Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 35
Kvenfélagið Baldursbrá 60 ára
KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá var
stofnað í Glæsibæjarhreppi árið
1919, og var aðalhvatamaður að
stofnun þess Stefán Stefánsson
bóndi á Hlöðum.
Á stofnfundi gengu 33 konur í
félagið og þó að tala félagskvenna
hafi lítið aukist á þessum 6 tugum
sem liðnir eru frá stofnun þess,
hefur félaginu samt tekist að gera
stór átök á ýmsum sviðum ef miðað
er við smæð þess. Markmið félags-
ins hefur verið frá upphafi að rétta
þeim hjálparhönd sem bágstaddir
voru á félagssvæðinu, vegna veik-
inda eða annarra óhappa og hjálp-
in þá látin í té endurgjaldslaust. 1
fyrstu beindist hjálpin eingöngu að
einstaklingum og heimilum, á fé-
lagssvæðinu, en með árunum hefur
hjálparstarfinu vaxið fiskur um
hrygg og orðið æ víðtækara.
Baldursbrá var eitt að fyrstu fé-
lögunum er fór að gefa fermingar-
kirtla og var það til Lögmanns-
hlíðarkirkju og hefur æ síðan séð
um endumýjun á þeim. Einnig
hefur Vistheimilið Sólborg átt sinn
fasta sess í starfi þess, t.d. tóku fé-
lagskonur að sér að sauma rúm-
fatnað þann sem þurfti er heimilið
tók fyrst til starfa, einnig hefur
heimilinu verið fært ýmislegt í
peninga eða gjafa formi og bömin
þar glödd á einn eða annan hátt.
Nú í ár í tilefni að 60 ára afmæli
kvenfélagsins færði það Barna-
skóla Glerárhverfis segulbands-
tæki að gjöf og gaf einnig kr. 500
þús. í sundlaugarsjóð Glerárhverf-
is, þar að auki færði félagið Lög-
mannshlíðarkirkju 25 fermingar-
kirtla. 2 nóvember s.l. hélt svo
Kvenfélagið Baldursbrá upp á 60
ára tilverurétt sinn með hófi að
Hótel K.E.A. Félaginu bárust
heillaóskir og kveðjur víðs vegar
að, blómakarfa barst frá kvenfé-
lögunum Einingu, Framtíðinni og
Hlíf og borðfáni frá Kvennasam-
bandi Akureyrar.
Félaginu bárust einnig peninga-
gjafir frá eftirtöldum, Bergi Lárus-
syni og frú Vanabyggð 11, Garðari
Júlíussyni og Sigurveigu Stórholti
2, Ingibjörgu Björnsdóttur Hamra-
gerði 22 og Kristínu Sigurðard.
Glerárholti 1, en Kristín er eina
konan sem er á lífi af stofnendum
félagsins og er hún jafnframt heið-
ursfélagi.
Stjóm félagsins er nú í höndum
eftirtalinna kvenna. Jórunn G.
Sæmundsdóttir form., Snjólaug
Aðalsteinsdóttir varaform., Sonja
Garðarsson ritari, Guðrún Sigurð-
ardóttir vararitari, Hjördís Jóns-
dóttir gjaldkeri, Halldóra Guð-
mundsdóttir varagjaldkeri og
Katrín Ingvarsdóttir meðstjórn-
andi.
Tala félagskvenna er nú 46 heið-
ursfélagar 6 og styrktarfélagar 48
þar af 7 karlmenn og mættu fleiri
feta í fótspor þeirra.
Kvenfélagið Baldursbrá þakkar
öllum þeim er minntust félagsins á
einn eða annan hátt á þessum
merku tímamótum, féiagskonum
fyrir ósérhlífni og vel unnin störf í
þágu félagsins svo og öllum vel-
unnurum þess í gegn um árin, með
ósk um gleðilega jólahátíð og far-
sælt samstarf á komandi árum.
Fyrir hönd Kvenf. Baldursbrá.
J.G. Sœmundsdóttir.
Hvað er raflost?
RAFLOST er eitthvert hættulegasta
og óskiljanlegasta allra slysa. Raf-
magnið lýstur án aðvörunar og er
ósýnilegt.
Raflost kallast það þegar raf-
magn kæmist í gegn um líkamann
t.d. inn um aðra hendina og út um
hina. Lítið á konuna á myndinni.
Rafmagnið kemst frá bilaðri
Snertu ekki samtímis
rafmagnstæki og vatns-
krana eða tvö raf-
magnstæki.
þvottavélinni í gegn um konuna og
út í vatnskranann.
Ef konan snertir aðeins þvotta-
vélina fær hún ekki raflost en um
leið og hún snertir samtimis vatns-
hanann eða annan málmhlut skeður
slysið.
Þeir sem fundu upp rafmagnið
gerðu sér strax Ijóst að hættan frá
þessu undraafli var mikil og þvi
voru fljótlega settar strangar ör-
yggisreglur af stjómvöldum til að
koma i veg fyrir slys eða tjón af
völdum rafmagns.
Misnotaðu þvi ekki rafmagnið,
vandaðu alla umgengni um raf-
magnstæki og rafmagnssnúrur.
Fiktaðu ekki við raflagnir og fáðu
ekki óhæfa og rettindalausa menn
til að fikta við raflagnir I húsi þinu?
Hver ber ábyrgðina?
Þú berð ábyrgð á hvers konar
slysum sem verða á þinni eign. At-
hugaðu vel hvað þú kaupir, býrð til
eða leyfir öðrum að nota.
Hver verður fyrlr
raflostl? Hver hefur
mlnnstu möguleika
á að llfa það af ?
SMÁBÖRN hafa minnstar llkur til
að lifa af raflost. Húð þeirra er við-
kvæm og á rafmagn því auðvelt nteð
að komast inn I Itkama þeirra.
Látið þvi smábörn aldrei vera
innan um rafmagnssnúrur og raf-
magnstæki.
Taktu allar rafmagnssnúrur úr
sambandi að lokinni notkun. Hús-
móðirin er í hættu, nútíma heimilið
er rafvætt. Hún þarf að vita allt um
rafmagnshættur innanhúss.
------------------------------N
Taktu rafmagnssnúrur
úr sambandi að lokinni
notkun.
Faðirinn er I hættu en hann þolir
meira raflost en aðrir á heimilinu.
Hann er yfirleitt viðgerðarmaður
heimilisins og þar eru notuð ýmis
konar rafmagnstæki að staðaldri.
Hann annast jafnvel smáviðgerðir á
þeim.
Ef þú verður var við bilun á raf-
magnstæki láttu þá fagmann gera
strax við það.
Athugaðu að ca 75% allra raf-
magnsslysa má rekja til hugsunar-
leysis, óaðgætni eða glannaskapar.
A.'A
í"
I
I
I
I
I
I
■
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
■
I
I
I
I
Vt
Gullkorn barnabókmennta komin út á
4 kassettum
Mörg þekktustu
ÆVINTÝRI
H. C. Andersen
Frábær lestur Heiðdísar Norðfjörð
gefur þeim líf og eykur gildi þeirra
Ljóti andarunginn
Flibbinn
Kertaljósin
Murusóleyin
Svínahirðirinn
Penninn og blekbyttan
Silfurskildingurinn
Þumalina
fir'il bn
...I' "■■' p
■
Hans klaufi
Tindátinn staðfasti
IMýju fötin keisarans
Grenitréð
... . .j
í - ór-;d < •" ■ . •
Litla stúlkan með eldspýturnar
Koffortið fljúgandi
Prinsessan á bauninni
Eldfærin
Engillinn
Lengd hverrar kasettu er rúm 1 klukkustund
VERÐ AÐEINS KR. 3500 HVERT STK.
Fæst í öllum hljómplötuverslunum
Utgefandi: Mifa-tónbönd Akureyri - simi 96-22136
DAGUR.35