Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 19
SAGA SVEITAR-
STJÓRNAR
síðara bindi
eftir Lýð Björnsson
ÚT ER komin hjá Almenna bóka-
félaginu síðara bindið af Sögu
sveitarstjórnar eftir Lýð Björnsson
sagnfræðing. Fyrra bindi verksins
kom út árið 1972 og var þar fjallað
um tímabilið fyrir 1872. I þessu
nýja bindi er gerð grein fyrir sveit-
arfélögum i landinu og starfi þeirra
síðustu hundrað árin.
í bókinni er rakin saga amta og
sýslna og gerð grein fyrir breyting-
um á skiptingu landsins í sveitarfé-
lög. Fjallað er um stjórn sveitarfé-
laga og breytingar á sveitarstjórn-
arlöggjöf, tekjustofna sveitarfélaga
og verkefni, landshlutasamtök
sveitarfélaga og samband íslenzkra
sveitarfélaga.
MADS OG MILALIK
barnabók frá Græn-
landi eftir
Svend Otto
ALMENNA bókafélagið hefur
sent frá sér barnabókina Mads og
Milalik eftir danska teiknarann og
barnabókahöfundinn Svend Otto
S. Þýðandi er Jóhannes Halldórs-
son.
Mads og Milalik er myndabók
sem gerist á Grænlandi. Hún segir
frá grænlenzkum börnum og
hundinum þeirra. Þessi börn lenda
í vandræðum því að vetrarríkið er
mikið á Grænlandi, og þá er betra
fyrir böm sem eru mikið úti að hafa
trausta hunda til að hjálpa sér, eins
og segir á kápukynningu bókar-
innar.
Mads og Milalik er 26 bls. í stóru
broti. Hún er sett í Prentsmiðjunni
Odda en prentuð og bundin úti í
Værlöse í Danmörku.
I ríki Vatnajökuls á
hestbaki og skíðum
eftir Hans Watson Ahlmann
Þýðandi Hjörtur Pálsson
í ríki Vatnajökuls, sem Almenna
bókafélagið gefur út heitir á frum-
málinu Pa skider och till hast í
Vatnajökulls rike og segir frá
Vatnajökulsleiðangri sem frægur
varð hér á landi á sínum tíma, leið-
angri þeirra prófessors Ahlmanns
og Jóns Eyþórssonar vorið 1936. I
HarisWson Ahlmunn
í RlKI
VA1NAJÖKULS
á hestbaki og skíöum
för með þeim voru íslendingarnir
Sigurður Þórarinsson, sem þá var
nemandi prófessors Ahlmanns, og
ferðagarpurinn Jón Jónsson frá
Laug. Auk þess tveir ungir Svíar,
þeir Carl Mannerfelt, landfræði-
stúdent, nú forstjóri Esselte í Sví-
þjóð, og Mae Lilliehöök, skíða-
kennari og tamningamaður sleða-
hunda. Þeir höfðu meðferðis 4
Grænlandshunda, sem drógu sleða
um jökulinn, og vöktu þeir meðal
almennings enn þá meiri athygli en
mennirnir, segir 1 eftirmála
prófessors Sigurðar Þórarinssonar.
Er þetta sennilega í eina skiptið
eftir danska listmálarann Grete
Lindk Grönbeck — konuna sem
gift var Gunnlaugi Scheving list-
málara. Bókin ber titilinn Árin
okkar Gunnlaugs.
Fyrstu kaflar bókarinnar eru
lýsing á lífinu á listaakademíunni,
en meginhluti hennar eru íslands-
árin, „trúverðug lýsing á íslend-
ingum á árum kreppunnar, lífi
ÁRIN OKKAR
GUNNLAUGS
bókamarkaði
sem hundasleði hefur verið notað-
ur hér á landi.
1 ríki Vatnajökuls er 210 bls. að
stærð auk 36 myndasíðna með
fjölda mynda úr leiðangrinum.
Bókin er unnin i Prentsmiðju
ÁrnaValdemarssonar og bundin í
bókbandsstofunni Örkinni.
Árin okkar Gunn-
laugs
eftir Grete Linck Grönbech í
þýðingu Jóhönnu Þráins-
dóttur
Almenna bókafélagið hefur sent
frá sér minningabók frá íslandi
GRETE LINCK GRÖNBECH
þeirra og lifnaðarháttum eins og
þetta kemur fyrir sjónir ungri út-
legdri konu, sem alin var upp við
formfestu danskrar millistéttar og
kom hingað öllum ókunnug nema
eiginmanni sínum.“
Grete Linck Grönbeck kom ekki
aftur til íslands fyrr en sumarið
1977 og þá var Gunnlaugur látinn.
Hafði hún þá með sér handrit
þessara minninga. í lok bókarinnar
er greinargerð um norræna lista-
menn sem á er minnst í bókinni.
Árin okkar Gunnlaugs er 200 bls.
að stærð og unnin í Prentsmiðju
Áma Valdemarssonar og Bók-
bandsstofunni örkinni.
Gjafir, áheit og aðrar tekjur er
borist hafa í Byggingarsjóð
Sjálfsbjargar, tímabilið frá l.júní
til 5. nóvember 1979:
Akureyrarbær kr. 3.300.000. Frímann
Pálmason 10.000. Presthólahreppur, N-
Þing. 100.000. Svalbarðshreppur, N-Þing.
100.000. Sigurbjörn Gunnarsson 10.000.
Elínrós Sigmundsdóttir 25.000. Ólöf Þór-
hallsdóttir 25.000. Björn Elíasson 5.000
Þverárhreppur V-Hún. 25.000. N.N. 5.000.
Heimilisfólkið Hrísum, Eyjaf. 13.128
Hrafnagilshreppur, Eyjaf. 300.000. Seld
gjafabréf í Grímsey, af Kiwaniskl. á staðn-
um 43.000. Ágóði af auglýsinga- og kynn-
ingarbækling 46.000. Kaupfélag Eyfirðinga
Akureyri 10.000.000. Hrefna Pétursdóttir
40.000. Skútustaðahreppur, Mývatnssveit
100.000. Ágóði af hlutaveltu haldin af
Svanhildi og Sigurrós 17.600. Ágóði af
hlutaveltu haldinni af Stefáni, Elvari og
Jónönnu 10.700. Þ.D. 100.000. Magnús
Benediktsson, Vöglum 5.000. öxnadals
hreppur 80.000. Seld gjafabréf á Ólafsfirði,
af Kiwaniskl. á staðnum 600.000. Þórólfur
og Anna, Svalbarðsströnd 5.860. Valdimar
Jónsson, Akureyri, áheit 5.000. Kristbjörg
Sigurðardóttir 5.000. Borghildur og Jónas
frá Brekknakoti 20.000. Samband norð
lenskra kvenfélaga, safnað af aðildarfélög-
um 1.435.379. Hugrún Harðardóttir 1.070.
Trésmlðafélag Akureyrar 1.000.000
Sauðaneshreppur 25.000. Seld gjafabréf á
Dalvík, af Jóhönnu Gunnlaugsdóttur
555.000. Sveinafélag járniðnaðarmanna
700.000. Bárðdælahreppur 75.000. Seylu-
hreppur 250.000. Gjafir úr Svarfaðardal
16.600. Oddný Jónsdóttir, Akureyri 10.000.
Seld gjafabréf í Svarfaðardal af Guðrúnu
A. Kristinsdóttur 200.000. Ágóði af spila
kvöldum 282.400. Ágóði af kökubazar 6.
nóvember 95.400. Seld gjafabréf í Hrísey.
af Lionsklúbbnum á staðnum 291.000. —
Samtals kr. 19.933.137.
Sjálfsbjörg þakkar fyrir veittan
stuðning og hlýhug.
FLYTUR FÉLAGSMÖNNUM SÍNUM, FJÖLSKYLDUM
— - ÞEIRRA, SVO OG HINUM MÖRGU
VIÐSKIPTAVINUM SÍNUM UM LAND ALLT,
beztu þakkic fyrir viðskiptin
á liðna árinu, og óskar öllum
DAGUR.19