Dagur - 30.05.1984, Page 2

Dagur - 30.05.1984, Page 2
2 - DAGUR - 30. maí 1984 Hefurðu smakkað Viking-bjórinn sem Sana framleiðir til útflutnings? Unnur Karlsdóttir: Nei, það hef ég ekki gert, en ég hefði alls ekkert á móti því. Sigmar Methúsalenisson: Nei, en það væri gaman að bragða á þessu. Baldvin Þorláksson: Nei, ekki rekur mig minni til að hafa smakkað hann. Stefán Gunnlaugsson: Já. Annars er ég lítill bjór- maður, en þessi bjór er ekki síðri en margar erlendar teg- undir. Ketili Helgason: Ég neyti ekki áfengis. - Vertíðin er rétt að fara í gang hjá okkur. Þetta er annars búið að vera ágætt í vetur. Alltaf talsvert að gera og t.d. voru 12 her- bergi af 21 í leigu í nótt, sagði Sigurður Jóhannsson, hótel- stjóri á Hótel Blöndu- ósi er við ræddum við hann fyrir skemmstu. Hótel Blönduós byggir á gömlum merg. Hótelið var lengi í þjóð- braut og gestagangur mikill en í þá daga var hótelið aðeins opið á sumrin. Nýir eigendur tóku svo við hótelinu fyrir nokkrum árum og þá var sú ákvörðun tekin að hótelið yrði opið allt árið. - Okkur þótti það siðferðilega rangt að reka hótelið aðeins yfir sumarmánuðina. Meðal eigend- anna eru fyrirtæki eins og Sölu- félag A.-Húnavatnssýslu, Pólar- prjón, sýslan og Arnarflug og því eðlilegt að reyna að halda opnu allt árið, segir Sigurður hótelstjóri. Að sögn Sigurðar hefur þetta Sigurður Jóhannsson, hótelstjóri. Bessi Þorsteinsson sem er Gaflari eins og ég, er viðurkenndur lista- kokkur. - Hvað rekur Hafnfirðing eins og þig hingað? - Peningar, skýtur Bessi nú inn í samtalið en hann er nú kom- inn á vettvang eftir að hafa kokk- að ofan í heilan vegavinnuflokk og aðra kostgangara. - Nei, það eru ekki peningarn- ir. Ég er búinn að vera hér í átta ár og kom fyrst hingað til þess að hvíla mig. Ég var sjómaður og ætlaði í upphafi aðeins að vera hér í eitt ár en það hefur sem sagt tognað úr því. - Hvað sækja ferðamenn og aðrir hingað til Blönduóss? - Ég held að númer eitt sé að hér eru margar bestu og jafn- framt dýrustu laxveiðiár landsins. Hingað koma menn úr öllum heimshornum og þeir sem ekki gista í veiðihúsum þeir koma hingað. Mér er sérstaklega minn- isstæður einn náungi frá Puerto Rico sem hér dvaldi. Hann var við veiðar í einni ánni og lengi vel gekk hvorki né rak. En undir lok- in krækti hann í einn lax og ég hef aldrei á ævinni séð ánægðari gest. Það bókstaflega ljómaði af hönum þegar hann og laxinn héldu til síns heima. Auk lax- veiðiánna er svo margt annaó hcr sem dregur að. Fólk á leið hér um þjóðveginn og stoppar og flestir þeirra leita hingað í mat „Siðferðilega rangt að hafa ekki opið allt árið“ — Rætt við Sigurð Jóhannsson, hótelstjóra á Blönduósi líka gefist vel og gestagangur síst minni en í gamla daga þegar þjóðvegurinn lá við hlið hótels- ins. - Því er ekki að neita að rekst- urinn er hálf þungur yfir svört- ustu vetrarmánuðina en það er vel hægt að reka þetta á heilsárs- grundvelli, segir Sigurður og fræðir okkur á því að á veturna séu það aðallega sölumenn og viðgerðamenn sem séu við- skiptavinir en á sumrin eru út- lendingar fjölmennir. - Það er mikið að gera hér á sumrin og þá er hótelið alltaf full- bókað og við útvegum meirá að segja gistingu úti í bæ. Það eru ferðahóparnir sem eru okkar bestu viðskiptavinir - útlendingar í skipulögðum hópferðum og þegar mest er að gera þá grípum við til húsnæðis sem við eigum út í bæ. Þetta húsnæði er m.a. nýtt af sláturhúsfólki á vetrum en allt í allt komum við 60 til 70 manns fyrir þar í gistingu. - Hvað með heimamenn. Koma þeir hingað í mat? - Það er lítið um það og fólk kemur hingað alls ekki að tilefn- islausu. Það er þá vegna árshá- tíða eða einkasamkvæma. Fólk er íhaldssamt í þessum efnum a.m.k. hefur það enga ástæðu til þess að kvarta yfir matnum. eða gistingu, segir Sigurður Jó- hannsson, hótelstjóri. Og það er alveg óhætt að mæla með Hótel Blönduósi við ferða- fólk. Herbergin eru þægileg og maturinn góður og vel útilátinn. Þá má og nefna að staðurinn hef- ur leyfi til vínveitinga og eins er möguleiki fyrir þá sem vilja fá sér snúning, að dansa í salnum þar sem reglulega eru uppákomur af einhverju tagi. - ESE. Þakkir fyrir góða þjónustu í áratugi höfum við sem á Ytri- Brekkunni búum, notið þægi- legra viðskipta við verslunina í Hlíðargötu 11. Þessa er vert að þakka og minnast. Verslunarstjórarnir og starfs- fólk allt hefur sýnt sanna háttvísi og góðvild. Því söknum við fólks- ins og þeirra þæginda sem þessi þjónusta hefur veitt en okkur ber að skilja að með breyttum þjóð- félagsháttum breytast líka versl- unarviðskipti. Þökk sé ykkur öllum sem hafið starfað í Hlíðargötu 11 svo mörg liðin ár. Góðar óskir fylgja ykkur. Heill sé með Kaupfélagi Eyfirðinga hér eftir sem hingað til. Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.