Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 23

Dagur - 20.12.1979, Blaðsíða 23
Óskum viðskiptavinum vorum og farsældar á komandl ári Þökkum viðskiptin á líðandi ári Strandgötu 1, Akureyri og Brekkuafgrelðslan, Kaupangi Otibú Raufarhöfn. drögunum, en svo hefði draum- urinn farið út í annað rugl og ekkert fengizt út úr því meira. En hann vildi nota þetta góða gang- færi, sem vafalaust væri líka í heiðinni, eftir suðvestan hlákuna og frostið á eftir. Annars væri tunglið heldur seint á sér, því það væri aðeins komið yfir á annað kvartilið, en það kæmi í hendi. Ég áhyggjufull út af þessu ferðalagi föður míns inn á öræfin, þar sem nú var ekkert annað en endalaus hvít hjarnbreiðan, yfir alla jörð, og þá ekki gott að rata rétta leið, um langvegu ef saman skelti í dimmviðri og í náttnyrkrinu, sem var meiri hluta sólarhrings- ins. En það bætti nokkuð úr, að við vissum að faðir minn var mjög fór í göngur um haustið, og hafði því góða hugmynd um vega- lengdirnar í heiðinni., fannst þetta hreinasta vitleysa, næstum vitfyrring að leggja inn á hjarn- breyðuna í heiðinni á stystu dög- um ársins þegar allra veðra gat verið von og vegalengdin ekki minna en 7 - 8 tíma ganga aðra leið inn í drög Miðfjarðarár og einnig Stóru-Kverkár, þar sem faðir minn taldi líklegast að litazt um, því þó hann teldi sig ekki hafa neina oftrú á þessum óljósa draumi, þá vildi hann geta aðgætt bæði þessi árdrög, því þar voru þó alltaf fyrir hendi góðir sauðfjár- hagar og kindasælir. En mótbárur okkar mömmu höfðu ekkert að segja, og um kvöldið, laust fyrir miðnættið lagði hann af stað, mig minnir hinn 17. eða 18. desember. Hann svaf rúmlega tvo tíma um kvöldið áður en hann lagði af stað og tók með sér tvö hert gæruskinn og vafði innan í þau nestisbita og tvenna nýja ullarsokka og þunna skinnskó en var með nýja leður- skó á fótum. Þennan böggul batt hann á bak sér og í hendi hafði hann, í stað stafs, fremur litla og létta tréreku. Hann var í ullar- fatnaði að mestu og með loðhúfu á höfði, að nokkru búinn til að liggja úti ef því væri að skipta. Kvöldið var fagurt, hægviðri og næstum skýjalaus himinn og rúmlega hálfur máninn skein og glitraði á hjarn og svell. Morguninn eftir var ekki sama veður en samt gott, alskýjað og norðan gola. Ég gaf fénu morg- untugguna og rak það síðan til beitar, en upp úr hádeginu kom fyrsta hríðarélið, en hélst hæg- viðri fram eftir degi. En þegar ég hýsti féð um dagsetrið var farið að renna. Það hafði aukist ofur- lítið golan og hríðarélin höfðu líka þéttst, en birti vel á milli og grisjaði þokuna 1 loftinu svo máninn kom í ljós af og til og sýndi andlit sitt. Þótt veðrið færi að með spekt vorum við móðir mín og raunar næsti bróðir minn, sem var 10 ára, Hólmsteinn Helgason: EFTIRLEITIN Núverandi félags- og heilbrigðis- ráðherra, Magnús H. Magnússon, sagði í umræðuþætti í sjónvarp- inu, að sú kynslóð sem alist hefði upp beggja vegna sl. aldamóta og nú væri að hverfa, hefði yfirleitt gert kröfur til sjálfrar sín en ekki annarra og ætti það jöfnum höndum við karla og konur. Fleiri hafa borið sér í munn svip- uð ummæli, sem virkilega eru sannmæli og þeirra á meðal stór- skáldið Stephan G. Stephansson, þar sem hann segir, og ég ætla um samtíðarfólkið: „Þeir hugsa ekki í árum en öldum/og alheimta ei daglaun að kvöldum/því svo þroskast mannsævin mest.“ Væri betur, að sá aldarandi rynni upp yfir íslenzka þjóð á ný. Ég vil þakka ráðherranum tilfærð um- mæli, sem ég vona að hafi verið af skoðun og fullum heilindum mælt. Ég minnist ekki á mínum 85 ára æviferli, að hafa heyrt mann í hans stöðu og starfi, orða svona sína skoðun á mannlífinu, þegar hann lítur um öxl. * Það var í síðasta mánuði ársins 1906 sem það skeði, er nú verður frá greint. Ég sem þetta rita var þá 13 ára og finnst ég muna þetta atvik eins og það hefði gerzt núna fyrir nokkrum dögum. Þetta haust (1906) þegar allar haustgöngur voru um garð gengnar á Langanesströndinni, en þar áttum við, foreldrar mínir og bræður heima á bæ, sem hét Kverkártunga og var inn við af- réttinn, og þó var ekki nema rétt um klukkutíma gangur út að sjó, þar sem styttst var. Sauðfé var komið allsstaðar í gæslu og á hús, nema við sjávarsíðuna þar sem venja var að það lægi úti a. m. k. fram að hátíðum. Þá höfðu enn ekki komið til skila tveir vetur- gamlir hrútar, sem faðir minn átti og gat ekki trúað, að þeir hefðu báðir misfarist. Or því hvorugur kom fram hlutu þeir báðir að vera lifandi, inn í heiðargeimnum og farist einhvemveginn á mis við smalamenn haustsins, í öllum þrennum smölunum heiðanna um haustið. Þegar rekið var í kaupstaðinn um haustið, til slátrunar og til innleggs í verzluninni veitti ekki af öllum roðum og uggum ef tak- ast átti að komast nærri því að ljúka verzlunarskuldinni, sem jafnan var baráttumál haust- kauptíðarinnar, sérstaklega hjá hinum fátækari heimilisfeðrum. Og faðir minn hafði tekið kindur frá heimaslátrun, og rekið í kaupstaðinn í fullvissu um, að heimta veturgömlu hrútana, sem áttu þá að leggjast í heimilið til vetrarforða í staðinn. En nú var komið nærri jólum og ekki hafði neitt spurst til hrútanna. Það hafði verið nokkuð mikill snjór í nóvembermánuði, en snemma í desember brá til þýð- viðra og leysti upp snjóinn að miklu við sjávarsíðuna og yfirleitt í byggð. Þessum þýðviðrakafla lauk, með suðvestan hlývindi í næstum tvo sólarhringa, en þá tók við hægviðri með töluverðu frosti svo hlemmifæri varð á hjaminu og svellalög nokkur. Þegar hér var komið fór faðir minn að tala um það, að nota færið og skreppa inn í heiðina og hyggja að hrútunum sinum, sem hann hefði mikinn grun um að væru enn lifandi þar. Hann hafði dreymt eina nóttina, að bænd- umir í Miðfirði hefðu verið að tala um að hrútarnir væru í ár- og náttmyrkri. Og ef faðir minn kæmi ekki aftur lifandi úr þessu ferðalagi gætum við ekki haldið nein jól og helst aldrei framar. Mér þótti svo undur vænt um föður minn og þegar ég var hátt- aður, sem var ekki fyrr en seint um kvöldið, bað ég til Guðs, sér- staklega fyrir föður mínum og að ég fengi hann heilan heim. Út frá þessum kvöldbænum mínum sem höfðu veitt mér nokkra rósemi í mínum hugarórum og ángri, leið ég óafvitandi inn í svefninn og á vit draumanna. Um morguninn, þegar ég vaknaði var enn myrkur. Móðir mín var að koma upp stigann inn í baðstofuna með kertaljós í ann- undarlega gat nú viljað til“. Hún sagði þetta með þeim málróm og því látbragði, sem lét í ljós, að því hefði hún sannarlega ekki átt von á. Þegar faðir minn var vaknaður og dálítið búinn að jafna sig, hóf hann að segja mér og okkur ferðasöguna, sem var í stuttu máli á þessa leið: Eftir næturlanga göngu í góðu færi var hann kominn við dag- renningu á heiðamót, þ. e. suð- vestur af Heiðarvatni, þar sem eru fyrstu drög að Miðfjarðará, með kílum og uppsprettulindum, er mishæðalítið svæði, sem kallað er „Flár“. Þar hvíldi hann sig stundarkorn. á meðan dagsbirtan var að skýrast. en að því búnu hélt hann nokkuð lengra suðvestur Flárnar i stefnu á Heljardal. eða Búrfell. Þegar hann hafði gengið nokkra stund frá hvíldarstaðnum varð hann var við gömul kindaför og spörð í snjónum. Hann hélt þvi áfram. allt vestur undir Heljar- dalsfjöll og hafði þá á stöku stað orðið var gamalla ummerkja eftir kindur. Þarna voru hrútar hans, sem han leitaði, en ekki varð hann var annarra kinda. Birtu var brugðið áður en hann komst út á heiðamót og og rákust þó hrút- arnir vel fyrsta sprettinn. en fljót- lega fór að draga af þeim. Oft varð hann að hvíla þá og fara hægt með þá út heiðina. Þegar hann kom út fyrir svokallaðar Vatnshæðir, var þar nokkur beit- arjörð og þar skildi hann við hrútana, sem fóru að gera sér gott af beitinni. En hann gekk til bæj- ar sem var tæplega klukkutíma gangur og kom heim um fjögur leytið um nóttina. Veðrið taldi faðir minn hafa verið gott. Hríð- arélin komu ekki á hann fyrr en á heimleið og vindur það hægur, að aðeins var renningsskrið í éljun- um. Faðir minn sótti hrútana um daginn og þeim var slátrað dag- inn fyrir Þorláksdag, svo við fengum nýtt kjöt á jólaborðið. Það var ekki mikið um jólagjafir í þá daga, síst á fátækum heimil- um, aðeins nokkur ýmislega lit smákerti og einstaka sinnum spil. En oftast var reynt að klæða a. m. k. börnin í einhverja nýja flík á jólum, sem oftast var heimaunnin. Jóiagleðin var ekki minni fyrir það. Raufarhöfn 9. desember 1978 Ath. Þessi grein „Eftirleitin", átti að koma i síðasta jólablaði, en af ýmsum ástæðum gat ekki orðið af því. - Rilstj. ratvís í vondum veðrum, jafnvel þar sem hann var ekki mikið kunnugur landslagi. Þessi dagur leið að kvöldi sem nafnar hans aðrir, við vaxandi áhyggjur okkar og óróleika. Ég fór oft út um kvöldið að gá til veðurs, en á því var lítil breyting. Ég gat ekki vikið úr huga mér þessu ferðalagi föður míns og þeim hættum sem því gátu verið samfara, sérstaklega ef saman skelti í stórhríð, reglulegt dimmviðri, eins og nú gat orðið. Þá voru fleiri hættur en villur t. d. var Miðfjarðará nærri heimleið föður míns og hún rann sumstað- ar í djúpum gljúfrum, sem gat verið lífshættulegt að hrapa í, en það gat vel komið fyrir í blindbyl arri hendi, en svarðar- eða tað- skán með eldneysta á í hinni. Neistan hafði hún sótt í eldhús- hlóðir frammi í bæ og stakk í litla eldavél, sem var i baðstofuend- anum. „Er pabbi kominn", var mín fyrsta spurning. „Já, hann kom í nótt“, sagði mamma. Þá spurði ég ekki meira í bili því nú þurfti ég að þakka Guði, fyrir að hafa bænheyrt mig. Faðir minn var kominn heill á húfi og hjá okkur gátu orðið jól. „Fann hann hrút- ana?“ var mín næsta spurning. „Hafðu ekki hátt, pabbi þinn þarf að sofa, hann er þreyttur", sagði móðir mín í lágum hljóðum, og svo, sama lágum róm: „Já, svo DAGUR. 23

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.