, en því miður er það aðeins dropi í hafið. Vanda- málið sem við er að glíma skiptir heimsbyggðina öllu máli og það er stærra en svo að nokkrar stofnanir eða frjáls samtök fái rönd við reist. Meira verður að koma til. Á næsta áratug verður hinn tæknivæddi heimur að taka höndum saman og sjá svo um að næsta kynslóð þriðja heimsins fái sinn skerf af auði þjóðanna, að hún fái sömu möguleika og börnin í auðugri löndunum. Ef það gerist ekki verður ekki spurt að leíks- lokum. Gleðileg jól. stjórnmál, enda voru sveitarstjórn- arkosningar nýafstaðnar. Og blaðaútgáfa er mjög fjölskrúðug. Ekki hika Norðmenn við að stofna og- starfrækja grúa stjórnmála- flokka. Þingflokkar eru ekki færri en 6, en flokkatalan er miklu hærri, ef allir framboðshópar eru upp- taldir hér og hvar í landinu. Þrátt fyrir það er stjórnarfarið í Noregi býsna stöðugt, miklu meiri kyrrð yfir pólitiskum vötnum en ætla mætti út frá flokkamergðinni. Stöðvun víxláhrifa verðlags og kaupgjalds Verkamannaflokksstjórnin var að halda upp á ársafmæli lögbind- ingar verðlags- og launahækkana í september. Eins og menn muna ákvað Odvar Nordli forsætisráð- herra að banna með lagaboði allar hækkanir á verðlagi og launum. Gengu þessi stöðvunarákvæði í gildi 16. sept. 1978 og skyldu hald- ast til ársloka 1979. Þessi stöðvun var reist á þeirri skoðun Verka- mannaflokksráðherranna, að koma yrði í veg fyrir víxlverkun verðlags og kaupgjalds, enda væri slík víxl- verkun orsök verðbólgu öðru fremur, þótt fleira kæmi til. Norð- menn hafa mikinn beyg af verð- bólgu og þar finnst ekki nokkur málsmetandi maður sem mælir henni bót. Virðast norskir ráða- menn, hvar í stöðu sem þeir standa, vilja allt til vinna að halda verð- bólgu í skefjum og eru ekki ósam- mála um leiðir í því sambandi. Arbeiderbladet, málgagn Verka- mannaflokksins í Ósló, lét að von- um mikið yfir árangri stöðvunar- laganna, og ekki verð séð að önnur blöð andmæltu því. Það virðist vera almenn skoðun að stöðvunarlögin hafi verið brýn nauðsyn og að þau hafi náð tilgangi sínum. Einkum vekur athygli hversu launþegar tóku þessum aðgerðum vel. Arbeiderbladet fullyrti að launa- stéttimar mundu sætta sig við áframhaldandi stöðvun á næsta ári. „Ásmundur Stefáns- son“ Norðmanna hrósar stöðvunarlög- um Formaður Alþýðusambands Noregs, Tor Halvorsen, (eins konar Ásmundur Stefánsson), studdi þessar aðgerðir í orði og á borði. Lét hann svo ummælt á ársafmæl- inu, að hagur launafólks og efna- hagslífsins í heild hefði farið saman að undanförnu. Hann lagði áherslu á, að lögbinding kaupgjalds og verðlags hefði verið liður í því að stöðva verðbólgu og treysta sam- keppnisaðstöðu útflutningsat- vinnuveganna á erlendum mörk- uðum. Þessar aðgerðir hefðu náð tilgangi sínum, samkeppnisaðstaða Norðmanna erlendis hefði batnað, hagur launþega væri góður, næg atvinna hefði haldist og sú litla hækkun (4.4%) sem orðið hefði á verðlagi stafaði af hækkun olíu- verðs á alþjóðamarkaði. Svo mörg eru þau orð. „Blessun“ áfenga ölsins Nú mun ég láta þessum hugleið- ingum frá Noregsdvöl lokið. Fleira mætti þó nefna af málum, sem of- arlega eru á baugi þar í landi og minna á vettvang dagsins hér heima. Miklar umræður standa um áfengismál, vaxandi drykkjuskap norskra unglinga, hlut áfenga öls- ins í því sambandi og gífurlegt heimabrugg. Stjórnskipuð áfengis- málanefnd hefur lagt til að banna sterkustu öltegundir (eksportöl, jólaöl og bokköl) og draga úr áfengisinnihaldi pilsnerölsins, sem mest er drukkið af, og herða viður- lög við heimabruggi. Er því haldið fram, að 25% af áfengisneyslu Norðmanna megi rekja til heima- bruggs. Hvað sem líður skoðunum manna á gildi takmarkana á áfengissölu, þar með sölu áfengs öls, þá er drykkjuskapur unglinga áhyggjuefni og samviskukvöl norsks almennings og ráðamanna. Reyndar er ástandið eins í Svíþjóð. Ofof Palme lét svo ummælt í kosningaræðu í sjónvarpi í haust: „Þegar við horfum upp á það að sænskir æskumenn eru að glatast fyrir drykkjuskap, þá ættum við, sem sjaldan drekkum, að vera menn til að þola takmarkanir á sölu áfengis.“ Kannast Islendingar við hug- leiðingar af þessu tagi? Stundum nota menn húðkeypa þegar haldið er til veiða. Ég stóð viö í Osló nokkra daga í síðustu viku septembermánaðar í haust. Það er gaman að koma til Noregs og fá tækifæri til þess að fylgjast með norsku þjóðlífi. Þótt Noregur sé miklu stærra land en ísland og Norðmenn margfalt fjölmennari en íslend- ingar, þá er ailtaf eitthvað sem freistar manns til samanburðar á landsháttum og þjóðarhögum í þessum tveimur löndum. Það getur reyndar leitað á mann að fara að bera saman manngildi og þjóðareinkenni Norðmanna og íslendinga, fara í mannjöfnuð að fornum sið. Það mun ég þó ekki gera. Til þess brestur mig allar forsendur, enda hef ég aldrei dvalist langdvölum í Nor- egi, að ekki komi annað til. Hins vegar bregst það ekki að margt sem heyra má og sjá á skýndiferð í Noregi minnir oft á ísland og íslensk málefni. Þar með er ekki sagt að allt sé nauðalíkt. Atvinnulíf Norðmanna er t.a.m. miklu fjölbreyttara en hér gerist og útflutningsgreinar ekki eins ein- hæfar og hjá íslendingum. Eigi að síður er fjöldi Norðmanna að fást við sömu störf á landi og sjó og algengast er á íslandi. Eins og í íslensku sjávarplássi Frá fornu fari hefur fiskigengd verið mikil við Noreg. En á síðari árum hefur dregið úr afla á norsk- um heimamiðum, vertíðarfiskur- inn við Lófót er t.a.m. hvorki eins mikill ná árviss eins og fyrrum var. Fiskimönnum fer sífækkandi í Noregi, þeir eru aðeins örlítið brot af þjóðinni, u.þ.b. 1 '/2%. Að vísu fær þessi hundraðstala aðra markingu, ef litið er á einstök byggðarlög eða landshluta. Norsk sjómannastétt er dugmikil og harðsækin og lætur sér ekki nægja heimamiðin ein. Norskir fiskimenn eru öslandi út um allan sjó og eru mjög hug- kvæmir veiðimenn. En að heim- sækja norska fiskimannabæi, t.d. í Lófót, er eins og að vera á ferð í íslenskum sjávarplássum. Bátamir, bryggjumar, frystihúsin, saltfisk- verkunin og skreiðarhjallarnir koma íslendingum kunnuglega fyrir sjónir. Að þessu leyti svipar mannlífinu saman hér og þar. Sveitalíf í sjónhending Ef horft er til landbúnaðarins verður sama uppi á teningnum, að norðan við heimskautsbaug. Þar bjuggu bændur á snotrum býlum við afurðamiklar mjólkurkýr. Víða er land örðugt til búsetu og bú- skapar í Noregi og vetur ekki síður langir en á Islandi, — sem að líkum lætur, — ekki aðeins í Norður- Noregi, heldur einnig sunnar í landinu, uppi í fjallahéruðunum 400-500 m yfir sjávarmáli, ef ekki meira. Norskur búskapur verður því oft fyrir áföllum af veðurfars- ástæðum. Norskir bændur eiga sitt undir sól og regni eins og stéttar- bræður þeirra á islandi. Hins vegar eru umræður um landbúnaðarmál Gallaður ofaníburður Ekki kom það heldur ókunnug- lega fyrir augu að lesa fréttir í blöðum norðan úr landi um ástand vega út um sveitir þar norður frá. Þar var kvartað undan ofaníburði, sem var svo leirkenndur að hann óðst allur upp í haustrigningum. Var því líkast að bílamir flytu eins og í sandbleytu, enda urðu slys af þessu. Ekki voru þessir vegir mal- bikaðir eða lagðir olíumöl, eins og sjá má. Vegagerðin svaraði fyrir sig, sem við er að búast, að hún hefði ekki ráð á skárri ofaníburði, betra malamám væri ekki að hafa í ná- grenninu og ekki tök á að flytja efni að langar leiðir vegna kostnaðar. — Svona geta hlutirnar gengið fyrir sig í Noregi. Flokkamergð og festa í stjórnmálum Og þá er það pólitíkin. Ef ráða má af norsku blöðunum, sem ég las af kappi þessa daga sem ég stóð við, er mikið talað um Vegagerð ervíða ákaflega erfið f Noregi. á allt öðm menningarstigi í Noregi en hér tíðkast. En það er önnur saga. Ingvar Gislason. ég ætla. Því miður hefur mér aldrei auðnast að ferðast mikið um norskar sveitir. Samt hef ég í huga mér nokkrar svipmyndir af land- búnaðarháttum í sveitum nærri Ósló eins og þeir komu fyrir á ferð minni í haust, og áður hafði ég að vetrarlagi heimsótt bændabýli norður hjá Bodö, sem er langt Haustgöngur og fallþungi Þá daga sem ég var í Ósló stóðu yfir haustgöngur hjá sauðfjár- bændum. Mátti sjá í blöðum myndir og frásagnir af göngum og Téttum. Allt virtist það með líku yfirbragði eins og á íslandi. Það snjóaði jafnvel á gangnamenn í fjallasveitum sunnan til í landinu. Því miður er ég ekki til frásagnar um það, hversu afurðagott sauðfé Norðmanna er yfirleitt. En til eru bú með miklar afurðir af hverri kind. Sagt er frá búum með 20 kg meðalþyngd dilka ár eftir ár. Á þessum búum er frjósemi ánna all- góð eða V/2 lamb að meðaltali á kind. Þungi lifandi lamba, komn- um af fjalli, er sagður 41-42 kg, þannig að kjötmagn af lömbum á þessum búum er tiltölulega mikið eða í kringum 48% miðað við þau 40-42% sem algengt er hér á landi. Ingvar Gíslason: MAHfT ED I IICT 1 biv\. 1 MEÐ SKILDUM Hugleiðlngar úr Noregsferð Norskur bóndi. Skipaiönaður er mikilvægur iiður i þjóðarbúskap Norðmanna. 20.DAGUR DAGUR . 21

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.