Dagur - 30.05.1984, Síða 23
Sýningu Elíasar
lýkur um helgina
Málverkasýning Elíasar B.
Halldórssonar í sýningar-
salnum að Glerárgötu 34
sem opnuð var um síðustu
helgi hefur verið vel sótt og
nokkur hluti myndanna
sem Elías sýnir hefur selst.
Sýningin er opin virka
daga kl. 20-22 en aðra daga
kl. 14—20. Sýningunni lýkur
nk. sunnudag.
Öldrunardagur kirkj-
unnar í Akureyrarkirkju
Um nokkurra ára skeið hefur
uppstigningardagur verið há-
tíðlegur haldinn sem öldrunar-
dagur kirkjunnar. Tilgangur-
inn er sá að vekja athygli á
málefnum aldraðra, hvetja þá
til þátttöku í helgihaldi kirkj-
unnar og minna á að kirkjan
hefur sérstöku hlutverki að
gegna við að létta ellimóðum
sporin og hjálpa fólki á skeið-
skiptum fullorðins- og elliára
til að vera í stakk búið til að
mæta komandi dögum.
Af þessu tilefni verður sér-
stök hátíðarguðsþjónusta í
Akureyrarkirkju uppstigning-
ardag, 31. maí nk. og hefst
hún kl. 13.30. Við þá athöfn
prédikar séra Trausti Péturs-
son, fv. prófastur á Djúpa-
vogi. Allir eru velkomnir til
þessarar guðsþjónustu en sér-
staklega er vænst þátttöku
hinna eldri borgara.
Eftir guðsþjónustuna verður
öllum ellilífeyrisþegum boðið
til kaffidrykkju í kapellunni
sem bræðrafélag og kvenfélag
kirkjunnar munu annast ásamt
sóknarnefnd. Þeir sem óska
eftir akstri til guðsþjónustunn-
ar geta hringt í síma 22468
milli kl. 11 og 12 á uppstign-
ingardag, en félagar úr Kiwan-
isklúbbnum Kaldbak munu
annast aksturinn.
Sóknarprestar.
Sjómannadagurinn
er á sunnudag
Sjómannadagurinn er á
sunnudaginn og verður
dagskrá hans með hefð-
bundnum hætti á Akureyri.
Um morguninn verða sjó-
mannamessur í Akureyrar-
kirkju, þar sem sr. Birgir
Snæbjörnsson messar, og í
Lögmannshlíðarkirkju, þar
sem sr. Pálmi Matthíasson
messar. Kl. 13.30 hefst
dagskrá við sundlaugina,
þar sem keppt verður í
sundi, reiptogi og fleiri
greinum, en kl. 16.00 hefst
kappróður við höfnina. Um
kvöldið verður síðan stig-
inn dans í Sjallanum.
Óli G. sýnir
á Ddvík
og Blönduósi
Óli G. Jóhannsson verður
með grafíksýningu í Ráð-
húsinu á Dalvík á morgun,
uppstigningardag og stend-
ur hún frá kl. 15-22. Sýn-
ingin stendui aðeins þenn-
an eina dag á Dalvík, en á
laugardag og sunnudag sýn-
ir Oli á hótelinu á Blöndu-
ósi og verður sýningin opin
frá 15-22 báða dagana. Að
undanförnu hefur Óli verið
með sýningar á Akureyri,
Sauðárkróki, Ólafsfirði og
Húsavík, sem allar hafa
gengið mjög vel. Óli sýnir
grafíkmyndir sem fjalla um
dýr, börn og athafnalíf við
sjávarsíðuna.
Margt um að
vera í Sjallanum
Nemendur Dansskóla Sig-
urðar Hákonarsonar verða
með tvær sýningar á sam-
kvæmisdönsum í Sjallanum
um helgina. Verður sú fyrri
á föstudagskvöld og hin síð-
ari daginn eftir.
Á laugardag verður
tískusýning frá versluninni
Flónni og er ekki að efa að
þar verður ýmislegt fróð-
legt á boðstólum.
Hljómsveit Ingimars
Eydál leikur fyrir dansi
bæði á föstudags- og laugar-
dagskvöld og Ingimar mun
leika létta tónlist fyrir
matargesti. Á sunnudag
taka hinir sívinsælu Gautar
við, og leika á miklum
sjómannadagsdansleik í
Sjallanum.
íþrótdr
um helgina
Þór og Breiðablik leika í 1.
deild íslandsmótsins í
knattspyrnu og verður
leikurinn á Þórsvelli kl. 14
á laugardag. Verður fróð-
legt að sjá hvort Þórsarar
ná að rífa sig upp og sigra
eftir tvo slæma ósigra í síð-
ustu leikjum sínum.
Hitt Akureyrarliðið í 1.
deild, KA, heldur til
Reykjavíkur og mætir Val
á sunnudagskvöld og gæti
þar orðið um hörkuleik að
ræða.
í 2. deild er heil umferð
á dagskrá. Á laugardag
leika ÍBÍ - Völsungur á fsa-
firði, KS og Skallagrímur
leikj á Siglufirði, ÍBV og
FH í Hafnarfirði og Ein-
herji og Njarðvík á Vopna-
firði. Allir leikirnir hefjast
kl. 14. Á sunnudag er svo
síðasti leikur umferðarinn-
ar, Víðir og Tindastóll leika
í Garðinum kl. 20.
Eitt golfmót verður á
Akureyri. Það er „upstill-
ing“ fyrir Olíubikarinn og
hefst keppni á Jaðarsvelli
kl. 10 f.h.
Firmakeppni Léttis:
Nýlega fór fram hin árlega firma-
keppni Léttis og var hún haldin
að þessu sinni á hringvelli félags-
ins í Breiðholti. Þátttaka var
mjög góð, 100 fyrirtæki voru
skráð til leiks og var keppt í ung-
lingaflokki og fullorðinsflokki.
Keppni var jöfn og tvísýn, enda
voru þarna mættir flestir bestu
gæðingar bæjarbúa.
Úrslit urðu þessi í flokki full-
orðinna:
Guðbjörg Ragnarsdóttir á Þorra
frá Höskuldsstöðum.
1. Efnagerðin Flóra.
Keppandi Birgir Árnason á
Aron Aldísar Björnsdóttur.
2. Brauðgerð Kr. Jónssonar.
Keppandi Ragnar Ingólfsson
á Feng Sigurðar Snæbjörns-
sonar.
3. Dreki hf.
Keppandi Örn Grant á Örvari
Gunnbjörns Arnljótssonar.
Úrslit í unglingaflokki:
1. Véladeild KEA.
Keppandi Guðbjörg Ragnars-
dóttir á Þorra Sigurðar Snæ-
björnssonar.
2. Ásprent.
Keppandi Sonja Grant á
Fróða Arnar Grant.
3. Hlíðasport.
Keppandi Margrét Stefáns-
dóttir á Pontíusi Stefáns
Bjarnasonar.
Þá voru einnig veitt knapa-
verðlaun í báðum flokkum. í
unglingaflokki hlaut þau Eið-
ur Matthíasson sem keppti
fyrir Strengjasteypuna hf. og
í flokki fullorðinna hlaut þau
Aldís Björnsdóttir sem keppti
fyrir Iðnaðardeild SÍS.
Hestamannafélagið Léttir
þakkar bæði fyrirtækjum og
knöpum fyrir þátttökuna.
„Varist vímu
haldið heilsu“
„Þessi slagorðakeppni var
framlag JC Súlna til landsverk-
efnis JC-hreyfingarinnar á ís-
landi 1983-84 en það bar yfir-
skriftina „Andóf gegn eitur-
efnum“. Við efndum til keppni
meðal barna og unglinga 15.-
9. bekk í grunnskólum Ak-
ureyrar,“ sagði Sigurður Ólafs-
son formaður „Byggðarlags-
nefndar 11“ í JC Súlum er rætt
var við hann eftir verðlaunaaf-
hendingu sem fram fór í Odd-
eyrarskólanum 17. maí sl.
Þessi keppni fór þannig fram
að nemendur sömdu slagorð og
skiluðu þeim í nokkurs konar
kjörkassa hver í sínum skóla.
Dómnefnd skipuð fulltrúum frá
kennurum, nemendum og JC
Súlum valdi síðan 10 bestu slag-
orðin í hverjum skóla og höfund-
ar þeirra fengu afhent viðurkenn-
ingarskjöl.
25 slagorð héldu síðan áfram í
úrslitakeppnina, 5 þau bestu úr
hverjum skóla. Úr þeim var síð-
an valið besta slagorðið: „Varist
vímu, haldið heilsu“ en höfundur
þess er Melkorka T. Ólafsdóttir,
Reynivöllum 4, nemandi í Odd-
eyrarskólanum. Hún hlaut að
launum áletraðan skjöld auk
viðurkenningarskj alsins.
Sigurður var spurður um þátt-
töku í keppninni og svaraði hann
því til að hún hefði að vísu verið
svolítið misjöfn eftir skólum, en
heilt yfir hefði hún verið nokkuð
góð. Greinilegt hefði verið að
þetta hefði verið tekið alvarlega
af þátttakendum og áttu dómarar
í miklum erfiðleikum við dóm-
arastörfin, því slagorðin voru
hvert öðru betra og eins bárust
margar myndir sem sýndu andúð
á eiturefnum.
Hvað á svo að gera við verð-
launaslagorðið?
„Það verður sett á límmiða
sem síðan verður dreift til allra
grunnskólanemenda á Akureyri
í haust. Einnig er ætlunin að hafa
þennan límmiða til sölu ef ein-
hver félagasamtök utan Akureyr-
ar hefðu áhuga á að dreifa hon-
um í sinni heimabyggð,“ sagði Sig-
urður Ólafsson að lokum. ÁM.
Börnin úr Oddeyrarskólanum með viðurkenningarnar sínar.