Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 3
22. maí 1987- DAGUR-3 kaf! Mynd: RÞB Sjallinn: Týnda kyn- slóðin til Akureyrar Nú mun vcra í undirbúningi hjá forstöðumönnum Sjallans, að „flytja“ Týndu kynslóðina, en það er dagskrá sem gengið hefur við góðan orðstír í Reykjavík. Ætlunin mun vera að reyna að byrja í júní. Að sögn Baldurs Brjánssonar framkvæmdastjóra Hollywood, hafa þeir í huga að leyfa Norð- lendingum að njóta gömlu góðu hljómsveitanna sem gerðu garð- inn frægan á árum áður. Margar þessara hljómsveita hafa nú kom- ið saman á ný, og æfa fyrir þessar skemmtanir. Sem sagt, í júní er vonast til þess að fyrsta hljómsveitin heimsæki Akureyri, og verður það væntanlega Dúmbó og Steini, að sögn Bald- urs. VG Norðurland: Loðnuaflinn jókst um 154% milli ára Sauðárkrókur: Olís hyggst byggja bensín- stöð og sjálf- virka bíla- þvottastöö Olíuverslun Islands hefur sótt um lóð undir bensínstöð og sjálfvirka bílaþvottastöð á Sauðárkróki. Forstjóri Olís var á ferð um Sauðárkrók fyrir skömmu að svipast um eftir hentugri lóð og rak þá augun á hentugan stað fyrir starfsem- ina, að hann taldi, vestan og sunnan við horn Skagfirðinga- brautar og Túngötu, við inn- keyrsluna í bæinn, þar sem ekið er upp í Túnahverfið. A skipulagi sem gengið var frá eigi alls fyrir löngu, er ekki gert ráð fyrir byggingum á þessum stað og var því lóða- umsókn Olís vísað til skipu- Iagsarkitekts og byggingafull- trúa til skoðunar. Ekki er vitað hvað gert er ráð fyrir að starfsemin verði um- fangsmikil í þeim nýju bæki- stöðvum sem Ólís hefur hug á að koma upp á Króknum, þar sem Óli Kr. Sigurðsson forstjóri sem hefur alfarið með málið að gera er staddur í útlöndum í augna- blikinu. Það er samt ljóst að Olís hyggst færa verulega út kvíarnar á Sauðárkróki og sjálfvirka bíla- þvottastöðin yrði sú fyrsta á staðnum. En það virðast fleiri hafa áhuga fyrrgreindum stað fyrir starfsemi sína en Olís. Hörður Ingimarsson kaupmaður og bæjarfulltrúi sendi bygginga- nefnd bréf þar sem hann spyrst fyrir um hugsanlega lóð fyrir verslunarhúsnæði á horni Skag- firðingabrautar og Túngötu. Að sögn Jóns Arnar Berndsen bygg- ingafulltrúa eru þessi mál í skoð- un og ekkert meira um þau að segja nú. -þá Aflinn á Noröurlandi var kom- inn upp í 116.116 tonn þann 1. maí en á sama tíma í fyrra var heildaraflinn 74.231 tonn. Aukningin er 56% og er það aukinn afli loðnubáta sem ræð- ur þar mestu. Togararnir höfðu landað 27.976 tonnum nú á móti 27.321 í fyrra, en bátarnir voru komnir með 88.140 tonn nú á móti 46.910 í fyrra. Lítum næst á í hve miklu magni einstakar tegundir hafa veiðst þessa fyrstu fjóra mánuði ársins og berum saman við sam- svarandi tölur frá ’86: Þorskur 30.745 (32.649), annar botnfiskur 9.075 (9.513), loðna 71.302 (28.046), rækja 3.791 (2.981) og hörpudiskur 1.203 (1.042). A þessu sést að loðnuaflinn hefur aukist um 154% milli ára. Að lokum skulum við skoða nokkra staði norðanlands og kanna mismuninn milli ára: Skagaströnd 4.279 (3.938), Sauð- árkrókur 2.681 (2.966), Siglu- fjörður 26.271 (15.712), Ólafs- fjörður 5.485 (4.887), Grímsey 1.116 (1.185), Hrísey 1.647 (1.239), Dalvík 3.794 ( 5.727), Arskógsströnd 1.755 (2.323), Akureyri 33.741 (16.229), Greni- vík 804 (750), Húsavík 2.974 (3.654), Raufarhöfn 17.958 (12.070) og Pórshöfn 12.213 (1.749). SS STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöövast algerlega áöuren aö er komiö. Útskriftarfatnaður I iivtvaIÍ Hvítar kápur, dragtir, 1 UIVCUl kjólar og dress. Lindberffs Varen 1987 a hinar goðu Burlington sokkabuxur í nýju sumarlitunum. Greiðslukort Visa Eurocard ~tíÁu.vet$Lu.n -ííeinunnat. Hafnarstræti 98 ■ Akureyri • Sími (96) 22214 JL T M. JLJL W J M.>-*. • Samvinnuskólinn á Bifröst ....... I n ■ j «§§ Wil ii íiiíiiT iiHálf msf- skólaheimili tvö námsár undirbúningur undir störf og frama þjálfun í félagsstörfum og framkomu stúdentspróf góð atvinnutækifæri ágæt námsaðstaða og tölvubúnaður kröftugt félagslíf frekari menntunarleiðir Inntökuskilyrði: Umsóknirsendist: Samvinnuskólinn Tveggja ára framhaldsskólanámi lokið skólastjóri — á viðskiptasviði eða með viðskiptagreinum Bifröst — eða öðrum sambærilegum undirbúningi. 311 Borgarnesi Umsóknarfrestur: 10. mars til ÍO. júní Upplýsingar í skólanum: Símar 93-5000/5001 ' s Garðeigendur Höfum fyrirliggjandi DUPOUT jarðvegsdúk í beð, undir hellur, stiga o.fl. Dregur úr illgresi - minnkar umhirðu. Garðverk sími 985-24188 Pósthólf 110, 602 Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.