Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 15

Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 15
Eiríkur Sigurðsson Jólagjöfin hans „Dæmalaust varstu fórnfús," sagði pabbi. „Ég verð víst að hjálpa þér til að fá eitthvað í aurabaukinn aft- ur.“ Dóri fékk margar jólagjafir þetta kvöld og hann var mjög glaður. En hann fann það vel, að það sem gladdi hann mest var þó það, að hann hafði hlýtt rödd hjarta síns og gefið sjálfur jóla- gjafir þeim, sem honum þótti vænst um. beint inn í stofu til pabba síns og laumaði bögglinum með gráa bréfinu, inn á milli hinna jóla- bögglanna svo að hann sást ekki. Svo fór hann út að leika sér. Han hann var að hugsa um jólagjöfina sína allan daginn. Þegar búið var að borða jóla- matinn og Dóri var kominn í sparifötin sín, var farið að úthluta jólagjöfunum. Pabbi hans kom með alla jólabögglana inn á stofuborð og las þá þar í sundur. Allir biðu fullir eftirvæntingar eftir jólagjöfunum... En allt í einu staðnæmdist pabbi. Þarna kom grár lítill böggull, sem enginn kannaðist við. og Það var kominn aðfangadagur jóla. Allt var hvítt og snævi hulið, mugga í lofti en milt og gott veð- ur. Þegar Dóri litli ætlaði út þennan morgun til að leika sér í snjónum í garðinum eins og hann var vanur, þá kom nokkuð óvænt fyrir. Honum varð litið á alla jólabögglana með alls konar skrautlegum bréfum uppi á bókahillunni hans pabba síns, þá fékk hann allt í einu sting í hjart- að. Honum kom nefnilega í hug, að hann hefði ekki keýpt jólagjöf handa pabba sínum og mömmu. Hann var nú orðinn fjögurra ára, en þetta hafði honum aldrei dottið í hug áður. Hann hafði víst enga jólagjöf gefið þeim í fyrra. En þau yrðu bæði að fá sömu gjöfina, því ekki vildi hann gera upp á milli þeirra. En honum fannst að hann yrði að gefa þeim einhverja jólagjöf. Annars gat litið svo út, að honum þætti ekkert vænt um þau. Og svo fór hann að brjóta heil- ann um, hvað hann ætti að gefa þeim, og hvar hann ætti að fá það. Auðvitað yrði hann að kaupa það og greiða það með peningum úr aurabauknum sínum. Hann átti þar rúmlega tuttugu krónur. Jólagjöfin mátti því ekki vera dýr. En hver átti hún að vera? Eftir nokkra umhugsun komst hann þó að ákveðinni niður- stöðu ... En enginn mátti neitt um það vita. Hann læddist inn í svefnherbergi, tók peningana úr aurabauknum sínum og fór út. Hann fór beina leið niður í litlu búðina á götuhorninu. Þar var fullt af fólki, flest að kaupa mjólk og ávexti fyrir jólin. Hann stóð þarna lengi og mændi upp í hillurnar, en loksins kom röðin að honum. „Hvað ætlar þú að fá, góði minn,“ spurði búðarstúlkan. „Ég ætla að fá eitt súkkulaði- stykki," svaraði Dóri. „Hefur þú peninga fyrir því?“ „Já, það hef ég,“ svaraði hann mannalega. Þá tók stúlkan súkkulaðistykki og lét utan um það grátt bréf og sagði: „Það kostar seytján krónur.“ Dóri rétti henni alla peningana sína og hún fékk honum aftur sex krónur tuttugu og fimm aura. Því næst tók hann böggulinn og fór út úr búðinni. Þegar hann kom út á götuna kom yfir hann ógurleg freisting. Gaman væri nú að bragða á súkkulaðinu. Það var svo dásam- legt á bragðið. Neit, hann mátti ekki snerta það. En ef hann fengi sér nú aðeins ofurlítinn bita? Ekki gat það gert neitt til, hvíslaði freistarinn. Og hann fór að rífa upp eitt homið. En það var ekki svo auð- velt. Bréfið var margfait utan um ... Að lokum tókst honum þó að brjóta eitt hornið af, og stakk molanum glaður upp í sig. En hvað það var indælt á bragðið! En fljótt sá hann eftir þessari yf- irsjón sinni. Hvað myndu þau pabbi og mamma segja, þegar þau sæju þetta. Þetta var afleitt. Hann ætlaði ekki að brjóta meira af því, þó að það væri gott á bragðið. Svo stikaði þessi litli snáði beint heim til sín. Það var eins og hann væri að flýta sér, svo að freistarinn næði honum ekki aftur. Hann læddist ekkert var skrifað á. Dóra sýndist pabbi brosa svolítið. þegar hann sá, að eitt hornið vantaði. „Ég veit ekki hver á þennan böggul, sagði pabbi hans. „Það stendur ekkert á honum.“ Eldri systkinin urðu kímileit á svipinn yfir þessum gráa böggli, sem var ekki í neinum jólaklæð- um, en enginn sagði neitt. Dóri litli horði um stund vandræða- lega á pabba sinn, en sagði svo: Þið mamma eigið þennan bötg- ul.“ Þá opnaði pabbi böggulinn og sá hvað í honum var. Hann minntist ekkert á, þó að það vantaði eitt hornið á súkkulaði- stykkið, en braut af því og rétti öllum bita. — Svo faðmaði hann Dóra litla og kyssti hann fyrir jólagjöfina og það sama gerði mamma: Svo sagði mamma: „Ég hef alltaf vitað að við ætt- um góðan dreng. Og nú hefur hann sýnt það, að honum þykir vænt um pabba sinn og mömmu." Dóri fór allur hjá sér við allt þetta hrós og stokkroðnaði. En honum leið vel. Hann var ánægður. Enginn talaði neitt um, þó að það vantaði jólabréf utan um böggulinn hans. „Með hverju borgaðir þú þetta, góði minn“? spurði pabbi. „Með peningunum úr aura- bauknum mínum,“ svaraði Dóri. Höfundur, Eiríkur Sigurðsson, /yrrverandi skólaslj. Franskur tannlæknir kom eitt sinn að konu sinni í rúminu með öðrum manni. Tannlæknirinn tók elskhugann, batt hann við einn af hinum háu og sterku rúmstuðlum, tók fram verkfæri sín og dró allar hinar fallegu tennur hans út. Málið fór fyrir dómstólana og féll dómur þannig, að tannlæknirinn var sýknaður af ofbeldisákæru, en gert að greiða fyrir falskar tennur. Faðirinn: — Hvers vegna sagðirðu honum ekki að tala við mig, þegar hann bað þín? Dóttirin: — Ég sagði honum það. Hann sagðist oft hafa talað við þig, en að hann elskaði mig samt sem áður. Flókinn storkur Gáðu hversu fljótt þú getur fundiö leiöina I gegnum þennan flókna stork án þess aö fara yfir nokkrar linur. Þú byrjar i kjafti storksins og endar i öörum fætinum. — Það gleður mig að sjá yður, sagði faðir skólapilts við kennara. — Sonur minn lærði hjá yður stærðfræði í fyrravetur. Kennarinn: — Afsakið, herra minn. Sonur yðar átti að læra hjá mér stærðfræði, en hann gerði það ekki. — Það var einkennileg tilviljun. Ég er á gangi með fyrri manninum mínum, þegar sá seinni kemur á fleygiferð í bifreið og ekur yfir hann. Það var upphafið að vináttu okkar. Tveir drengir voru að metast á um pabba sína. Siggi: Hefurðu heyrt um Alpana? Eddi: Alpana — já hvað um þá? Siggi: Pabbi minn byggði þá.... (þögn) Eddi: En þú hefur heyrt um Dauðahafið? Siggi: Já — Hvað með það? Eddi: Pabbi minn drap það. ★ ★ ★ Þá nýfæddur Jesús Björgvln Jörgensjcn f'.J. MHrtþmirttk jöt - unn - I hí - tfð - ar dvelj-a mér lú - j*I’ með Drottinn, aS Halte Binni: Hefurðu heyrt nýjustu Skotasöguna? Ari: Nei. Binni: Einn þeirra var svo nískur að hann tók öll orð sín aftur. ★ ★ ★ ivelm-uð - u fagn - and - 1 blesi - a þú Stebbi Kennarinn minn, viltu nefna mér þrjá af postulum Jesú. Stebbi, hugsar sig vandlega um: Messías, Júdas og Tómas Guð- mundsson. DAGUR.15 Mtit;nu . <•*t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.