Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 10
10- DAGUR-22. maí 1987 Leikfimi og íþróttaiðkun hvers konar hefur átt hug hennar allan frá því hún man eftir sér. Það er Edda Hermannsdóttir, íþrótta- kennari sem hér er komin í helgarviðtal. Hún tók á *, móti mér á heimili sínu í Reykjasíðu, stendur í byggingaframkvæmdum þar ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Kr. Eyjólfssyni. Það var ákaf- lega gott að sækja Eddu heim, kaffi og eplakaka og Edda mjög þægileg við- ræðu. Edda á ekki langt að sækja íþróttaáhugann, er dóttir Hermanns Sig- tryggssonar, sem verið hefur íþrótta- og æsku- lýðsfulltrúi hjá Akureyrar- bæ í áratugi. Móðir henn- ar er Rebekka Guðmann. „Ég ólst upp við íþróttir og hef verið í ýmsum íþróttum með fjöl- skyldunni frá því ég man eftir mér. Við erum þrjú af fjórum í fjölskyldunni íþróttakennarar, þ.e. ég, systir mín, Anna og pabbi. Pabbi hefur að vísu lítið kennt, en verið á kafi í íþrótta- málum mjög lengi og keppt í íþróttum. Ætli ég hafi ekki verið þriggja eða fjögurra ára þegar pabbi og mamma fóru að fara með mig upp í Fjall.“ - Og þú hefur fengið áhug- ann? „Það kemur ósjálfrátt þegar heimilislífið snýst um íþróttir og félagsmál. Pað kom mikið af utan- aðkomandi íþróttafólki inn á heimilið og manni þótti þetta spennandi. Jú, ég held að það sé gott að alast upp við íþróttaanda. Fyrir mér er þetta auðvitað mjög eðlilegt þar sem ég þekki ekkert annað, en ég held að þetta hljóti að vera draumauppeldi." Er algjörlega hlutlaus - En hefur ekki íþróttaiðkun fyr- ir börn aukist mikið síðan þú varst lítil? „Jú, jú, mjög mikið. Þegar ég var lítil var ekkert í boði fyrir litla krakka. Ég held að ég hafi verið 7 ára þegar ég fór fyrst á íþróttanámskeið eins og er í gangi núna. í>á var Ingimar Jóns- son kennari. Það er það fyrsta sem ég man eftir að hafi verið boðið upp á, fyrir utan fótbolt- ann fyrir strákana. Krakkar hafa um allt að velja í dag, það þrífast allar íþróttir orðið í bænum.“ Flestir Akureyringar eru í KA eða Þór og er oft mikill rígur á milli áhangenda liðanna. Mér lék hugur á að vita hvort Edda til- heyrði öðru hvoru íþróttafélag- inu. „Ég ólst upp við algjört hlut- leysi. Þó pabbi og hans fjölskylda séu í KA þá var algjört hlutleysi því hann er íþróttafulltrúi og það var mikið prentað inn í mig. Það hefur orðið til þess að ég er hvorki í KA né Þór og ætla mér í hvorugt félagið. Ef ég er spurð þá segist ég bara vera í Fimleikaráði Akureyrar því það er hlutlaust. Þessi rígur er mikill milli félag- anna. Eg kenndi einn vetur í Lundarskóla og stelpurnar slóg- ust í klefunum ef þær voru ekki sammála. Þetta var 1981 og hverfið var ungt, það voru margir krakkar að flytjast upp eftir, héð- an og þaðan úr bænum og héldu ýmist með KA eða Þór.“ Ekki mikil keppnis- manneskja Edda segist ekki vera mikil keppnismanneskja þegar ég spyr hana hvort hún hafi verið af eld- móði í öllum íþróttum. „Ég keppti á skíðum um tíma en keppnisandinn er ekki til staðar hjá mér. Mér fannst miklu skemmtilegra að fara bara upp í Fjall og leika mér þar á skíðunum heldur en að æfa og keppa. Ég tók gjarnan vinkonur mínar með mér og kenndi þeim. Ég er í því sem ég er í dag vegna þess að keppnisíþróttir höfða ekki til mín. Ég vil frekar stunda íþrótt- irnar fyrir sjálfa mig og virkja fólk í kringum mig án þess að það þurfi að keppa hvort við annað. Ég hef eflaust einhvern metnað, en hann kemur ekki fram sem keppnisskap. Mér finnst oft leið- inlegur mórall í kringum íþrótta- mót. Ég og vinkona mín sátum saman í skóla og kepptum báðar á skíðum, ef önnur vann þá var ekki talað saman og þetta finnst mér leiðinlegt. En keppni er ágæt fyrir þá sem hafa gaman af henni. Það er mik- ið af bæði börnum og fullorðnum sem hafa gott keppnisskap. Það getur keppt af hörku en þolir líka að tapa. Hins vegar eru margir sem ekki þola að tapa og það finnst mér alltaf heldur nei- kvætt.“ - En nú virðist manni sem áhorfanda að íþróttir snúist aðal- lega um keppni. endilega að hreyfa sig eitthvað. Það er vitað mál að allir þurfa að hreyfa sig eitthvað og þessi hreyf- ing þarf ekki endilega að miða að keppni heldur hafa gaman af og finna vellíðan." - Þú ert lærður íþróttakenn- ari? „Já, ég lærði í íþróttakennara- skólanúm á Laugarvatni. Námið miðar að því að mennta kennara til að kenna í skólum, það eru all- ar íþróttagreinar kenndar. Ég útskrifaðist þaðan 1980. Ég byrj- 'aði að kenna þegar ég var tvítug og mér fannst það heldur ungt. Ég var æst að komast í skólann sem fyrst. Þegar ég sótti um þurftu nemendur annað hvort að hafa stúdentspróf eða tveggja ára nám á uppeldiskjörsviði og ég var með það. Ég komst inn þetta ung vegna þess að þegar ég sótti um var nemendum fjölgað úr 30 í 50. En ég myndi ráðleggja öllum að fara ekki í skólann fyrr en tvítug- ir. Þetta er ákveðið álag, bæði andlegt og líkamlegt og það er erfitt að fara að kenna ekki eldri en 20 ára. Nemendur mínir voru á svipuðu reki og ég, ég kenndi framhaldsdeildunum í Gagn- fræðaskólanum til að byrja með. Ég tók þá stefnu að segja við stelpurnar, jæja, ég var að út- skrifast og er ekkert pottþétt á þessu, þið verðið bara að hjálpa mér og þær hjálpuðu mér mikið." - Edda Hermannsdóttir, íþróttakennari í f „Já, þær gera það. En sem bet- ur fer er það að breytast. Trimm- herferðin hefur verið í gangi í mörg ár og eins og flestir hafa orðið varir við er alltaf verið að hvetja almenning til að fara út í þetta og það er að aukast. Það má taka gönguskíðin sem dæmi. Þú getur farið upp í Fjall eða inn í Kjarna og séð ótrúlegasta fólk sem aldrei hefur komið nálægt íþróttum vera á gönguskíðum. Það finnst mér mjög jákvætt.“ Allir þurfa að hreyfa sig eitthvað Það sem Edda er kannski þekkt- ust fyrir er leikfimi fyrir konur sem hún hefur verið með í 6 ár. í framhaldi af umræðu um keppnisíþróttir og þátttöku almennings í íþróttum förum við, að ræða um leikfimina. „Það sem ég er að gera með minni leikfimi er að reyna að ná í konur sem ekki hafa verið í neinu en þurfa Edda spriklar með konunum frá 5-9 á virkum dögum og ætti því að vera í góðri þjálfun. Hér tekur hún eina létta magaæfingu. Stefndi alltaf í íþróttakennslu - Stefndirðu alltaf í þetta? „Já, ég gerði það. Reyndar hafði ég áhuga á ýmsu fleiru en þetta heillaði mig mest og var góð undirstaða fyrir það sem ég stefni að í framtíðinni. Það er að vera með leikfimi fyrir almenn- ing. Ég hef áhuga á að kenna ákveðnum hópi sem mér finnst vera útundan, það eru konur sem eru komnar yfir tvítugt. Þær eru komnar út úr skólakerfinu, marg- ar búnar að eiga börn og finnst erfitt að drífa sig í eitthvað. Ég vil höfða til þessa hóps, sem kannski hefur aldrei verið í neinu. Það eru margar konur sem stunda skíði, badminton eða eitthvað annað en það er ákveð- inn hópur sem aldrei hefur verið í neinu og finnst þær ekki kunna neitt í íþróttum. En það skiptir engu máli því þær geta allar verið í leikfimi.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.