Dagur - 30.05.1984, Side 4
4 - DAGUR - 30. maí 1984
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SÍMI:. 24222
ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI -
LAUSASÖLUVERÐ 22 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GÍSLI SIGURGEIRSSON
BLAÐAMENN:
EIRÍKUR ST. EIRI'KSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Erfiðleikar í
skipasmíðaiðnaði
Sjaldan eða aldrei hefur útlitið verið eins
svart hjá skipasmíðaiðnaði landsmanna og
nú. Á Alþingi fyrir nokkru svaraði iðnaðarráð-
herra fyrirspurn þingmanna um það hver
verkefnastaða skipasmíðastöðvanna væri um
þessar mundir, en næg verkefni hafa verið til
þessa, samkvæmt svörum iðnaðarráðherra.
í svörum ráðherra kom fram, þegar litið er
á þau í heild, að engin hinna fjórtán skipa-
smíðastöðva sem könnunin náði til hefur full-
nægjandi verkefni út þetta ár. Lengst ná
verkefnin fram á haustið og margar smærri
stöðvarnar eru verkefnalausar um þessar
mundir. T.d. ríkir algjör óvissa um framhald
nýsmíða hjá Slippstöðinni á Akureyri þegar
smíði raðsmíðabátanna tveggja lýkur á þessu
ári, en útlit er fyrir að stöðin hafi næg verkefni
fram í nóvember. Hjá Stálvík í Garðabæ eru
fyrirliggjandi um tveggja og hálfs mánaðar
verkefni við að ljúka nýsmíði og eins og hálfs
mánaðar vinna er við viðhald. Hjá Þorgeiri og
Ellert á Akranesi hefur lítið verið unnið við
nýsmíðaverkefnið þar undanfarið, en áætluð
tveggja og hálfs mánaðar vinna við raðsmíða-
skipið þar og um mánaðarvinna við viðhalds-
verkefni. Hjá öðrum, smærri skipasmíða-
stöðvum er ástandið yfirleitt verra en þetta.
Þetta hlýtur að vera stjórnvöldum mikið
áhyggjuefni, ekki síður en þeim sem starfa í
þessari grein íslensks atvinnulífs. Nú þegar
hugmyndin er að hefja sókn í atvinnumálum
landsmanna og byggja þar mest á iðnaðar-
uppbyggingu er skipasmíðaiðnaðurinn á von-
arvöl. Þar hefur skapast mikil sérhæfð
þekking, sem horfur eru nú á að fari forgörð-
um að miklu leyti. Þetta er reyndar ekki að-
eins áhyggjuefni þeirra sem reka skipasmíða-
stöðvarnar sjálfar, því fjölmörg önnur fyrir-
tæki s.s. vélsmiðjur og rafiðnaðarfyrirtæki
tengjast þessari grein.
Starfsemi Slippstöðvarinnar, stærstu skipa-
smíðastöðvarinnar á landinu, vegur mjög
þungt í atvinnulífi Akureyringa, enda hafa
þessar bágu framtíðarhorfur valdið miklum
ugg meðal heimamanna.
Það verður með einhverjum hætti að sjá til
þess að þessi atvinnugrein, sem saman-
stendur af fjölmörgum iðngreinum, haldi
velli. Það yrði dýrara fyrir þjóðfélagið að týna
niður allri þeirri verkkunnáttu og þekkingu
sem til er orðin og þurfa síðan að leita til ann-
arra þjóða með viðhald og endurnýjun skipa-
stólsins.
„Konungur öskuhauganna“ á Akureyri:
„Þetta er andskoti
leiðinleg vinna“
Það fer ekki á milli máia hver
það er sem ræður ríkjum á
öskuhaugum Akureyrar á
Glerárdal. Þar æðir um á fullri
ferð maður nokkur þéttvaxinn
og kominn á efri ár, en snerp-
an er í lagi og munnurinn á
réttum stað ef svo ber undir.
„Blessaður vertu, ég væri ekki
hérna ef ég hefði ekki mölvað á
mér löppina, það var ágætt að
staðsetja mig hérna þegar það
gerðist. Þetta er andskoti leiðin-
leg vinna, blessaður vertu. Þetta
er þó skömminni til skárra á
sumrin en á veturna í kuldanum
sem er oft mikill,“ sagði „kon-
ungur öskuhauganna" er við
ræddum við hann.
Við spurðum að nafni og það
stóð ekki á því: „Ég heiti Elías
Ólafsson en annars heiti ég Eli
Olsen með réttu því ég er Færey-
ingur. En þessi heimskulegu lög
ykkar urðu til þess að ég varð að
skipta um nafn þegar ég varð
ríkisborgari. Þetta er heimsku-
legt því ambögur eins og Schram
og svoleiðis eru látnar viðgang-
ast.“
- Hvenær komstu til íslands
og hvers vegna?
„Það veit enginn sína ævina
fyrr en öll er, vinur minn. Hvers
vegna kom ég? Hvers vegna átti
ég ekki að koma, ha? Ég kom
hingað 1942 og hef lengst af verið
á togurum. Annars fór ég í sveit
fyrst í Fagraskóg og þar hitti ég
kerlinguna. Hún hafði verið
vinnukona þar en það var víst
ákveðið af æðri máttarvöldum að
við ættum að hittast. Já, þetta var
eitthvað sem átti að gerast með
kerlinguna, blessaður vertu.“
- Hverju kastar fólk hér á
haugana, öðru en sorpi og slíku?
„Eg veit ekki hvort ég á nokk-
uð að vera að segja þér það. Það
er ýmislegt jú eins og sófar og
svoleiðis."
- Og þú stjórnar öllu og passar
að menn setji þetta á fyrirfram
ákveðna staði.
„Já, ég geri það, annars er það
bæjarverkfræðingur sem ákveður
þetta allt saman, ég læt bara losa
hér eins og hann segir til um.“
Það var ekki að sjá á Elíasi að
honum leiddist mikið í vinnunni
þótt hann segi að hún sé leiðin-
leg. Hann geislaði af ánægju og
lífsgleði og við spurðum hann að
lokum hvort sumarið væri ekki
örugglega komið.
„Jú, það er á hreinu enda er ég
að fara í sumarfrí um mánaða-
mótin. Ætli maður reyni ekki að
komast heim og kíkja á gömlu
heimahagana áður en maður fer
fyrir hornið.
Heyrðu! Þessar heimskulegu
reglur. Bróðir minn ætlaði að
senda mér skerpukjöt í jólagjöf
og hann fékk það bara endursent
heim aftur frá íslandi, það má
ekki senda eitt læri eða svoleiðis,
þetta er alveg bandvitlaust allt
saman,“ sagði Elías og nú var
hann rokinn. gk-.
Fækkun sjúkrarúma á
F.S.A. sumarið 1984
Svo sem flestum mun kunnugt
verður samdráttur í starfi á
sjúkrahúsinu í sumar. Það hefir
verið kynnt í blöðum og útvarpi.
Umfjöllunin um þessa ákvörð-
un hefir borið keim af andstöðu
gegn henni og má slíkt teljast
eðlilegt. Enginn vill skerta heil-
brigðisþjónustu, þegar litið er í
eigin barm. Því er ástæða til að
skýra betur orsakir, tilhögun og
tilgang þess að samdráttur þessi
var ákveðinn.
1. Sjúkrahúsinu hefir verið gert
að spara í rekstri. Fjárveiting-
ar í launalið voru lækkaðar
um 2,5%, en í öðrum rekstri
um 5%.
2. Hjúkrunarfræðingar sem
komnir eru yfir 10 ára starfs-
aldur eiga um 6 vikna sumar-
leyfi. Fjöldi hjúkrunarfræð-
inga við störf á sjúkrahúsinu
er nú 90 alls. Sumarleyfin
eru að vísu mismunandi löng,
en ógerlegt er að fá þau skörð
fyllt því hæfa starfsliði sem
þarf til að sinna að fullu verk-
um þeirra sem fríin eiga.
3. Víða í sjúkrahússbyggingunni
sem tekin var í notkun árið
1953, er orðin bráð nauðsyn á
að viðhald komi til. Til þess
þarf að hafa svigrúm, svo best
er að sjúklingar og hjúkrun-
arlið sé ekki í næsta nágrenni
meðan að viðgerð fer fram.
Til þess að mæta þessum þríþætta
vanda hafa læknar, hjúkrunar-
fræðingar og stjórn sjúkrahússins
samþykkt að rúmum verði fækk-
að yfir sumarið, frá 1. júní til 1.
september, um svo sem nemur
17% af heildartölu legurúma á
sjúkrahúsinu.
Fyrri hluta sumars verða til-
flutningar á rúmum af'Lyflækn-
ingadeild inn á aðrar deildir, og
á meðan sú deild er lokuð tekur
starfsliðið sitt sumarleyfi. Auð
deildin verður þá lagfærð meðan
tækifærið gefst til þess. Um miðj-
an júlí þegar Lyflækningadeild er
aftur komin í starf, verður sami
háttur hafður á með Handlækn-
ingadeild, hvað snertir flutning
rúma og frí starfsliðsins.
Sumarleyfi þess hóps lýkur í
byrjun september. Þá er aftur
ætlað að sjúkrahúsið gegni þjón-
ustu við þann sjúklingafjölda,
sem það er skráð fyrir, 150
manns.
Þessi fækkun sjúkrarúma gerir
það að verkum, á meðan hún
varir, að allar legudeildir sjúkra-
hússins verða að þrengja að sinni
sérgrein, en tekið verður á móti
bráðum sjúkdómsinnlögnum í
öllum sérgreinum, sem hér eru
stundaðar. Vonandi fá sjúklingar
þá læknishjálp og hjúkrun sem
þeir eru í þörf fyrir meðan
sjúkrahúsdvöl þeirra varir.
Ragnheiður Árnadóttir
hjúkrunarforstjóri.