Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 2
2- DAGUR-22. maí 1987
Fasteignasala - Sími 26441
Hafnarstræti 108.
Sölumaður: Páll Halldórsson,
heimasími: 22697.
Lögmaður: Björn Jósef Arnviðarson.
Steinahlíð:
Raðhús á 2 hæðum. Bílskúr. Samtals um 200 fm.
Skipti á einbýlishúsi á Suður-Brekku æskileg.
Okkur vantar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir.
Raðhús af öllum stærðum og einbýlishús
120-160 fm.
NÆTURVAKT
Skinnaíðnaður
Óskum eftir að ráða mann
í sérstakt starf á næturvakt
í Skinnaiðnaði.
Viðkomandi þarf að vera á dagvakt
til að byrja með, til að læra starfið.
UUariðnaður
Óskum eftir að ráða kembimann
á næturvakt í Loðbandsdeild.
Einnig koma til greina önnur störf.
Upplýsingar hjá starfsmannastjóra.
IÐNAÐARDEILD
SAMBANDSINS
GLERÁRGÖTU 28 AKUREYRI SÍMI (96)21900
Aðalfundur Sjálfsbjargar á Akureyri:
Taprekstur á
síðasta ári
- stafar fyrst og fremst af of lágum
meðferðargjöldum að sögn Tryggva
Sveinbjörnssonar framkvæmdastjóra
Aðalfundur Sjálfsbjargar,
félags fatlaðra, á Akureyri og
nágrenni, var haldinn 9. maí
síðastliðinn. í ársreikningi
kemur fram að táp varð á
rekstri félagsins á síðasta ári
sem nemur um 1,5 milljónum
króna. Að sögn Tryggva
Sveinbjörnssonar fram-
kvæmdastjóra félagsins stafar
þetta fyrst og fremst af erfiðum
rekstri endurhæfingarstöðvar
sem orsakast af því að þau
meðferðargjöld sem stofnunin
fær samkvæmt gjaldskrá
Tryggingarstofnunar ríkisins
eru allt of lág.
„Þetta getur ekki gengið
svona. Við erum hér að veita
þjónustu sem ríkið á í raun að sjá
um samt er okkur haldið í þessu
fjársvelti," sagði Tryggvi í sam-
tali við Dag.
Tryggvi nefndi sem dæmi að á
síðasta ári voru laun og launa-
tengd gjöld í endurhæfingarstöð-
inni rúmlega 4,2 milljónir en
tekjurnar 4.180 þúsund krónur.
Halli af rekstri endurhæfingar-
stöðvarinnar var 1.224 þúsund
krónur. Tekjurnar voru alls 7.590
þúsund krónur, þar af var fram-
Íag ríkisins 3.403 þúsund sem er
nær sama upphæð og árið 1985.
Tap af rekstri göngudeildar og
líkamsræktar var samtals um 930
þúsund krónur.
Heildarvelta félagsins nam um
38 milljónum króna. Þar af var
framlag ríkissjóðs 11,6 milljónir.
Skuldir félagsins eru samtals um
16,7 milljónir og eigið fé 67,5
milljónir, þannig að eignastaðan
er að sögn Tryggva nokkuð sterk.
Iðnrekstur félagsins gekk allvel
á árinu. Þó kom samdráttur í
byggingariðnaði nokkuð niður á
plastiðjunni. Hagnaður af rekstri
hennar var um 2,2 milljónir og
einnig var nokkur hagnaður af
rekstri Ako-pokans sem félagið
keypti um mitt ár. Áður hefur
verið sagt frá auknum umsvifum í
rekstri þessum sem kallar á aukið
húsnæði mjög fljótlega. Nýbygg-
ing ásamt aukinni markaðsvinnu
og vöruþróun eru að sögn
Tryggva stærstu verkefnin á næst-
unni. ET
Um helgina verða kynntir keppendur sem taka þátt í fegurðarsam-
keppni íslands 1987 sem haldin verður í Broadway 8. júní n.k.
Þær munu halda tískusýningu ásamt því að koma fram
í sundbolum. Einnig mun verða frábær hárgreiðslusýning. Blus-rock
söngvarinn Bobby Harrison skemmtir alla helgina. Golli og Siggi í
Discotekinu.
Glæsilegur þríréttaður kvöldverður framreiddur frá kl. 19.00. Opið
til kl. 03.00.
m Jf Æ Snyrtilegur klæðnaður
Eyjafjörður:
Niður-
setning
hafin
Nú eru flestir kartöflubændur í
Eyjafiröi í óða önn að setja
niður útsæði sumarsins og
margir eru langt komnir.
Vegna góðrar tíðar er niður-
setningin nokkru fyrr en
venjulega.
í Eyjafirði eru á milli 80 og 100
kartöflubændur og heildarfram-
leiðslan á síðasta ári var um 4200
tonn úr garði og var reiknað með
að um 70% af því eða um 3000
tonn yrðu söluvara.
Að sögn Guðmundar Þórisson-
ar formanns Félags kartöflurækt-
enda í Eyjafirði er búist við að
minna verði sett niður af verk-
smiðjukartöflunum, binté og
premiere, en á síðasta ári en
framleiðsla á matarkartöflum
verði frekar aukin. Búist er við
svipuðu heildarmagni níður og á
síðasta ári en hvað kemur undan
grösunum í haust er ekki gott að
segja. Undanfarnir dagar lofa
vissulega góðu um veðrið í
sumar. ET
MEN0R:
Stefnt að
listahátíð
Á stjórnarfundi MENOR,
Menningarsamtaka Norðlend-
inga, var rætt um menningar-
og listahátíð á Norðurlandi
árið 1988 og taldi stjórnin rétt
að stefna að slíkri hátíð.
Ákveðið var að hún skyldi
haldin á Akureyri í kringum
mánaðamótin maí-júní.
í fréttabréfi MENOR kemur
einnig fram að efni hátíðarinnar
yrði að mestu byggt á störfum
hinna ýmsu listamanna og sam-
taka innan MENOR frá vetrinum
á undan. Jafnframt var ákveðið
að boða til fundar um þetta mál
síðar í mánuðinum.
Meðal annarra mála sem rædd
voru á íundinum má nefna fjár-
hagsstöðu samtakanna, styrkum-
sóknir og hugmyndir að sam-
keppni meðal listamanna innan
MENOR um merki samtakanna.
SS
Lóðir við
nýja götu
Byggingunefnd Akureyrarbæj-
ar hefur óskað eftir því við
bæjarráð að heimilt verði að
auglýsa 6 nýjar lóðir við nýja
götu í Innbænum.
Jón Geir Ágústsson, bygg-
ingafulltrúi Ákureyrarbæjar,
sagði að ekki væri búið að setja
byggingaskilmála við þessa götu
en ef þeir yrðu í líkingu við skil-
mála sem settir voru við aðra
nýja götu í Innbænum, Nausta-
fjöru, þá yrðu þetta einbýlishús á
einni hæð og með risi. Þessi nýja
gata liggur út úr Aðalstræti,
beygir til austurs sunnan við
Aðalstæti 21 og liggur síðan til
norðurs. Bygginganefnd hefur
lagt til að þessi nýja gata verði
skírð Duggufjara. Jón sagði að ef
af þessu yrði gætu þessar lóðir
hugsanlega orðið byggingarhæfar
þann 1. ágúst í sumar. JÓH