Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 13
2£' máí 19é?; - ÖÁGÚR - T3
JþróttÍL
SL-mótið 1. deild:
Tap í fyrsta
að átta sig og fóru að koma meira
inn í leikinn og náðu oft að sýna
ágætan samleik en án þess að
skapa verulega hættu. Staðan í
hálfleik því 2:0. Völsungar komu
mun ákveðnari til leiks í síðari
hálfleik og sóttu meira, en
skyndisóknir Keflvíkinga voru
hættulegar. Á 61. mínútu átti Óli
Þór háa sendingu fyrir markið
Þorfinnur markvörður misreikn-
aði sig en náði að slá boltann frá
en ekki nógu langt því Gunnar
Oddsson kom aðvífandi og skall-
aði í markið. Á 65. mínutu gerði
Guðmundur Ólafsson þjálfari
Völsunga breytingu á liði sínu,
sem ef til vill hefði mátt gera fyrr.
Hann færði Helga H. framar á
völlinn og þá fóru sóknirnar að
þyngjast. Fyrsta mark Völsungs í
1. deild kom á 74. mín. Hörður
Benónýsson fékk sendingu inn
fyrir vörnina, lék á Þorstein
markvörð og skoraði við mikinn
fögnuð áhorfenda, sem aldrei
hafa verið fleiri.
Áfram sóttu Völsungar, en eft-
ir herfileg mistök komst Gunnar
Oddsson einn inn fyrir vörnina
og skoraði auðveldlega yfir Þor-
finn sem kom á móti, 4:1. En
Völsungar gáfust ekki upp og það
sem eftir lifði leiks sóttu þeir
stöðugt, en náðu aðeins að skora
einu sinni, það gerði Jónas Hall-
grímsson úr vítaspyrnu eftir að
Kristjáni hafði verið brugðið inn-
an vítateigs. Liðin verða tæpast
dæmd eftir þessum leik. Völsung-
ar virtust mjög óöryggir og tauga-
trekktirlengi framanafen sóttu í
sig veðrið þegar líða tók á en það
dugði ekki til. Keflvíkingar
sýndu að þeir verða ekki auðunn-
ir í sumar, þeirra bestu menn
voru Þorsteinn markvörður.Óli
Þór og Gunnar Oddsson. Dómari
var Guðmundur Haraldsson og
stóð hann sig vel að vanda. ASG
SL-mótið 1. deild:
, Þórsarar lögöu
íslandsmeistarana
Þorvaldur Örlygsson, besti maður KA-liðsins í gærkvöld, sést hér í harðri baráttu við Þorstein Guðjónsson, KR-ing.
Mynd: RÞB
SL-mótið 1. deild:
- mikið um óþarfa brot en lítið samspil
SL-mótið 1. deild:
ÍA sigraði FH
Það var mikil spenna í loftinu
þegar fyrsti 1. deildar leikur
Völsungs var að hefjast. Ungir
sem gamlir fjölmenntu á völl-
inn og það var hátíðarstemmn-
ing.
Það var strax á 10. mínútu sem
eitthvað gerðist. Eftir sókn
Völsunga stóð Kristján Olgeirs-
son allt í einu einn með boltann
fyrir innan vörn Keflvíkinga en
skot hans fór rétt framhjá, sann-
kallað dauðafæri. En það var
aðeins einni mínútu síðar að
Keflvíkingar fengu vítaspyrnu.
Helgi Helgason braut á einum
sóknarmanni Keflvíkinga inni í
vítateig og Guðmundur Haralds-
son dæmdi umsvifalaust víta-
spyrnu sem Óli Þór skoraði úr af
öryggi. Eftir þetta tóku Keflvík-
ingar völdin á vellinum og sóttu
mun meira. Það var svo á 17.
mínútu að þeir gerðu sitt annað
mark. Þá kom löng sending frá
hægri yfir alla varnarmenn
Völsunga og þar kom hinn knái
Skoti Peter Farrel í liði Keflvík-
inga og skoraði 2:0. Eftir þetta
mark var eins og Völsungar færu
Hörður Benónýsson skoraði fyrsta
Völsungsmarkið í 1. deild.
r
- I
Þórsarar lögðu íslandsmeist-
ara Fram að velli þegar liðin
mættust í Laugardal í gær-
kvöld. Leikurinn fór fram í
blíðskaparveðri en minna fór
fyrir blíðu leikmanna. Hann
einkenndist fyrst og fremst af
baráttu og hörku en minna var
um áferðarfallega knatt-
spyrnu.
Framarar hófu leikinn af krafti
en þeir fengu þó ekki mörg færi
framan af frekar en Þórsarar.
Framarar réðu gangi Ieiksins
framan af en um miðjan hálfleik-
inn fóru Þórsarar að komast
meira inn í myndina. Á 27. mín-
útu kom fyrsta færi Þórs þegar
Guðmundur Valur skaut yfir í
góðu færi. Skömmu síðar átti
Kristján þrumuskot rétt yfir
þverslá.
Á 38. mínútu kom fyrsta mark
leiksins. Þar var að verki Kristinn
R. Jónsson sem tók við föstum
jarðarbolta utan af kanti frá Pétri
Ormslev. Staðan 1:0 fyrir Fram.
Þórsarar hresstust heldur við
Ólafsson, handknattleiksmaður-
inn í marki KR náði ekki að
halda. Páll stóð sig annars ágæt-
lega en „Stefánarnir" báðir í lið-
inu voru meiddir.
Það sem sást af samspili af
hálfu KA-manna fór fram á
vinstri vængnum þar sem tveir
bestu menn liðsins, þeir Þorvald-
ur og Friðfinnur léku. Þorvaldur
barðist geysilega vel en honum
hljóp stundum full mikið kapp í
kinn.
Um síðari hálfleikinn þarf ekki
að hafa mörg orð. Ef undan eru
skildar fyrstu mínúturnar þegar
KA-menn virtust heldur hressast,
örlaði ekki á samspili á vellinum,
og leikurinn var leiðinlegur á að
horfa.
Hjá KR-liðinu voru þeir Ágúst
Már Jónsson og Andri Marteins-
son bestir. Andri var borinn af
leikvelli í síðari hálfleik þegar
hann fékk krampa í bæði lærin.
Einnig stóðu „Þorsteinarnir“
ungu fyrir sínu.
Lítið bar á framherjum liðanna
þeim Tryggva Gunnarssyni og
Pétri Péturssyni.
gerðu jafntefli
gegn Skagamönnum og þurftu að
lúta í lægra haldi, úrslitin 0:1. í
Garði tók Víðismenn á móti
Valsmönnum. Víðismenn skor-
uðu snemma í leiknum en Vals-
mönnum tókst síðan að jafna og
krækja sér í annað stigið, úrslitin
1:1. ET
baráttuleik sem lauk 1:3
þetta og jöfnuðu í þann mund
sem fyrri hálfleikur var að renna
út. Hlynur Birgisson komst þá
inn í sendingu á markvörð Fram,
vippaði knettinum á höfuð sér og
skallaði í markið úr þröngri
stöðu. Glæsilegt einkaframtak og
staðan því 1:1 í leikhléi.
Framarar mættu ákveðnir til
leiks í síðari hálfleik og náðu
góðum tökum á miðjunni. Þeir
náðu þó ekki að skapa hættuleg
færi. Þórsarar vörðust vel og
beittu skyndisóknum. Það bar
fljótlega árangur því á tólftu mín-
útu hálfleiksins átti Kristján
skemmtilega stungusendingu á
Halldór sem var felldur innan
vítateigs. Jónas Róbertsson skor-
aði örugglega úr vítaspyrnunni
og staðan orðin 1:2.
Á 39. mínútu kom síðan þriðja
mark Þórs eins og þruma úr heið-
skíru lofti. Halldór fékk þá bolt-
ann við vítateigshorn og öllum að
óvörum skaut hann lúmsku skoti
sem hafnaði efst í bláhorni Fram-
marksins. Glæsilegt mark og
staðan 1:3.
ur. En þaö eru mörkin sem
telja eins og alltaf,“ sagði
Hörður Helgason þjálfari KA
eftir að liðið hafði tapað fyrir
KR í fyrstu umferð 1. deildar
SL-mótsins í knattspyrnu, úr-
slitin 0-1.
Leikurinn fór fram á ósléttum
KA-vellinum í suðvestanstrekk-
ingi sem setti vissulega sinn svip á
það sem fram fór. Fyrst um sinn
fór hann einkum fram á miðjunni
og einkenndist af mikilli baráttu,
litlu samspili og mörgum óþarfa
brotum á báða bóga. Þessi brot
voru einnig algeng í síðari hálf-
leik og alls voru þrjú gul spjöld
gefin.
Ekki er hægt að tala um nein
dauðafæri í fyrri hálfleik fyrr en á
markamínútunum rétt fyrir
leikhlé þegar Gunnar Skúlason
skoraði örugglega af stuttu færi
eftir að hafa fengið „stungusend-
ingu“ inn fyrir vörn KA. Þetta
mark kom á versta tíma fyrir
KA-menn því rétt áður virtust
þeir vera heldur að hressast og
m.a. átti Gauti Laxdal firnafasta
aukaspyrnu á mark KR sem Páll
Halldór Áskelsson var besti maður
Þórsara í gærkvöld.
Framarar sóttu stíft það sem
eftir var en allt kom fyrir ekki.
Besti maður Þórsara sem
greinilega söknuðu Siguróla var
Halldór Áskelsson. Kristján
Kristjánsson var góður framan af
og einnig áttu þeir Hlynur, Júlíus
og Sveinn ágætan leik. JHB/ET
- Víðir og Valur
í gærkvöld var leikin fyrsta
umferð í SL-mótsins, 1. deild, í
knattspyrnu. Þegar hefur verið
sagt frá leikjum norðanlið-
anna, Þór sigraði Val en KA
og Völsungur töpuðu sínum
leikjum.
í Hafnarfirði léku FH-ingar
„Ég er auðvitað ekki sáttur við
að tapa þessum leik. KR-ingar
áttu síst meira í honum, þetta
var fyrst og fremst baráttuleik-
KA-menn lagðir í
baráttuleik
1. deildar leiknum