Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 16
\t - HUrOAQ - £881 'mm Æ
16 - DAGUR - 30. maí 1984
Spjall við Pálma
Halldórsson frá
Löngumýri í Skagafirði
„Ég vil
ekkert
álblendi
í Eyja-
fjörðinn
s
- Heyrðu mig. Eg skaut rjúpur
með honum afa þfnuin frosta-
veturinn mikla 1918. Hann hef-
ur verið um fermingu þá og ég
man að hann var með riffil en
ekki haglabyssu. Það var nú
nieira skytteríið. Allt fullt af
rjúpu heima við bæi.
„Ég skil ekkert í honum Páli að vera að senda þig á mig.“
„Það er ekkert nema snjór og vitleysa í Glerárhverfi.“
Það er víst satt að heimurinn er
lítill og það er margt skrýtið í
henni veröld. Ég sat við ritvélina
á fimmtudagsmorgni og var að
skrifa um Pólarprjón á Blönduósi
er síminn hringdi og maður að
nafni Páll Rist spurði hvort við
hefðum ekki áhuga á skemmti-
legu myndefni.
Rúmlega átt-
ræður nábúi hans væri að slá
garðinn sinn upp á gamla móðinn
með orfi og ljá og það væri tilval-
ið að smella mynd af gamla
manninum. Ég þakkaði fyrir og
tíu mínútum síðar var ég kominn
upp á Bjarkarstíg og heilsaði upp
á hinn aldna heiðursmann, Pálma
Halldórsson. Að gömlurn og góð-
um sið heilsaði ég með handa-
bandi.
- Margblessaður, sagði Pálmi
og brýndi ljáinn. - Ertu kominn?
Pað er nú meiri vitleysan í hon-
um Páli að segja ykkur frá mér.
Ef ég væri ekki orðinn svona
gamall þá hefði ég hlaupið og fal-
ið mig, sagði Pálmi og tók þétt í
höndina á mér.
- Ég heiti nú annars Pálmi
Halldórsson, líklega þekktur sem
húsasmiður hér á Akureyri.
Húsasmiður en ekki byggingar-
meistari eins og þeir titla sig
margir í símaskránni sem ekkert
hafa smíðað. En blessaður vertu
ekki að skrifa það. Skrifaðu sem
minnst, sagði Pálmi og brosti.