Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 9
OAQU^- 9, Hallfreður Örgumleiðason: i // Hvílík ógn og hvílík skelfing" sannleikur um sumarið Æ mig auman. Sumarið er komið með viðeigandi vítiskvölum sem eru því samfara, a.m.k. norðan- lands. Hér sit ég í svita- og reykj- arkófi og reyni að draga andann. Púff, ég læt varla oft frá mér heyra ef sumarið verður svona. Þá leggst maður frekar í skugga eða flýr til kaldari landa. Kannski er nóg að flytja til Reykjavíkur. Ég man þá tíð þegar ég var í byggingavinnu í Reykjavík og það voru dásamlegir tímar. Sval- andi rigning og hressandi gola. Stundum rakur, stundum blaut- ur, stundum eins og hafragraut- ur. Útivinna í Reykjavík er það besta sem getur hent nokkurn mann. Að vísu fór ég dálítið illa út úr Jdví fyrsta árið sem ég vann þar. Eg kom að norðan, óharðn- aður glópur, og hafði aldrei eign- ast regngalla. Kjörin á Eyrinni voru heldur bágborin á þessum árum og peningarnir fóru í það að brauðfæða fjölskylduna sem ég var að koma upp og þar af leiðandi dróst það mjög að kaupa galla. Dróst reyndar í nokkur ár. Sem betur fer áskotnuðust mér þó stígvél því aldurhnigin móðir mín kom eitt sinn færandi hendi er hún staulaðist yfir fjöll og firn- indi til þess að líta á búskap sonarins í borginni. „Hvárt munt þú eigi soddan tól þurfa at brúka?“ sagði þessi elska og fleygði í mig fjósastígvélum. Én þótt ég hafi verið blautur í Reykjavík er það þó mun betra en að vera þurr á Akureyri. Þessi brennandi sól, heita þurra loft, lognið og mollan. Hræðilegt. Og ófögnuðurinn sem fylgir þessu. Þá er ég ekki að tala um svita, skapvonsku, höfuðverk, þorsta, niðurgang, svefnleysi, andleysi og dáðleysi á öllum sviðum sem svo sannarlega fylgir sumrinu, heldur er ég að tala urn skordýr- in. Fyrir skömmu rakst ég á risa- stóra, loðna og grimma býflugu sem ætlaði að myrða mig. Ég gól- aði, taldi í mig kjark og steytti hnefana. Fljótlega sá ég þó sæng rnína útbreidda og forðaði mér á hlaupum. Síðan hef ég haldið mig að mestu leyti innan dyra. En kvikindin smjúga alls staðar. Roðamaurar virðast komast í gegnum tvöfalt gler, stundum neyðist maður til að opna glugga til að hleypa reyknum úr 60-100 sígarettum út og þá hefst innrás alls kyns óargadýra. Maður er hvergi óhultur, þetta heldur fyrir manni vöku, suðandi í nösunum. Og ef maður flýr í sturtu þá skríða köngurlærnar upp á milli tánna á manni og járnsmiðir stíga dans. En ekki ég. Hörkutól stíga ekki dans. Tíu, tuttugu, þrjátíu stiga hiti í forsælu. Fleskið lekur af manni í stríðum straumum. Eldhúsið er í skugga en þar er komið þykkt lag af lýsi á gólfið svo maður spólar í eigin spiki. Sama hvað maður drekkur, allt gusast út um svita- holurnar og lýsistaumarnir renna niður eftir manni. Lýsi, flesk, mör, sviti, olíukenndur óþverri. Og þetta þykir mönnum eftir- sóknarvert. Sól og hiti. Það sem íslendingar eru vitlausir. Þeir afneita kynstofninum og flykkj- ast í kvalafull sólböð til þess eins að líta út eins og skæruliðar í Mið-Austurlöndum. Yfir vetur- inn flykkjast þessir sömu Júdasar íslenska kynstofnsins í ljósabekki sem eru sjálfsagt enn heitari og kvalafullari en blessuð sólin sem elskar allt og bræðir. Óbærilegt, óþolandi, óalandi, óferjandi, óverjandi. Kannski er ég orðinn gamall og þröngsýnn. Þó hef ég alltaf mont- að mig af því að vera ungur í anda og víðsýnn með afbrigðum. Ég hef meira að segja getað umborið einstaka sjálfstæðis- menn. Pólitískt umburðarlyndi mitt er nefnilega eitt af því sem ég er dáður og virtur fyrir. En ekki meira um það að sinni. Bíð- urn eftir kosningunum í haust. Snúunt okkur frekar aftur að hit- anum, sólinni, mollunni og öllum óþverranum. Þrátt fyrir öll óþægindin hefur þetta ástand einn kost í för með sér. Allt sem viðkemur heitu og sólríku sumri má draga saman í einn drifhvítan punkt sem er yfir allan ósóma hafinn. Þessi svala uppsprettu- lind í glóandi eyðimörkinni, þessi fegurð og fullkomleiki, þetta goðumiíka hjartans gull; þetta er fáklædd kona. Konur í stuttbux- um, konur í erntalausum bolum, konur í bikini. konur í sundbol, topplausar konur, naktar konur. Þetta er það eina jákvæða sem mollan hefur í för með sér og í rauninni er þetta forsenda þess að maður lifi af sólríkt sumar. Ég vil hvetja hið ágæta dagblað okk- ar norðanmanna til þess að birta fleiri myndir af fáklæddum kon- um í blaðinu, helst á forsíðu, helst í hverjum Degi. Þetta er ekki karlremba, þetta er aðeins vitni um þroskað formskyn. Þetta er list. Verið þið sælir lesendur góðir og gleðilegt sólríkt sumar. LETTIB ll Léttisfélagar Aður auglýst tímataka fyrir Fjórðungsmót sem fara átti fram á Lögmannshlíðarvelli 28. maí, hefur verið færð fram á mánudagskvöldið 25. maí og hefst kl. 20.30. Skeiðvallarnefnd. Verkalýðsfélagið Eining Sumarferð Orlofsferð félagsins verður að þessu sinni farin til Vestfjarða. Farið verður frá Akureyri 7. ágúst og komið til baka 12. ágúst. Gististaðir verða: Reykjanesskóli, Heimavist Menntaskólans á Isafirði, Breiðavík í Rauðasands- hreppi og Bær í Reykhólasveit. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofum félagsins. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 20. júní. Ferðanefnd Vlf. Einingar. PLASTPÖKKUN Betri vörumeðferð í vörumóttöku okkar í Reykjavík er öllum viðkvæmum vörum á brettum pakkað í plast. Þess vegna geturðu óhræddur sent nánast hvað sem er með flutningaskipunum okkar. Kynntu þér nýja tækni í bættri vörumeðferð. RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.