Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 5
22. maí 1987- DAGUR-5 . „Fræðslan þyrfti jafnvel frekar að beinast að foreldrum" - Ólafur Oddsson, héraðslæknir á línunni Nú hafa verið birtar niðurstöður könnunar um útiveru unglinga í miðbæ Akureyrar. Niðurstöður hennar benda til þess, að ástand sé mjög gott, og er það svo sannarlega vel, í nútíma þjóð- félagi þar sem freistingar eru margar. Þaö vekur athygli, að fíkniefnaneysla hefur sennilega aldrei fest fót meðal unglinga á Akureyri, svo heitið geti. En hvernig snúa mál sem þessi að hinu opinbera? Pað vakna óneitanlega ýmsar spurningar hjá fólki varðandi t.d. fræðslu og forvarnarstarf. Ólafur Oddsson, er héraðslæknir Norðurlandshéraðs eystra, og hefur sinnt því starfi frá árinu 1978. Héraðslæknir, er fulltrúi heílbrigðismálaráðuneytisins og landlæknis á svæðinu, og er jafnframt formaður heilbrigðis- málaráðs, sem í sitja fulltrúar heimamanna. Við slógum á þráðinn til Ólafs til þess að for- i vitnast nánar um þessi mál og hvernig þau tengjast embætti hans. - / hverju er starf þitt fólgið og getur þú gefið okkur dæmi um mál sem heyra undir emb- ■ætti þitt? - Starf mitt er fólgið í því að hafa yfirumsjón með allri heii- brigðisþjónustu á Norðurlandi eystra og að leitast við að sam- ræma það. Það er t.d. gott að taka dæmi um fræðsluherferðina gegn alnæmi eða AIDS. Þar sameinaðist fræðsla frá heil- brigðismálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti, og komst til skila í gegnum héraðs- lækna og fræðslustjóra í hverju umdæmi. Hingað kom sérfróður læknir að sunnan. Ég og fræðslustjóri kölluðum til lækna, hjúkrunarfræðinga, skólastjóra og líffræðikennara, héldum fundi í héraðinu, og þegar búið var að kenna kenn- urunum, síaðist fræðslan út í skólana. Svo mitt hlutverk er meðal annars, að skipuleggja svona aðgerðir. - Nú er mikið átak í gangi varðandi vímu og æsku. Að hvaða leyti falla þessir þættir í þinn verkahring? - Ef um átak yrði að ræða hér í þessu umdæmi, myndi ég vinna það beint í gegnum heilsugæslu- stöðina á hverjum stað, og fræðslustjóraembættið. Heilsu- gæslustöðin er sá kjarni á stöðunum, þar sem vinnur heil- brigðisstarfsfólk, sem hugsan- lega gæti orðið einn þáttur í fræðslunni. Svona fræðsla þyrfti að vera afar víðtæk, og myndi grípa inn í menntakerfið og yfir- leitt alla þætti þjóðlífsins. í svona viðkvæmum málum myndi ég líka vinna í gegnum foreldrafélög skólanna, því í raun og veru vil ég ekki að nein fræðsla fari fram, án samstarfs við foreldrana. Starfið ætti jafn- vel frekar að beinast að foreldr- unum. - Hvaða ráð myndir þú gefa foreldrum sem óttast að börn þeirra hafi leiðst út í notkun vímuefna, eða vilja fræðast um þessi efni? - Mér finnst eðlilegast hérna, ef foreldrar hafa slíkar áhyggjur, að þeir snúi sér til sinna heim- ilislækna. Þeir gætu líka snúið sér til kennara barnsins eða skólahjúkrunarfræðings. En ef ég á að gefa eitthvert eitt ráð, þá ættu þeir að mínum dómi að reyna að vera sem mest með börnunum sínum. í okkar þjóðfélagi þar sem í um 90% til- fella, báðir foreldrar vinna úti, er ákaflega lítill tími eftir fyrir fjölskylduna til að vera saman. Mannleg samskipti verða að vera góð innan fjölskyldunnar, fólk þarf að geta rætt saman og verið nálægt hvert öðru. - Getur þú sagt mér frá skað- semi helstu vímuefna? - Vímuefni eru öll skaðleg, þótt á mismunandi hátt sé. Aðalatriðið er að gera sér grein fyrir að neysla þeirra getur verið lífshættuleg, getur spillt heils- unni, valdið geðveiki, svo ekki sé talað um hina félagslegu ein- angrun sem henni fylgir. Við ættum ef til vill frekar að ein- beita okkur að jákvæðum upp- lýsingum, þ.e. hvað lífið er dásamlegt, án þess að nokkur vímuefni korni til. - Hvernig iíst þér á niður- stöður könnunarinnar um úti- veru unglinga í miðbæ Akur- eyrar? - Mjög vel. Ég hef lengi verið einn af þeim sem hef talið að ástandið væri verra en það greinilega er, samkvæmt könnuninni. Ég hef samt ekki viljað dæma unglingana fyrir allt, og vill ekki tala um ungl- ingavandamál sem slíkt. Það erum við fullorðna fólkið sem erum fyrirmyndin, og einhvers staðar læra börnin þetta mynstur. VG ÖLL ÞJÖNUSTA FYRIR Háþrýstislöngur, tengifrbarka I BÍLINN, SKIPIÐ EÐA VINNUVÉLINA PRESSUM TENGIN Á • VÖNDUÐ VINNA ★ Gerið verðsamanburð ★ ÞÓRSHAMARhf. _______SÍMI 96-22700 HVAR SEM ER ■ HVENÆR SEM ER ingin Víðidal hugmyndasamkeppni Búnaðarsamtök á íslandi eru 150 ára 1987. Þess verður m.a. minnst 14.-23. ágúst með landbúnaðar- sýningunni BÚ '87 í Reiðhöllinni í Víðidal, Reykjavík, ogumhverfi hennar. BÚ '87 og Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsa af þessu tilefni eftir hugmyndum að nýrri atvinnustarfsemi í sveitum Helsteróskaðereftirallskonarnýjum tillögum aðléttri, einfaldri en arðvænlegri atvinnustartsemi sem einstaklingar geta hafið og stundað í hlutastarfi við þau skilyrði sem nú eru í sveitunum. Veittar verða viðurkenningar eins og hér segir: 1. verðlaun kr. 150.000 2. verðlaun kr. 75.000 3. verðlaun kr. 25.000 Sigurvegarar eiga eftir sem áður höfundarrétt tillagna sinna. Dómnefnd skipa: Ágústa Þorkelsdóttir, bóndi, Refstað í Vopnafirði, Leifur Kr. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Stofnlánadeildar landbúnaðarins og Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Skilafresturhugmyndaer tiM.ágúst 1987. keppnisgögn ásamt nánari upplýsingum um hugmyndasamkeppnina og sýningarhaldið veita framkvæmdastjóri BÚ '87, Magnús Sigsteinsson og blaðafulltrúi sýningarinnar, Ólafur H. Torfason hjá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. Aðsetur: Bændahöllinni, 107 Reykjavík. S: 91-19200,20025. Einkunnarorð BÚ '87 veröa: "máttur lífs og moldar" I%l lov Landbúnaðarsýn UU í Reiðhöllinni í 14.-23.ágúst yyy

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.