Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGÖR - 2^'máí' 1987 Nauðungaruppboð á fasteigninni Sunnuvegur 8, Þórshöfn, þingl. eigandi Björg- vin A. Gunnarsson, ferfram í skrifstofu embættisins Húsavík miðvikud. 27. maí kl.09:20. Uppboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka íslands. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Birkiland (Vestaraland IV), Öxarfjarðarhreppi, þingl. eigandi Lárus Hinriksson, fer fram í skrifstofu embættisins Húsavík miðvikud. 27. maí kl. 10:20. Uppboðsbeiðendur eru: Árni Pálsson hdl., Veðdeild Lands- banka íslands. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Garðarsbraut 71,3.h., Húsa- vík, þingl. eigandi Leifur Grímsson, fer fram í skrifstofu emb- ættisins Húsavík miðvikud. 27. maí kl. 10:40. Uppboðsbeiðendur eru: Árni Pálsson hdl., Veðdeild Lands- banka fslands, Ævar Guðmundsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Ólafur B. Árnason hdl. Bæjarfógeti Húsavíkur. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Heiði 2, Sauðaneshreppi, tal- inn eigandi Sæmundur Sæmundsson, fer fram í skrifstofu embættisins Húsavík miðvikud. 27. maí kl. 10:50. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur Axelsson hrl. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Skútahraun 2a, Reykjahlíð, þingl. eigandi Sæþór Kristjánsson, fer fram í skrifstofu emb- ættisins Húsavík miðvikud. 27. maí kl. 11:40. Uppboðsbeiðandi er: Örlygur Hnefill Jónsson hdl. Sýslumaður Þlngeyjarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Fiskeldishús á Haukamýri, þingl. eigandi Fiskeldi hf., fer fram í skrifstofu embættisins Húsavík miðvikud. 27. maí kl. 13:30. Uppboðsbeiðendur eru: Byggðastofnun, Sigríður Thorlacius hdl., Örlygur Hnefill Jónsson hdl. Bæjarfógeti Húsavíkur. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Vallholtsvegur 7, rishæð, Húsavík, þingl. eigandi Guðlaugur Aðalsteinsson, fer fram í skrifstofu embættisins Húsavík miðvikud. 27. maí kl. 14:30. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Jón Ingólfsson hdl., Árni Pálsson hdl., Örlygur Hnefill Jónsson hdl. Bæjarfógeti Húsavíkur. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Smáratún 11, Svalbarðseyri, þingl. eigandi Björn Ingason, ferfram í skrifstofu embættisins Húsavík miðvikud. 27. maí kl. 15:20. Uppboðsbeiðandi er: Landsbanki íslands. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Nauðungaruppboð á fasteigninni Garðarsbraut 48, Húsavík, þingl. eigandi Foss hf., fer fram í skrifstofu embættisins Húsavík miðvikud. 27. maí kl. 16:40. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður, Iðnaðarbanki íslands h.f., Örlygur Hnefill Jónsson hdl., Hákon H. Kristjónsson hdl., Tómas Þorvaldsson hdl. Bæjarfógeti Húsavíkur. Sheila Snickars, með eitt verka sinna. Gamli Lundur: Sérstæð myndvefnaðarsýning Zontaklúbburinn á Akureyri stendur fyrir sérstæðri mynd- vefnaðarsýningu sænsku lista- konunnar Sheilu Snickars, sem hefst í Gamla Lundi, Akureyri um helgina. Þetta mun vera einstök sýning, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Sheila hefur haldið hátt á þriðja tug einkasýninga og tekið þátt í 70 samsýningum víðs vegar um Evrópu, Amerfku og í Afríku. Sheila á líka listaverk í ýmsum opinberum byggingum í Svíþjóð. Listakonan vinnur mest með náttúruleg efni eins og ull alls konar, enda sækir hún hugmynd- ir og innblástur til náttúrunnar. Zontakonurnar Guðlaug Her- mannsdóttir og Kristín Sigfús- dóttir hafa verið listakonunni innan handar við skipulagningu sýningarinnar, en Sheila er Zontakona. Sjaldgæft er að svo ágætur og víðförull listamaður sýni í bænum, og ættu því sem flestir að líta inn í Gamla Lund um helg- ina. Sýningin verður opin föstu- dag kl. 17-22 og laugardag og sunnudag kl. 14-22. VG Aspirnar við Skagfirðingabraut: Fenginn verði fagmaður til að kanna ástand þeirra Umhverfis- og gróðurverndar- nefnd Sauðárkróksbæjar beindi þeim tilmælum sínum til bæjarstjórnar á fundi fyrir skömmu, að fenginn verði fag- maður til að kanna ástand asp- anna við Skagfírðingabraut, sem gróðursettar voru fyrir 2 árum, frá sundlaug og suður að innkeyrslunni að Skagfírð- ingabúð. Að sögn Odds Eiríks- sonar formanns nefndarinnar vill hún tryggja að nægjanlega sé fylgst með öspunum, sem þurfí eins og önnur tré mikla umönnun fyrstu árin. Nokkrar þeirra sem skemmst hafa af mannavöldum þurfí að skipta um og enginn starfsmanna bæjarins hafí þekkingu til að klippa og hlúa að þessum gróðri. Oddur sagði nefndina hafa ályktað um það að nauðsynlegt sé orðið fyrir bæinn að ráða garö- yrkjumann til að sjá um gróður- svæði í bænum, sem mjög hefur fjölgað á síðustu árum. Með því ættu einstaklingar í bænum einnig möguleika á þjónustu garðyrkjumanns, sem þeir myndu örugglega margir nýta sér. Oddur kvað aspirnar hafa tek- ið seint við sér á síðasta vori, en verið fallegar þegar líða tók á. Margir hefðu bölsótast í hitt- eðfyrra þegar þeim var plantað og fundist þeim peningum sem í það fór illa varið. Reyndar mætti LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. _J| Vatnagörðum 16. Símar 82770 og 82655. Nauðungaruppboð á fasteigninni Fiskverkunarhús á Laugum Reykdælahreppi, þingl. eigandi Þorsteinn Ingason, fer fram í skrifstofu emb-K 'ættisins Húsavík þriðjud. 26. maí kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Fisk- veiöasjóður, Ólafur Axelsson hrl. • \ Sýslumaður Þingeyjarsýslu. segja kraftaverk að þær skyldu ná að dafna eftir allar bölbænirnar sem þær fengu. „En ég var alltaf fylgjandi þessari gróðursetningu eins og annarri fegrun bæjarins og mér hefur fundist aspirnar lífga upp á umhverfið. Mér finnst við verðum að gera okkar til að halda þessum gróðri við og von- andi á eftir að planta fleiri trjám í bænum á næstunni," sagði Oddur Eiríksson að lokum. Þá fagnaði nefndin því að ákveðið er að hefjast handa í Sauðárgili þegar í vor, en þar verður skrúðgarður bæjarins í framtíðinni. I lok fundargerðar segist umhverfis- og gróður- verndarnefnd vilja að bæjarbúum verði send bjartsýniskveðja með óskum um bætta umgengni og hreinsun lóða og hverfa. -þá íþróttir helgarinnar Önnur umferð í 2. deild íslands- mótsins í knattspyrnu hefst í kvöld. KS og Einherji leika á Siglufirði kl. 20. Á morgun verða fjórir leikir, Leiftur og IBV leika í Ólafsfirði kl. 16, ÍR og Þróttur leika í Reykjavík, ÍBÍ og Selfoss á ísafirði og Breiðblik og Vík- ingur í Kópavogi og héfjast leikirnir kl. 14. Tvö golfmót fara fram að Jaðri um helgina, á laugardag verður 9 holu parakeppni og hefst hún kl. 13. A sunnudag verður 18 holu punktamót og hefst það kl. 10.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.