Dagur - 20.12.1979, Side 33

Dagur - 20.12.1979, Side 33
Hvernig er að vera lœknir á stað eins og Kristnesi? Það er sérstæð og ekki alltaf örvandi reynsla fyrir lækni að starfa á spítala fyrir sjúkt aldrað fólk og aðra langdvalarsjúklinga sem lítil og oft engin von er um að unnt verði að útskrifa annað en til Himnaföðursins. Mér kom til hugar áður en ég hóf störf þarna, að búa mætti fólk undir þau umskipti, sem eiga fyrir okkur öllum að liggja. En ég komst fljótt að raun um, að þess var yfirleitt enginn kostur, flestir komnir svo langt úr út heiminum, sem kallað er, að lítið var hægt að gera annað en láta fólkinu líða svo vel sem kostur er. Venjulega telur læknir skyldu sína að halda lífi í sjúklingi sínum með öllum ráðum og svo lengi sem kostur er. Maður hafði vanist á að líta á þetta sem hlutverk góðs læknis. En þama kom efinn að mér stundum. Ég er algerlega á móti því að stytta nokkrum manni aldur með beinni íhlutun, er á móti öllu manndrápi, sama hvort um er að ræða fóstureyðingu, líknardráp, dauðadóm eða styrjaldardráp í þágu göfugra hugsjóna. Samt gat ég ekki varist þeirri tilhugsun, að ég bryti lög- mál lífs og dauða með því að teygja skilyrðislaust líf örvasa gamalmenna, sem þekktu ekki lengur sín eigin börn og vissu ekki, hvar þau væru niður komin. Rétturinn til að lifa er að mínu viti heilagur. En er ekki rétturinn til aðvdeyja orðinn jafn heilagur þegar líkamshrörnun er komin á það stig að þetta skrimt getur með engu móti kallast mannsæmandi líf? Ég vildi óska, að fólk léti þess getið og þá helst skriflega meðan það heldur viti og sönsum, hvort það óski þess að fá að deyja í friði, þegar svona er komið eða hvort það vilji láta teygja úr lífslopan- um með öllum tiltækum ráðum. Það er mál til komið að prenta svoleiðis eyðublöð, finnst þér það ekki? Þú sagðist vera á móti fóstur- eyðingum? Já, ég er þeim mjög mótfallinn. Böm, sem nú fæðast, eiga í vændum 70-80 ára æviferil. Ég á við börnin, sem eru svo heppin að fæðast á íslandi. Það er að segja börnin, sem fædd eru af heil- brigðum foreldrum og hafa ekki orðið fyrir skakkaföllum í móð- urlífi. Það eru þesskonar börn, sem ég vil ekki svipta lífinu. Það eru þesskonar börn, sem tekin eru af lífi með fóstureyðingum „af félagslegum ástæðum.“ Það væri nær að leyfa þeim að fæðast og fá þau í hendur konum, sem gráta um nætur, af því að þær verða ekki barnshafandi. Þetta er ekki ofstækiskennd fastheldni við gömul siðalögmál, heldur virðing fyrir mannslífinu studd þeirri gleði, sem ég hef séð í augum mömmu og ömmu, pabba og afa eftir að það barn var komið j í heimsljósið, sem mannleg skammsýni vildi ekki vita af þeg- ar það var agnarlítið fóstur ófært um að koma á framfæri óskinni um að fá að lifa. Öll höfum við tilheyrt stétt ófæddra barna. Hvað fólk getur verið gleymið á lögmál síns lífs! Þetta á við um heilbrigð börn og mæður. Ég veit, að rauðir hundar og fleiri sjúkdómar geta skert möguleika ófæddra barna til heilbrigðs lífs. Læknisfræðin veit orðið talsvert um það. Og þegar líkur á sjúkdómi eða van- skapnaði eru miklar, horfir málið allt öðruvísi við. Og sé heilsu móðurinnar hætt, er ekki nema sjálfsagt að vega og meta mögu- leikana. 1 Genfarheiti lækna er þeim uppálagt að vernda líf frá getnáði til grafar. Það er dálítið hart, LÆKNIR OG LISTAMAÐUR í dag lítum við inn hjá Úlfi Ragnarssyni yfirlækni á Kristneshæli í Eyjafirði. Úlfur er um margt sérstæður maður með sérstæðar skoðanir á lífinu, sem mörgum virðast forvitnilegar til kynningar og umræðu. Um áhugamál hans og athuganir mætti nærri því endalaust fjalla, og komumst við ekki yfir nema brot af því, sem honum er hugleikið. Hann er kvæntur Ástu Guðvarðar- dóttur og eiga þau fimm dætur. þegar löggjafinn ungar út lögum sem miða að því að fá lækna til að ganga á gefin heit og sljóvga þannig siðgæðisvitund stéttar, sem þrátt fyrir allt er mun skyggnari á lögmál lífs og dauða en þeir, sem sjaldan horfast í augu við dauðann og halda að lífið sé aðeins eigingjörn eftirsókn eftir brauði og leikjum. Þú ert bœði listmálari og Ijóða- smiður. Hvað rœður þvi hvorri listgyðjunni þú fylgir i dag og hverri á morgun? Eg held það sé aðeins ein list- gyðja, sem okkur gefst kostur á að þjóna með ýmsu móti. Ég byrjaði á að mála, en lagði það niður í Háskólanum, því að ég fann. að það gat orðið mér ástríða, sem skerti hæfni mína sem læknis. Listhneigðin leitaði þá eftir öðr- um farvegi og ég tók upp á því að yrkja. Síðan ég tók aftur til að mála fyrir rúmum tveim árum hef ég svo sem ekkert ort, svo að trú- lega er málverkið mér eðlilegra. Annars held ég að list listanna sé hvorki að mála né yrkja og heldur ekki hljómlist eða leiklist. Ég held að listgyðjan fagni þeim best, sem lifa sig djúpt inn í listina að lifa. Ég held að séra Friðrik Friðriks- son, stofnandi K.F.U.M. hafi verið snillingur í þeirri list. Hann naut líka handleiðslu besta kenn- arans, sem við eigum völ á. Ef þú vcerir ungur og í skóla núna, hefðirðu þá kosið að gerast listmálari fremur en lœknir? Nei, það held ég ekki. Læknis- hlutverkið hefur alltaf verið mér hjartfólgið, þó að ég hafi á köfl- um litið það öðrum augum en flestir starfsbræður mínir. Ég er ekki hneigður til sérfræðiiðkana, heldur skynja löngun til að sjá fólk sigrast á takmörkunum sín- um þannig, að lífsorkan birtist í skapandi lífi. Ég held að ónotaðir hæfileikar og fangelsuð lífsorka beinist gegn manninum sjálfum og valdi ekki aðeins truflun á sinni heldur einnig truflun á starfsemi líkamans. Ég hef marg- A ustsymngu. :«Íl|lÍ|BSI|l|l ■ oft séð, að þegar lífsorka fólks finnur skapandi farveg sem hent- ar hæfileikunum, þá er eins og líkamsheilsan tvíeflist. Já, þetta skemmtilega starf er auðugt af tækifærum til að kynn- ast mannlegu eðli. Margt af þessu sem lærist er kannsku ekki vís- indalega sannað en er svo aug- ljóst að það leynir sér ekki. Það er víst ekki heldur vísindalega sannanlegt að tvisvar tveir séu fjórir. En við teljum það sjálfgef- ið. Þannig er um sumt í lífinu. Það blasir við. Þú hefur lagt stund á sálfrœði, er það ekki? Jú, síðan á háskólaárum mín- um hef ég haft sálfræðina sem „hobby“ eða nokkurskonar hlið- argrein. Tvívegis hef ég verið um tíma við sálfræðistofnun C. G. Jungs í Zúrich og hef skrifast á við sálfræðinga þar um þessi efni. Þetta hefur verið og er hluti af viðleitni til að reyna að skilja þetta, sem við köllum lífið. Ég hef engan áhuga á að nefn- ast sálfræðingur enda próflaus. Já, þetta gildir víst líka um það að nefnast læknir þó að þar vanti ekki prófið. Ég hef áhuga á að þekkja manninn og reynast læknir, það er að vera þesskonar maður, sem lífið getur notað til að stuðla að óbrjáluðu, heilbrigðu lífi. Mér er ljóst, að þetta er stefnumark, sem ég get keppt að, en tekst ekki að ná nema að litlu leyti. Blaðað f skjölum á skrifstofunni á Kristnesi. Myndir: hj. Ég held að Guð eða innsta eðl- ið í okkur sjálfum, sem er það sama, dæmi fremur eftir viðleitni en árangri. Ætli þetta sé ekki nokkurn veginn sama og að segja að ég haldi að maðurinn dæmist af trúnni fremur en verkunum? Fyrir mér er trú ekki leikni í að fylgja bókstaf og því síður að nota biblíuna eins og lögreglumenn nota gúmmíkylfu, til að berja niður vantrúaða. Fyrir mér er trúin viðleitni, þrotlaus viðleitni að keppa að því, sem er okkar innsta og besta eðli, þessu sem leiddi vin minn séra Friðrik við hönd sér til þess að hann gæti leitt okkur hina að Iífslindinni, þessari djúpu innri staðreynd, sem er lífið í lífinu. Hver er afstaða þín til trúar- bragða að öðru leyti? Trú er eitt. Trúarbrögð eru annað. Ég held þau séu mismun- andi góðir vegvísar og leiðarlýs- ingar á ferðinni til lífslindarinnar. t okkar trúarbrögðum nefnum við þessa lind Krist. Jesús Kristur nefndi hana Himnaríkið, Guðs- ríkið og perluna, sem var svo dýrmæt, að öllu öðru var fórn- andi fyrir hana. Þeir sem í sann- leika hafa komist í nálægð við lindina þekkjast á því að þeir eru friðflytjendur. Þeir hafa sjálfir fundið veginn og sjá, að trúar- brögðin eru sprottin af viðleitni manna til að hjálpa öðrum. Það er góð viðleitni þó að misjafnlega hafi tekist. Þó að ég álíti, að veg- sögn Jesú frá Nasaret sé einföld- ust og ljósust auk þess sem hann býður upp á persónulega fylgd, þá veit ég að önnur trúarbrögð , eru þrungin af visku. Þeir sem vilja kafa í þau eiga að njóta frelsis til þess óáreittir af öðru fólki trúuðu eða vantrúuðu, Gyðingum eða Grikkjum, hefði Páll postuli kannski sagt. Okkur mönnum eru vegir innsta veruleikans ekki rannsak- anlegir. Stundum reynist það, sem mennirnir nefna villu, nauð- synlegur áfangi á leiðinni. Hver veit nema allir þurfi á því að halda að verða svo rammvilltir að allur hroki og öll hræsni hrynji af þeim og sálin hrópi á hjálp? Fátt veit ég samt raunalegra en það, þegar þeir, sem frelsast úr neyð sinni gegnum dýrmæta reynslu, taka aftur upp hroka sinn og hræsni og áskilja sér rétt til að dæma náunga sinn. Þá er síðari villan orðin verri en hin fyrri. Við minntumst áðan á list- gyðjuna. Ég held, að hún sé reyndar lífsgyðjan sjálf, viskan, sem stóð við hlið Skaparans, þegar heimurinn varð til. Hún mun standa þar kyrr í tign sinni og mildi, þegar Hann fellir dóm um dauðan hvern. Eigum við ekki að enda hér, vinur? Heldurðu að það komist til skila, að þetta, sem við höfum rætt undir lokin er sá innri veru- leiki, sem er mér lífið sjálft? Þó að mér fari oft eins og Páli forðum að „hið góða, sem ég vil, það geri ég ekki, en hið illa sem ég ekki vil, það geri ég,“ þá veit ég, hvað ég er að tala um. Ég er alls ekki einn urn það. En sé það svo, að Andinn segi öðrum að nota tilvitnanir óspart í tíma og ótíma, þá segir hinn sami andi mér að reyna að skilja veruleikann bak við orðin eftir fremst megni og segja svo frá á máli nútímans; Andinn er hinn sami, andi Krists, kærleikurinn. En limir hans eru margir og hlut- verk þeirra mismunandi. Jæja, ætli þú sért ekki búinn að fá þig fullsaddan af þvi sem mér er hjarta næst? Ég er nefnilega bara eins og þið öll; Maður sem langar að lifa heitu lifandi lífi. Á þessari blessuðu jarðstjörnu. h. j. DAGUR.33

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.