Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 3
Deilurnar um sparkvöllinn sunnan Eiðsvallagötu: 30. maí 1984 - DAGUR - 3 „Hef lofað að gjalda líku líkt“ - segir Albert Karlsson - Þar sem það sem Guðrún Sigurðardóttir segir um deil- urnar vegna leiksvæðisins milli Eiðsvallagötu og Gránufélags- götu, er ekki að öllu leyti sann- leikanum samkvæmt vil ég taka það skýrt fram að ég hef aldrei hótað að berja krakk- ana. Móðir mín hefur heldur ekki sigað mér eitt eða neitt og það eina sem ég hef raunveru- lega gert er að lofa því að gjalda líku likt ef þessir grisl- ingar gerðu alvöru úr þeirri hótun sinni að meiða köttinn eða berja móður mína. Þetta sagði Albert Karlsson sem býr að Eiðsvallagötu 28 ásamt móður sinni og ömmu. Eins og fram kom í Degi sl. mánu- dag hefur fjölskyldan um margra ára skeið átt í útistöðum við krakka sem hafa leikið sér í knattspyrnu á umræddu leik- svæði. - Sú fullyrðing Guðrúnar að krakkarnir hagi sér kurteislega er heldur ekki á rökum reist. Ef þetta er kurteisa hliðin á þeim þá vil ég ekki sjá hina, sagði Al- bert en að hans sögn þá hafa móðir hans og amma mátt þola alls kyns klámyrði og annan mið- ur fallegan munnsöfnuð frá krökkunum. - Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þetta mál er ekki auðleyst en bæjaryfirvöld verða þó að láta það til sín taka. Það er ekki hægt að ætlast til þess að við líðum rúðubrot, drullu- kökukast, brotin tré og eyðilagða kartöflugarða í framtíðinni, fyrir utan stöðugan hávaða frá því snemma á morgnana langt fram á nætur, sagði Albert Karlsson. - ESE „Vilji til að leysa þetta mál“ — segir bæjarverkfræðingur sem á sæti f leikvallanefnd - Þaö er ekki gott við þessu að gera en svæðið er á skipulagi sem opið leiksvæði og auðvit- að er ónæði af því sem slíku, sagði Stefán Stefánsson, bæjarverkfræðingur er blaða- maður Dags ræddi við hann um deilurnar sem risið hafa vegna sparkvallarins. Að sögn Stefáns hefur dregist að koma þessu leiksvæði í viðun- andi horf og það mál ekki inni á áætlun þessa árs. - Það er best að leysa mál sem þessi eins fljótt og auðið er og það má vel vera að það sé hægt að flytja sparkvöllinn t.d. á opna svæðið fyrir austan Hjalteyrar- götu. Ég geri ráð fyrir því að það mál verði skoðað af leikvalla- nefnd en það hefur aldrei komið til tals að mér vitandi að leggja þennan völl niður. En það er kannski. lausn að flytja hann, sagði Stefán Stefánsson Það var Árni Steinar Jóhanns- son, garðyrkjustjóri sem benti á svæðið við Hjalteyrargötu sem hugsanlega lausn á málinu en samkvæmt upp.ýsingum hans var sáð í svæðið í fyrra og það því mjög viðkvæmt. Bæði garðyrkju- stjóri og bæjarverkfræðingur voru sammála um að svæðið við Hjalteyrargötu myndi fljótlega breytast í s/að ef álagið væri mik- ið en spurningin er bara sú hvort það sé ekki betra fyrir krakkana að leika knattspyrnu þar en í for- arvilpunni sunnan Eiðsvallagötu og því leiðirida andrúmslofti sem ríkt hefur rriilli deiluaðila. -ESE Húsmæður athugið TILBOD HEFST föstudaginn 1. júní Svínakjöt kílóverð: Ný læri ............ 153 kr. Kótelettur ......... 253 kr. Hamborgarhryggir .. 260 kr. Reyktir kambar úrbeinaðir........ 240 kr. Bayonesskinka .... 240 kr. Svínahakk......... 120 kr. Kálfakjöt: Kálfasnitzel ....... 250 kr. Kálfahakk .......... 130 kr. Kálfalæri .......... 130 kr. Kálfalundir.......... 250 kr. Hrossakjöt: Hrossabuff ......... 160 kr. Hrossagúllash ...... 140 kr. Saltað hrossakjöt .... 55 kr. Brytjaðir hrossasperðlar ...... 90 kr. Sláturhús Benny Jensen Lóni • Sími 21541. Svæðið sem deilurnar standa um. - í baksýn er Eiðsvallagata 28. Mynd: ESE VönihúsKSA. í nýjum bunm? ■ ■i ■ ■il Opnum á föstudag 1e / / . juni endurbættar og glæsilegar deUdir á fyrstu hæð Yöruhúss j| Þar eru: HljómdeUd. Sportvörur. LeUdöng. Ritföng. Og SkódeUd (á sínum stað) ■■ni Herradeildin er flutt á efiri hæð. Líttu inn, við komum á óvart SlMI (96) 21400 ■ Ml

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.