Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 4
4-DAGUR-22. maí 1987
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58,
AKUREYRI, SfMI 24222
ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÓRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON,
EGGERT TRYGGVASON, GESTUR KRISTINSSON
(Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529),
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
JeiðarL
Starfs-
fræðsla og
atvinnumál
skólafólks
Skólum er nú senn að
ljúka og sá tími kominn
þegar skólafólkið leitar
sér starfa á vinnu-
markaðinum. Það hefur
ævinlega verið talið sjálf-
sagt á íslandi að skóla-
nemendur færu út á
vinnumarkaðinn yfir
sumartímann og hefur
skólastarf jafnvel verið
skipulagt að hluta með
þetta í huga. Óvíða er-
lendis tíðkast jafn langt
sumarfrí í skólunum og
hér á landi. Þar eru skóla-
frí meira í líkingu við það
sem gerist með sumarfrí á
almennum vinnumarkaði.
Á íslandi hefur svo
verið um áratuga skeið,
að sumarvinnan hefur
verið mikilvægur þáttur í
uppfræðslu ungmenna úti
um allt land. Oft hefur
gengið erfiðlega fyrir
skólafólkið að fá vinnu,
jafnvel jaðrað við atvinnu-
leysi á vinnumarkaðinum.
Þá hefur það sjónarmið
gjarnan komið upp að
skólafólk verði að láta í
minni pokann fyrir þeim
sem vantaði starf. Það
sjónarmið er út af fyrir sig
eðlilegt. Nú er atvinnu-
ástand með þeim hætti að
víðast hvar vantar sárlega
starfsfólk og því ættu
atvinnumál skólafólks að
leysast með þokkalegum
hætti þetta sumarið.
Ef til vill vegna þess að
skólafólk hefur í sumar-
fríum sínum verið í nánum
tengslum við atvinnulífið,
hefur starfsfræðsla í skól-
um setið á hakanum.
Tengsl atvinnulífs og
skóla hafa verið sáralítil
og er það afleitt. Það er
nefnilega svo, að unga
fólkið fer í þau störf á
sumrin sem nærtækust
eru og þau þekkja best
fyrir. Þannig fara nemend-
ur sjávarplássa í fiskverk-
un eða á sjó, en ungmenni
á höfuðborgarsvæðinu
eiga greiðari aðgang að
hvers kyns þjónustustörf-
um. Þetta er til þess fallið
að auka á stéttaskiptingu
í þjóðfélaginu. Hættan er
sú að fólk „fæðist" inn í
ákveðin störf og búseta
ráði því hver þau verða.
Ef ekki verður spornað
við þessu með stóraukinni
fræðslu er hætta á því að
mikil gjá myndist meðal
þegnanna. Þeir skilji ekki
tilveru hver annars - skilji
ekki mikilvægi hinna
ýmsu atvinnugreina og
samhengið í þjóðfélaginu.
Menntakerfið verður að
taka á þessu af miklum
stórhug og í samstarfi við
atvinnulífið í landinu. HS
H-úr hugskotirtu.
Ei hægt eða hljótt
Pá er sennilega mesti
Eurovision fiðringurinn farinn
úr fólkinu. Við héldum hægt og
hljótt til Bruxelles, sem eitt-
hvert bandarískt ferðamála-
tímarit mun í fyrra hafa útnefnt
Ijótustu höfuðborg í Evrópu
(Reykjavík var víst næstljót-
ust), þar sem við töpuðum með
reisn, enda með í farteskinu
eitthvert alfallegasta dægurlag
sem samið hefur verið af Islend-
ingi, skreytt látlausum, trega-
blöndnum stemmningartexta,
sem stingur skemmtilega í stúf
við þessa hvimleiðu blöndu
sjálfsásökunar og sjálfsdýrkun-
ar sem mjög einkennir íslenska
dægurlagatexta um þessar
mundir. En það er sitthvað gæði
og gengi. Sextánda sætið varð
staðreynd. En þjóðin beit á
jaxlinn, og næsta ár er það
Dublin, falleg borg hjá drykk-
felldri frændþjóð.
Umbúðir
Menn hafa vitaskuld mikið um
það rætt og ritað hvers vegna
afraksturinn varð ekki meiri en
raun bar vitni þegar tillit er tek-
ið til þess hversu frábæru lagi
við óumdeilanlega tefldum
fram, að viðbættum stórgóðum
flutningi. Einhverjir segja, að
svotil alveg hafi skort það sem
virðist svo lífsnauðsynlegt í
þessari keppni, nefnilega
glansandi umbúðir, hismi sent
þarna að vísu hefði hulið
kjarna, en hefði lík^ vel getað
spillt honum. Svo var líka talað
um klíkuskap, jafnvel verslun
með atkvæði.
Ásakanir um slíkt athæfi eru
mjög alvarlegar, og þær mega ei
fara hægt og hljótt sé einhver
minnsti fótur fyrir þeim. í þessu
sambandi vekur þáttur Norður-
landanna nokkra athygli. Svo
virðist sem þau hafi verið einkar
iðin við að skiptast á stigum,
nema hvað litla ísland var
auðvitað ekki með. Það voru
bara Norsaragreyin sem ekki
fylgdu forskriftinni nákvæm-
lega, og áttuðu sig á því að
svanirnir eru fimm.
Hvort sem hér hefur verið um
einskæra tilviljun að ræða, eða
fyrirfram skipulögð samtök, þá
hlýtur sú spurning óneitanlega
að vakna hvort við íslendingar
eigum yfir höfuð eitthvert erindi
í samvinnu þessara þjóða á
sviði sjónvarpsmála, og í því
sambandi hlýtur maður ósjálf-
rátt að velta því fyrir sér hvort
það sé virkilega tveggja og
hálfrar milljónar virði að vera
að kosta fréttamann úti í
Köben, og sú spurning hlýtur að
vakna hvort þessum peningum
væri ekki betur varið í það að
koma upp frétta- og dagskrár-
gerðarþjónustu á Vestfjörðum
og Austurlandi. Einhvern veg-
inn hefði maður nú frekar viljað
fá klukkutíma langan þátt frá
Súðavík, skreyttan úrvals Vest-
fjarðapoppi, heldur en þennan
innihaldslitla auglýsingaþátt frá
Vímulausri æsku, en samtök
þau munu tæpast, hins smá-
borgaralega eðlis síns vegna
bjarga nokkrum einasta
unglingi frá eiturvánni, en gætu
í versta falli valdið stórskaða, ef
dópheildsalar hefðu vit á því að
dyljast sem virkir félagar. Pað
er með þessa útsendingu eins og
Eurovisionkeppnina, miklar
umbúðir um lítið, ef frá er talið
skynsamlegt framlag Jakobs
Stuðmanns Magnússonar, og
einhvers ráðuneytismanns, sem
báðir gerðu heiðarlega tilraun
til að sjá kjarnann innan um
hismið.
Bætt kjör gegn
vímuefnum
Það kom þó fram í þessarri
útsendingu þar sem Jón
Gústafsson fékk í annað sinn
tækifæri til að auglýsa ókeypis
eigin framleiðsluvöru, að stór
hluti þeirra unglinga sem vímu-
efnum ánetjast, eigi í raun
ekkert sem heitir „heima“, svo
að eitthvað verður líklega lítið
um forvarnirnar þar. Stór hluti
þeirra tilheyrir þeim undirmáls-
hópum sem enn fyrirfinnast í
öllu góðærinu, jafnvel í Reykja-
vík. Þessum hópi hjálpa engir
sjónvarpsþættir eða Bylgju-
vökur, og talandi um Bylgju-
spilverkið þá er ekki úr vegi að
mótmæla harðlega þeirri notk-
un á lottóinnkomunni sem þar
fór fram. Hundrað og fimmtán
þúsund eru ef til vill ekki stór
upphæð, en gæti þó gagnast vel
til að mynda fötluðu barni ein-
stæðrar móður. Unglingar úr
hinni upplýstu, gjarnan tölvu-
væddu, en ekki endilega vel
menntuðu millistétt sem að
Reynir
Antonsson
skrifar
foreldrasamtökunum stendur
að stórum hluta eru ekki í svo
mikilli hættu um þessar mundir,
einfaldlega vegna þess að dóp
er ekki í tísku heldur hollusta.
Hvað svo gerist ef persónu-
njósnir verða teknar upp á
heimilum er annað mál.
Sem betur fer erum við
íslendingar að mörgu leyti vel í
stakk búnir til þess að hindra
það að eiturlyfjaneysla verði
mikið meira vandamál en þegar
er orðið. Við höfum hér ekki
umtalsvert atvinnuleysi, hryðju-
verk eða önnur þau skilyrði
fyrir því að gróðrarstía eitur-
lyfja myndist hér. Þó er rétt að
vera á varðbergi. Pannig er rétt
að fylgjast með þeim sem auðg-
ast skyndilega án eðlilegrar
skýringar, og einnig mætti
draga stórlega úr þeirri
peningadýrkun og því auglýs-
ingaskrumi sem svo mjög tröll-
ríður þjóðfélaginu. En samfara
þessu þarf að bæta verulega
kjör allrar alþýðu á íslandi svo
við þurfum ekki að skammast
okkar þegar við ferðumst
erlendis og erum spurð um lífs-
kjör í landinu. Það verður að
aflétta þeirri hömlulausu vinnu-
þrælkun sem hér viðgengsti og
veldur oft á tíðum þeirri upp-
lausn og spennu sem leiðir til
vímuefnaneyslu. Bætt kjör gegn
vímuefnum er kjörorð sem ekki
er alveg út í bláinn.