Dagur - 23.12.1986, Page 20

Dagur - 23.12.1986, Page 20
Jólabækurnar renna út: „Alíslensk fyndni“ selst mest Að sögn bóksala hefur salan gengið vel, jafnvel geysilega vel að mati flestra. Þeir standa í ströngu við að panta bækur því sumar hverjar seljast fljótt upp. Skv. upplýsingum frá bókaverslunum á Akureyri, Húsavík og Sauðárkróki í gær eru þetta söluhæstu bækurnar: 1. Alíslensk fyndni - Magnús Óskarsson tók saman. 2. Svarti riddarinn - Alistair MacLean. 3. Líf mitt og gleði - Puríður Pálsd./Jónína Michaelsdóttir. 4. Grámosinn glóir - Thor Vil- hjálmsson. 5. Saman í hring - Guðrún Helgadóttir. 6. Minningar Huldu Á. Stef- ánsdóttur, æska. 7. Enga stæla! - Andrés Ind- riðason. 8. Öldin okkar - Gils Guð- mundsson skráði. 9. Aldnir hafa orðið - Erlingur Davíðsson. 10. Purpuraliturinn - Alice Walker. SS Talsvert hefur veríð um umferðaróhöpp á Akureyri að undanförnu. Hér skall hurð nærri hælum á Spítalavegi í gær, en þó sluppu menn með skrekkinn. Mynd: rþb Varaflugvöllur á Sauðárkróki: Náttúruvemdarráð gegn lengingu Náttúruverndarráð hefur lagst gegn því að varaflugvöllur verði gerður á Sauðárkróki, ef lengja á flugbrautina til suðurs. Þetta kemur fram í til- kynningu frá ráðinu sem búið er að birta. Áætlanir um lengingu flug- brautarinnar á Sauðárkróki hafa frá upphafi verið miðaðar við lengingu til suðurs. Það sem Náttúruverndarráð sér athuga- vert við þessa lengingu er að á því svæði er mikið andavarp. Eins er það svæði friðað sam- kvæmt náttúruverndarlögum. Náttúruverndarráð lét á síð- asta ári kanna fugialíf á þessu svæði. Ævar Petersen fugla- fræðingur vann þessa könnun fyr- ir ráðið. Hann segir að varpland- ið á þessum stað sé eitt hið merk- asta á landinu. Sá hluti sem vænt- anlega færi undir flugbrautina, er talinn mikilvægasti hluti varp- landsins. Gísli Gíslason framkvæmda- stjóri Náttúruverndarráðs segir að staða Náttúruverndarráðs sé nokkuð sterk í málinu vegna náttúruverndarlaganna. Lenging brautarinnar til norðurs er ekki talin hentug, þar sem þá þurfi að fara út í sjó og ekki sé mögulegt að Jengja braut- ina nema upp í 2300 metra, í stað 2500-3000 metra sem er talin nauðsynleg lengd varaflugvallar. Einnig er talið að brautarendinn og ýmiss aðflugsbúnaður verði í hættu vegna brims. Haukur Hauksson varaflug- málastjóri sagði að aðrir staðir komi til greina, svo sem Akur- eyri, Aðaldalur og Egilsstaðir. Hjá samgönguráðuneytinu er verið að kanna fleiri kosti en Sauðárkrók. „P;. Sauðárkrókur: Góð sala hjá Hegranesinu Hegranesið kom í gærmorgun til heimahafnar á Sauðárkróki að lokinni góðri söluferð til Þýskalands. Skipið seldi í Cux- haven í síðustu viku 184 tonn, mestmegnis karfa og var með- alverðið 63,17 krónur á kílóið. Þetta var besta sala hjá íslensku skipi í Þýskalandi í jólamánuðinum og varð hásetahluturinn í túrnum um 157 þúsund að orlofi með- töldu. . Skafti kom inn á föstudag með 43 tonn eftir tveggja sólarhringa útiveru. Pakkning hafði bilað í spilröri, hélt skipið til veiða um kvöldið og von var á því til löndunar í morgun. Drangey kom í gærmorgun með 80 tonn eftir viku veiðiferð. Togarar ÚS verða við bryggju yfir jólin og verða sjómennirnir örugglega hvíldinni fegnir eftir stirða tíð á miðunum undanfarnar vikur. Næg vinna hefur verið í frystihús- um við Skagafjörð undanfarna daga og sýnt þykir að vinna verði hjá fiskvinnslufólki milli jóla og nýárs. -þá

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.