Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 11
22. maí 1987- DAGUR - 11 meiðum okkur á annan hátt. Ef vöðvarnir eru vel teygðir erum við betur undirbúin til að takast á við slíkt og það eykur vellíðan. Síðan erum við alltaf með slökun í lokin. Pannig reynum við að þjálfa okkur til að nota vissa önd- un og slaka á líkamanum í nokkr- ar mínútur áður en við förum út úr salnum. Það þýðir ákveðna hvíld og konurnar fara út aðeins minna þreyttar en annars." Mest gaman af þeim elstu Flestar konurnar sem eru í leik- fimi hjá Eddu eru á aldrinu 30-40 ára, þær yngstu eru um tvítugt og sú elsta er um sextugt. Edda seg- ist hafa mest gaman af þeim elstu. „Þær eru svo duglegar og samviskusamar. Þær mæta alltaf í hvern einasta tíma og alltaf á réttum tíma. Þær notfæra sér líka alla aðstöðu, fara í gufu og slappa af. Svoleiðis á það að vera. Yngri konurnar hafa oft minni tíma, eru með börn og þurfa að flýta sér.“ í vetur var Edda með leikfim- ina í KA húsinu en næsta vetur verður hún í íþróttahöllinni. „Það má gjarnan koma fram að af því að þetta er ekki keppnis- íþrótt og ekki á vegum neins félags höfum við ekki komist inn í íþróttahúsin í bænum. Það er mjög mikil aðsókn í tíma í íþróttahúsunum og núna skrifaði ég til íþróttabandalags Akureyr- ISbumsé iressilegu helgarviðtali - Nú vinna margar konur úti, eiga þær ekkert erfitt með að finna tíma í leikfimi? „Jú, það spilar inn í en oft er það sjálfskaparvíti hjá þeim. Þær geta flestar gefið sér 2 tíma á viku í leikfimi. Ef viljinn er fyrir hendi held ég að flestar konur hafi tæki- færi til að komast að heiman. Já, tveir tímar á viku er alveg nóg fyrir þær sem ekki hafa verið í neinu. En þær sem hafa verið í einhverju og þær sem eru búnar að vera lengst hjá mér eru þrjá tíma á viku og það er líka öðru- vísi prógramm fyrir þær. Við höf- um líka haldið okkur við að hlaupa á sumrin þegar íþrótta- húsin eru lokuð. Þá förum við inn í Kjarna, hlaupum og gerum svo æfingar á eftir. Við gerðum það í allt fyrrasumar og það var alveg yndislegt. Veðrið var yfir- leitt svo gott og það er líka svo gott skjól þarna innfrá. Útiveran er mjög góð, það þarf ekki endi- lega að hlaupa það er líka hægt að ganga. „Mér finnst konur ekki bera nógu mikla virðingu fyrir líkamanum. Við höfum bara þennan eina líkama.“ Oft erfltt að drífa sig Þessi hreyfing hefur ótrúlega góð áhrif á okkur, það minnkar öll þessi veikindi og eymsli. Við get- um gert meira sjálf til að koma í veg fyrir ýmsa sjúkdóma. Vöðva- bólgur hrjá konur mikið í dag, yfirleitt vegna mikils vinnuálags og oft rangra vinnustellinga. Þær geta hjálpað sjálfum sér mikið með hreyfingu, bara að fara út að labba getur haft góð áhrif. Þetta er spurning um svolítinn vilja- styrk og að drífa sig. Ég hef tekið eftir þvf að þegar konurnar loks drífa sig þá eru þær svo harðar að þær mæta bókstaflega f hvern einasta tíma.“ Edda segist byggja sína leik- fimi upp á staðæfingum. „Það er upphitun, sem er mikil hreyfing, síðan eru það styrkjandi æfingar fyrir allan líkamann. í hverjum einasta tíma þarf að taka alla hluta líkamans og loks eru það teygjuæfingar, sem eru konum ekki síst nauðsynlegar því að með aldrinum stirðnum við og vöðvarnir verða óvirkari eða óhæfari ef við t.d. dettum eða ar og sagði að það væri kominn tími til að sinna öðrum hópum líka og þá fékk ég þennan sal í Iþróttahöllinni. Mér finnst bæði þessi grein vera útundan og einnig kvenfólk og ekki hefur það verið mér til framdráttar að eiga föður á æðstu stöðum, síður en svo.“ Edda er með marga hópa í leikfimi yfir veturinn og kennir frá 5-9 alla virka daga. Hún hefur aldrei auglýst og segist ekki reikna með að gera það. Hún segir sörnu konurnar koina ár eft- ir ár og það sé mjög gott því þá er sífellt hægt að byggja upp og þróa í rétta átt. Eg spyr Eddu hvernig henni finnist líkamlegt ástand fólks vera almennt. Konur bera ekki nóga virðingu fyrir Iíkamanum. „Það er því miður yfirleitt frekar lélegt. Mér finnst konur ekki bera nógu mikla virðingu fyrir líkama sínum.' Við höfum bara þennan eina líkama og ef við förum illa með hann þá bitnar það á okkur seinna meir. Þetta virð- ingarleysi fyrir líkamanum þarf að uppræta, því betur sem við förum með hann á yngri árum því betra verður ástandið þegar við verð- um eldri. Það hefur líka verið lít- ið upplýsingastreymi um líkam- ann og umönnun en það hefur aukist eftir að trimmherferðin fór af stað en þó ekki nóg. í leikfiminni segi ég þeim til hvers æfingarnar eru og svo fæ ég fyrirlesara til að fræða konurnar. í vetur kom Heiðar Jónsson, snyrtifræðingur tvisvar til mín. Hann var með fyrirlestur heilt kvöld, talar um hreinsun húðar, snyrtingu og framkomu. Hann er ekki að gera einhverja topp- fígúru úr hverri konu, eins og margir halda, heldur lætur hann hverja og eina konu njóta sín. Þetta er það sem ég vil að komi fram í leikfiminni hjá mér, þ.e. að um leið og konan styrkist þá líður henni betur og hún fær meira sjálfstraust. Ef við erum slappar og líður illa líkamlega þá líður okkur ekki heldur vel and- lega. Jónas Franklín hélt fyrir- lestur. Hann ræddi við konurnar í 4 tíma og það var ótrúlegt að hann skyldi eyða öllum þessum tíma í þetta. Hann fræddi okkur um konulíkamann, hvernig hann er uppbyggður, hvernig hann -virkar, hvað getur hrjáð konur og hvað við getum gert sjálfar okkur til hjálpar. Við Jónas ætlum að hafa þarna samstarf því þarna nær hann í konur sem honum fir.nst hann þurfa að fræða og ná inn í krabbameinsskoðun. Þá kom matvælafræðingur, Anna Þórdís Árnadóttir, til okkar og hélt fyrirlestur um mataræði. Hún tók nokkrar mat- vörur fyrir og lýsti samsetningu þeirra, það var mjög fróðlegt. Eg myndi ekki vilja taka þessa fyrir- lestra að mér sjálf, heldur vil ég fá fólk sem er sérmenntað á sínu sviði og síðan reyni ég að vinna úr því með konunum í tímuin og hvet þær til að hugsa meira um þessa hluti.“ Það er greinilegt að konurnar gera fleira en að sprikla hjá Eddu. Fyrir stuttu héldu þær tískusýningu á leikfimivörum. Edda segir að það sé svo sem ekkert atriði í hverju þær eru í leikfimi en það er ekkert verra að vera fallega klæddur og gott að vera í flíkum sem eru þægilegar, ekki úr gerviefnum." Edda sagði að samstarfið með konunum gæfi sér alveg ótrúlega mikið. „Þó ég sé oftast síðust til að heyra hvernig þeim líkar þá finn ég það á mætingunni. Kon- urnar eru mjög jákvæðar og dug- legar. Ég held að allar konur hafi gott af því að starfa í einhvers konar kvennahópi. Ég hvet þær til að fræðast hver af annarri. Eg get tekið sem dæmi að ég veit lítið um breytingaskeiðið en þarna eru konur sem geta sagt mér allt um það. Ég hef hvatt þær til að spjalla saman í búningsklef- unum, reyna að fræða hver aðra um okkar sérmál það er annar í þjóðfélaginu sem gerir það.“ Hver kona á rétt á að fá góða tilsögn Ég spyr Eddu hvort hún geti lifað af leikfimikennslunni. Spurning- in er til komin vegna þess að hún hefur verið að kenna íþróttir í Gagnfræðaskólanum og starfar núna sem klíníkdama samhliða leikfiminni. Edda hugsar sig um. „Ég hef aldrei reynt það en ég ætla að gera það næsta vetur. Það er að vísu önnur fyrirvinna fyrir mínu heimili, en ég ætla samt að reyna að láta þetta bera sig. Ég tók þá ákvörðun um daginn að hætta öllu nema leikfiminni og láta þetta ganga. Ég ætla samt ekki að fara að auglýsa einhver ósköp og fá fullt af konum sem ég þarf að troða að. Ég lít svo á að hver kona hafi rétt á að fá góða tilsögn, sem þýðir að ég get að- eins tekið ákveðinn fjölda. Með því að vera eingöngu með leikfimina tel ég mig sinna henni betur, ef ég er búin að kenna börnum allan daginn er ég ein- faldlega orðin þreytt og geri þetta þá ekki eins vel. Því meira sem þú kennir, því lélegri kennari og það ætla ég ekki að láta gerast hjá mér.“ Edda segist alltaf þurfa að vera að endurmennta sig og ætlar í sumar til Danmerkur í íþrótta- háskóla þar. Hún hefur farið á námskeið til Reykjavíkur á hverju sumri og safnar bókum um íþróttafræði, næringarfræði og heilsufræði. „Já, þetta er mitt aðaláhugamál, en þó er það þannig að þegar ég kem heim tek ég mér ýmislegt fyrir hendur sem er ekki tengt íþróttum. Annars er heimavinnan orðin mikil í kring- um leikfimina, ætli það sé ekki um 2-3 tímar á dag. Skólinn veitti lítinn undirbúning fyrir leikfimi eins og ég er með fyrir konurnar, þess vegna er enn mikilvægara að halda sér við með því að sækja námskeið." Við Edda höfum um margt að spjalla, hún hefur kennt fimleika og stjórnað leikfimi fyrir konur á Grenivík og um það er hægt að ræða heilmikið. En hér látum við numið að þessu sinni. Ég vona að kvennaleikfimin hjá Eddu gangi vel og konur á Akur- eyri verði léttari á sér og liðugri fyrir hennar tilstilli. -HJS * .»’ * i* *.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.