Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 12
13 - ÐAGUBi - 2-2»rmgt 4987. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA íbúðir óskast Svæöisstjórn málefna fatlaöra Norðurlandi eystra, óskar eftir tveimur 3ja-5 herbergja íbúðum til leigu á Akureyri, fyrir starfsmenn sína. Upplýsingar á skrifstofu Svæöisstjórnar kl. 9.00-16.00 sími 26960. Frá Norðurleið, Reykjavík - Akureyri. Morgunferðir daglega Síödegisferöir frá Reykjavík, föstudaga kl. 17.00 og frá Akureyri sunnudaga kl. 14.00. Ferðist ódýrt. Norðurleið. Lausar stöður við Rannsóknastofnun landbúnaðarins Sérfræðingar í gróðurnýtingu. Aöalverkið eru rannsóknir á framleiðslugetu beitilanda og nýtingu þeirra. Æskilegt er að umsækjendur hafi unnið að slíkum rannsóknum og að gerð reiknilíkana. Sérfræðingur í fóður- og næringarfræði einmaga dýra. Starfið felst m.a. f fóður- og fóðrunarrannsóknum á sviði loðdýraræktar, fiskeldi og svínaræktar. Tilraunastjóri að tilraunastöðinni Stóra Ármóti í Hraungerðishreppi. Tilraunastjórinn skal vera sérmenntaður í fóðurfræði. Áherslur í starfi tengjast einkum fóðrun mjólkurkúa. Umsóknir um ofangreindar stöður ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendast landbúnaðarráðu- neytinu fyrir 1. júlí 1987. Landbúnaðarráðuneytið, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík Atvinna Traust fyrirtæki á Akureyri vill ráöa vanan starfskraft til skrifstofustarfa frá 1. ágúst. Þeir sem áhuga hafa á starfinu sendi upplýsingar á skrifstofu Dags merktar „Framtíðarstarf“. Óskum eftir að ráða smyrjara til starfa, einnig vantar okkur mann á steypudælu. Upplýsingar á skrifstofu okkar viö Súlnaveg. MÖL&SANDUR HF. v/SÚLUVEG - PÓSTHÓLF G18 - B02 AKUREYRI - SÍMI (96)21255 Vantar mann til starfa við hjólbarðaþjónustu. Upplýsingar aöeins gefnar á staönum. Dekkjahöllin, Draupnisgötu 5. / MÉhflMML' inncK^ ______Sumarstarf Nökkvi félag siglingamanna Nökkvi félag siglingamanna auglýsir eftir starfs- manni í sumar. í starfinu felst meðal annars nám- skeiðshald fyrir unglinga. Áætlaöur starfstími 2 mánuðir. Upplýsingar í síma 23143 á kvöldin. Stjórnin. Útskrift á sérhæfðu fiskvinnslufólki hjá hraðfrystistöð Þórshafnar hf. fór fram í félagsheimilinu Þórsveri á sumar- daginn fyrsta sl. Við hátíðlega athöfn afhenti yfirverkstjóri H.Þ. hf., Einar Víglundsson 63 starfsmönnum skírteini. Akureyri: Fyrsta einkasýning Drafnar Friðfinnsdóttur Dröfn Friðfinnsdóttir heldur sína fyrstu einkasýningu um helgina í Dynheimum á Akur- eyri. Myndlistarsýningin hefst kl. 14 á laugardaginn og henni lýkur sunnudaginn 31. maí. Á sýningunni verða 22 klippi- myndir, allar unnar veturinn 1986-87. Dröfn Friðfinnsdóttir er fædd á Akureyri 1946. Hún stundaði nám í Myndlistaskólanum á Akureyri í fjögur ár og í eitt ár í Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík. Dröfn hefur tekið þátt í þrem- ur samsýningum en þær eru: Samsýning norðlenskra myndlist- armanna ’83, samsýning norð- lenskra kvenna ’85 og samsýning á vegum Lions manna ’87. Sýning Drafnar í Dynheimum verður opin frá kl. 17 til 20 virka daga, en milli 14 og 22 um helgar. Hún sagðist í stuttu spjalli vera ánægð með aðstöðuna í Dyn- heimum. „Mér finnst þetta, fyrir mitt leyti, einn besti salurinn sem við höfum hérna. Hann er hvítur og það er góð lýsing. Hann er að vísu dálítið lítill en þetta eru litl- ar myndir sem ég er með þannig að salurinn hentar mér mjög vel,“ sagði Dröfn. SS Leikfélag Akureyrar: Kabarett - Hver að verða síðastur Nú er næstsíðasta sýningar- helgi að renna upp hjá Leik- félagi Akureyrar. Kabarett verður sýndur á föstudag og laugardag kl. 20.30 og eru þetta sýningar númer 26 og 27. Þó er hugsanlegt að teygja leikárið fram í júní ef aðsókn krefst þess. Að sögn Péturs Einarssonar leikhússtjóra hefur Kabarett ver- ið mjóg vel tekið og alls ekki hægt að kvarta yfir aðsókninni. Fjölmargir hópar af landsbyggð- inni hafa komið í bæinn til að sjá þetta skemmtilega verk en þó virðist sem Akureyringar eigi margir hverjir enn eftir að sjá Kabarett. Þessi uppfærsla Bríetar Héð- insdóttur hefur hlotið lofsamlega dóma í flestum ef ekki öllum blöðum og aukið hróður Leik- félags Akureyrar. Sannarlega verðugt afmælisstykki á merkum tímamótum. SS Litríkt land - Lifandi skóli Komið er út hjá Iðunni afmælis- ritið Litríkt land - Lifandi skóli til heiðurs Guðmundi Magnús- syni fræðslustjóra, en Guðmund- ur varð sextugur á síðasta ári. Hann hefur gegnt embætti fræðslustjóra Austurlands frá árinu 1977. í bókina skrifa ýmsir höfundar um uppeldis- og kennslufræðileg efni og í formála segir m.a.: „Aðstandendur ritsins vænta þess að það hafi notagildi sem umræðugrundvöllur meðal kennara, foreldra, stjórnmála- manna og annarra sem láta sig skólamál varða, auk þess sem einstakar greinar nýtast sem námsefni í kennaramenntuninni og í endurmenntun kennara." Frá menntamálaráðuneytinu: S Lausar stöður við framhaldsskóla: Við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, kennara- stöður í íslensku, ensku, eðlisfræði, stærðfræðigreinum, tölvufræði. Einnig hlutastarf í félagsfræði, líffræði, heilsu- gæslugreinum, lögfræði, matreiðslu og tónmennt. Við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, kennara- stöður í ensku, dönsku, líffræði, efnafræði, eðlisfræði, verslunargreinum, rafmagnsfræði, málsmiði, sérgreinum vélstjórnarbrautar, þýsku, stærðfræði og félagsfræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykja#vík fyrir 5. júní næstkomandi. Menntamálaráðuneytið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.